Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 15:10 Ingibergur Þór Jónasson hefur formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur á afar erfiðum tímum. Vísir/Hulda Margrét Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, er á sínu síðasta tímabili sem formaður deildarinnar en þetta tilkynnti hann í leikskrá körfuknattleiksdeildar Grindavíkur sem er nýkomin út. „Ég sit hér í dag með miklar tilfinningar innra með mér að berjast við að rita formannspistil sem er eitt af því sem mér er skylt að gera. Með smá sorg í hjarta og vott af ótta þá hef ég tekið mjög erfiða ákvörðun. Hún er sú að þetta verður mitt síðasta ár sem formaður deildarinnar,“ skrifaði Ingibergur í leikskrána. Hefur ótal ástæður „Ég hef ótal ástæður sem segja mér að þetta sé komið gott en þær munu sennilega aldrei allar líta dagsins ljós,“ skrifaði Ingibergur. „Eftir að við „flúðum Grindavík“, eins og það hefur oft verið nefnt, þá höfum við haft okkar heimavöll í Smáranum í Kópavogi. Þegar þessi pistill er ritaður þá erum við enn í Smáranum en æfum einnig í Grindavík nokkrum sinnum í viku. Mig langar að leggja áherslu á að við erum á heimleið og er nýja slagorðið okkar „heim á ný“. Verður það mitt leiðarstef á mínu síðasta ári sem formaður ef náttúran leyfir,“ skrifaði Ingibergur. „Ég hef setið í stjórn Körfunnar að ég held síðan árið 2016. Þá fyrst sem stjórnarmaður, svo framkvæmdarstjóri innan stjórnar og svo formaður til dagsins í dag,“ skrifaði Ingibergur en það má lesa allan pistil hans hér. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt „Það er alveg sárt að skrifa þessa kveðju við formennskuna, enda hef ég lagt líf mitt og sál, mikla vinnu og fórnfýsi í þetta starf. Börnin mín hafa alist upp í íþróttahúsinu heima og þegar vinir koma í heimsókn er bara talað um körfubolta. Sumrin, jólin og allir frídagar hafa farið í það að vinna fyrir körfuna. Það geta allir stjórnarmenn skrifað þetta sem ég ritaði hér að ofan. Ég geng ótrúlega stoltur frá starfinu og get sagt með sanni að alltaf var ég sjálfboðaliði og ekkert minna eða meira en það. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt og oft borgaði ég mig inn á leiki eða greiddi fyrir hamborgarann sem ég hafði grillað sjálfur,“ skrifaði Ingibergur Grindvíkingar eru á heimvelli í kvöld þegar þeir fá Keflavík í heimsókn í sjöttu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland. UMF Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira
„Ég sit hér í dag með miklar tilfinningar innra með mér að berjast við að rita formannspistil sem er eitt af því sem mér er skylt að gera. Með smá sorg í hjarta og vott af ótta þá hef ég tekið mjög erfiða ákvörðun. Hún er sú að þetta verður mitt síðasta ár sem formaður deildarinnar,“ skrifaði Ingibergur í leikskrána. Hefur ótal ástæður „Ég hef ótal ástæður sem segja mér að þetta sé komið gott en þær munu sennilega aldrei allar líta dagsins ljós,“ skrifaði Ingibergur. „Eftir að við „flúðum Grindavík“, eins og það hefur oft verið nefnt, þá höfum við haft okkar heimavöll í Smáranum í Kópavogi. Þegar þessi pistill er ritaður þá erum við enn í Smáranum en æfum einnig í Grindavík nokkrum sinnum í viku. Mig langar að leggja áherslu á að við erum á heimleið og er nýja slagorðið okkar „heim á ný“. Verður það mitt leiðarstef á mínu síðasta ári sem formaður ef náttúran leyfir,“ skrifaði Ingibergur. „Ég hef setið í stjórn Körfunnar að ég held síðan árið 2016. Þá fyrst sem stjórnarmaður, svo framkvæmdarstjóri innan stjórnar og svo formaður til dagsins í dag,“ skrifaði Ingibergur en það má lesa allan pistil hans hér. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt „Það er alveg sárt að skrifa þessa kveðju við formennskuna, enda hef ég lagt líf mitt og sál, mikla vinnu og fórnfýsi í þetta starf. Börnin mín hafa alist upp í íþróttahúsinu heima og þegar vinir koma í heimsókn er bara talað um körfubolta. Sumrin, jólin og allir frídagar hafa farið í það að vinna fyrir körfuna. Það geta allir stjórnarmenn skrifað þetta sem ég ritaði hér að ofan. Ég geng ótrúlega stoltur frá starfinu og get sagt með sanni að alltaf var ég sjálfboðaliði og ekkert minna eða meira en það. Aldrei þáði ég laun fyrir starf mitt og oft borgaði ég mig inn á leiki eða greiddi fyrir hamborgarann sem ég hafði grillað sjálfur,“ skrifaði Ingibergur Grindvíkingar eru á heimvelli í kvöld þegar þeir fá Keflavík í heimsókn í sjöttu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland.
UMF Grindavík Bónus-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Sjá meira