Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 07:52 Guðrún Edda Sigurðardóttir á án vafa eina af bestu endurkomum ársins í íslensku íþróttalífi. @gudruneddasig Þegar leitað verður að endurkomu ársins í íslensku íþróttalífi á árinu 2025 þá hlýtur fimleikakonan Guðrún Edda Sigurðardóttir að koma þar sterklega til greina. Guðrún Edda er að gera eitthvað í lok ársins sem enginn sá fyrir í upphafi þess. Hún er á leiðinni á Norðurlandamótið í hópfimleikum með Stjörnunni. Árið 2024 endaði nefnilega hræðilega fyrir Guðrúnu Eddu þegar hún hálsbrotnaði á fimleikaæfingu. Þá var hún nýorðin Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún Edda þá á samfélagsmiðla sína og birti mynd af sér á sjúkrahúsinu. Útlitið var vissulega svart milli jóla og nýárs í fyrra en það var hugur í henni þrátt fyrir allt. „Fyrir rétt rúmum tíu mánuðum síðan hélt ég að fimleikaferillinn minn væri búinn eftir að ég lenti í því að lenda illa á fimleikaæfingu og fékk þær fréttir upp á spítala að ég væri með brotin háls. Við tók langur bati og sérstaklega erfiður bati andlega,“ skrifaði Guðrún Edda í nýrri færslu þar sem var sannarlega ástæða til að fagna afreki hennar. Með þrautseigju, dugnaði og staðfestu hafði hún ekki aðeins komist aftur í fimleikasalinn heldur var hún búin að vinna sér sæti í Norðurlandsmótsliði Stjörnunnar. Hún nefnir þar sérstaklega andlega þáttinn og það er hægt að vekja athygli á því. Þú hálsbrotnar á æfingu sem er meiðsli sem eru öllum erfið líkamlega en hvað þá að sýna hugrekkið og hungrið að koma sér aftur inn á fimleikagólfið. Það er enn meiri sigur. „Þegar ég kom aftur inn í fimleikasalinn að horfa á liðið mitt æfa hugsaði ég strax um að mitt markmið væri að koma mér til baka og ná að keppa á Norðurlandamóti sem væri ellefu mánuðum seinna,“ skrifaði Guðrún Edda og hún er nú að ná þessu magnaða og krefjandi markmiði sínu. „Eftir alla þessa mánuði af því að byrja upp á nýtt í fimleikum er ég á leið á Norðurlandamót í Finnlandi með þessu geggjaða liði, í fyrsta skipti í nýjum galla og með nýjum liðsfélögum,“ skrifaði Guðrún Edda. Þetta verður hennar þriðja Norðurlandamót en kannski það merkilegasta af þeim öllum enda þegar sigurvegari í augum flestra sem fá að heyra ótrúlega endurkomusögu hennar. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Finnlandi um komandi helgi þar sem Stjörnukonur ætla sér stóra hluti. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Edda Sigurðardóttir (@gudruneddasig) Fimleikar Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Guðrún Edda er að gera eitthvað í lok ársins sem enginn sá fyrir í upphafi þess. Hún er á leiðinni á Norðurlandamótið í hópfimleikum með Stjörnunni. Árið 2024 endaði nefnilega hræðilega fyrir Guðrúnu Eddu þegar hún hálsbrotnaði á fimleikaæfingu. Þá var hún nýorðin Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún Edda þá á samfélagsmiðla sína og birti mynd af sér á sjúkrahúsinu. Útlitið var vissulega svart milli jóla og nýárs í fyrra en það var hugur í henni þrátt fyrir allt. „Fyrir rétt rúmum tíu mánuðum síðan hélt ég að fimleikaferillinn minn væri búinn eftir að ég lenti í því að lenda illa á fimleikaæfingu og fékk þær fréttir upp á spítala að ég væri með brotin háls. Við tók langur bati og sérstaklega erfiður bati andlega,“ skrifaði Guðrún Edda í nýrri færslu þar sem var sannarlega ástæða til að fagna afreki hennar. Með þrautseigju, dugnaði og staðfestu hafði hún ekki aðeins komist aftur í fimleikasalinn heldur var hún búin að vinna sér sæti í Norðurlandsmótsliði Stjörnunnar. Hún nefnir þar sérstaklega andlega þáttinn og það er hægt að vekja athygli á því. Þú hálsbrotnar á æfingu sem er meiðsli sem eru öllum erfið líkamlega en hvað þá að sýna hugrekkið og hungrið að koma sér aftur inn á fimleikagólfið. Það er enn meiri sigur. „Þegar ég kom aftur inn í fimleikasalinn að horfa á liðið mitt æfa hugsaði ég strax um að mitt markmið væri að koma mér til baka og ná að keppa á Norðurlandamóti sem væri ellefu mánuðum seinna,“ skrifaði Guðrún Edda og hún er nú að ná þessu magnaða og krefjandi markmiði sínu. „Eftir alla þessa mánuði af því að byrja upp á nýtt í fimleikum er ég á leið á Norðurlandamót í Finnlandi með þessu geggjaða liði, í fyrsta skipti í nýjum galla og með nýjum liðsfélögum,“ skrifaði Guðrún Edda. Þetta verður hennar þriðja Norðurlandamót en kannski það merkilegasta af þeim öllum enda þegar sigurvegari í augum flestra sem fá að heyra ótrúlega endurkomusögu hennar. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Finnlandi um komandi helgi þar sem Stjörnukonur ætla sér stóra hluti. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Edda Sigurðardóttir (@gudruneddasig)
Fimleikar Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira