Veður

Þung­búið austan­til en annars þurrt og nokkuð bjart

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður yfirleitt núll til sjö stig að deginum.
Hiti á landinu verður yfirleitt núll til sjö stig að deginum. Vísir/Vilhelm

Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði fyrir sunnan land mun beina austan- og norðaustanátt til landsins og verður víða gola eða kaldi í dag, en öllu hvassara suðaustantil eftir hádegi.

Á vef Veðurstofunnar segir að austanáttinni fylgi þungbúið veður og lítilsháttar úrkoma um landið austanvert, en í öðrum landshlutum verður þurrt og víða nokkuð bjart.

Hiti á landinu verður yfirleitt núll til sjö stig að deginum.

„Í kvöld og nótt hvessir um tíma í Öræfum.

Keimlíkt veður á morgun, en bætir lítið eitt í vind og annað kvöld þykknar upp suðvestanlands.

Um helgina er svo útlit fyrir áframhaldandi austan- og norðaustanátt með vætu um landið austanvert, og auk þess mun blása nokkuð bæði á suðaustur- og norðvesturhluta landsins,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-20 við suðausturströndina. Skýjað og lítilsháttar rigning eða slydda, en bjart að mestu á vesturhelmingi landsins. Hiti 0 til 7 stig.

Á laugardag: Norðaustan og austan 5-13, en 13-18 norðvestantil og allra syðst. Væta með köflum um landið austanvert og á Vestfjörðum, annars þurrt og víða bjart veður. Hiti 2 til 8 stig.

Á sunnudag og mánudag: Norðaustan 5-15, en hvassviðri við suðausturströndina. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Norðaustanátt og él norðan- og austanlands, en þurrt að mestu á Vesturlandi. Kólnar í veðri.

Á miðvikudag: Breytileg átt og bjart með köflum. Svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×