Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 10:30 Veist þú að fyrir einn af hverjum sex tekur það meira en eitt ár að verða barnshafandi? Oft þarf fleiri en eina meðferð eða tvær meðferðir áður en fólk nær loks að vera barnshafandi. Sumir fá því miður aldrei ósk sína um að verða foreldri uppfyllta. Þegar þú varst ung(ur) eða ef þú er ung(ur), hefuru þá hugsað um frjósemi? Flest ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt. Það er að njóta lífsins og barneignir eru einfaldlega ekki á planinu næstu árin. Margir vita jafnvel ekki hvaða þættir geta haft áhrif á frjósemi eða valdið frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem gerð var meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru sláandi niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi. Því miður bendir allt til þessa að sú tala sé hækkandi. Í einhverjum tilfellum væri hægt að draga úr frjósemisvand með betri fræðslu og vitund. Í júlí árið 2023 gaf Fertility Europe út leik nýjan fræðaluleik fyrir ungt fólk á aldrinum 15- 18 ára, sem hefur verið þýddur yfir á 18 tungumál. Leikurinn miðar að því að efla þekkingu ungmenna á eigin frjósemi, meðal annars með því að sýna hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft áhrif á hana. Frjósemi er almennt að minnka í heiminum. Í rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Lancet kemur fram sú spá að árið 2050 verð frjósemi kvenna í 155 löndum af 204 í heiminum ekki nægileg til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma. Árið 2024 var frjósemi á íslandi 1,56 og hefur hún ekki verið lægri frá því mælingar hófust á 19. öld. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma er talað um að frjósemi þurfi að vera 2,1 þannig að við erum langt undir því marki. Jafnframt hefur meðalaldur mæðra hafi hækkað síðustu áratugi og var 29,1 ár í fyrra. Því er gríðarlega mikilvægt að fræða ungt fólk á Íslandi jafnt sem annars staðar í Evrópu. Tilvera, samtök um ófrjósemi hefur látið þýða leikinn yfir á íslensku svo hægt sé að miðla fræðslu og auka vitund meðal ungmenna. Hægt að spila leikinn hér: https://myfacts.eu/. Við vonumst til að fræðsluleikurinn verði notaður sem víðast til að skapa meiri þekkingu og vitund um frjósemi meðal ungs fólks. Höfundur er gjaldkeri Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Veist þú að fyrir einn af hverjum sex tekur það meira en eitt ár að verða barnshafandi? Oft þarf fleiri en eina meðferð eða tvær meðferðir áður en fólk nær loks að vera barnshafandi. Sumir fá því miður aldrei ósk sína um að verða foreldri uppfyllta. Þegar þú varst ung(ur) eða ef þú er ung(ur), hefuru þá hugsað um frjósemi? Flest ungt fólk er nefnilega alls ekki að hugsa út slíkt. Það er að njóta lífsins og barneignir eru einfaldlega ekki á planinu næstu árin. Margir vita jafnvel ekki hvaða þættir geta haft áhrif á frjósemi eða valdið frjósemisvanda. Bráðabirgða niðurstöður úr Fertility Europe FActs! könnun sem gerð var meðal ungmenna í Evrópu sýnir þá niðurstöðu að aðeins 12% ungmenna vita að frjósemi fer minnkandi með aldrinum. Þetta eru sláandi niðurstöður og því skiptir öllu máli að ungt fólk fái þá fræðslu að 1 af hverjum 6 glímir við ófrjósemi. Því miður bendir allt til þessa að sú tala sé hækkandi. Í einhverjum tilfellum væri hægt að draga úr frjósemisvand með betri fræðslu og vitund. Í júlí árið 2023 gaf Fertility Europe út leik nýjan fræðaluleik fyrir ungt fólk á aldrinum 15- 18 ára, sem hefur verið þýddur yfir á 18 tungumál. Leikurinn miðar að því að efla þekkingu ungmenna á eigin frjósemi, meðal annars með því að sýna hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft áhrif á hana. Frjósemi er almennt að minnka í heiminum. Í rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Lancet kemur fram sú spá að árið 2050 verð frjósemi kvenna í 155 löndum af 204 í heiminum ekki nægileg til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma. Árið 2024 var frjósemi á íslandi 1,56 og hefur hún ekki verið lægri frá því mælingar hófust á 19. öld. Til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma er talað um að frjósemi þurfi að vera 2,1 þannig að við erum langt undir því marki. Jafnframt hefur meðalaldur mæðra hafi hækkað síðustu áratugi og var 29,1 ár í fyrra. Því er gríðarlega mikilvægt að fræða ungt fólk á Íslandi jafnt sem annars staðar í Evrópu. Tilvera, samtök um ófrjósemi hefur látið þýða leikinn yfir á íslensku svo hægt sé að miðla fræðslu og auka vitund meðal ungmenna. Hægt að spila leikinn hér: https://myfacts.eu/. Við vonumst til að fræðsluleikurinn verði notaður sem víðast til að skapa meiri þekkingu og vitund um frjósemi meðal ungs fólks. Höfundur er gjaldkeri Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar