Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2025 09:59 Hann hlaut Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar. Getty James Dewey Watson, einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, er látinn, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin. Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Hann lærði dýrafræði og hlaut síðar doktorspróf undir leiðsögn Salvadors E. Luria sem hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði sjálfur árið 1969 fyrir rannsóknir á bakteríuveirum. Að doktorsprófu loknu vann hann á rannsóknarstofum Hermans Kalckar og Ole Maaløe. Þar hitti hann fyrir eðlisfræðinginn Francis Crick. Báðir höfðu þeir velt fyrir sér hlutverki deoxýríbósakjarnsýru, DNA, sem sumt benti til að væri erfðaefni lífvera. Fjallað er um ævi hans og störf á Vísindavefnum. Þar kemur fram að þegar Watson hóf rannsóknir sínar hafi verið vitað að DNA-sameindir séu settar saman úr einingum sem nefnast kirni. „Niturbasarnir eru af fjórum gerðum, adenín (A), gúanín (G), týmín (T) og cýtósín (C), og eru tengdir við sykrusameindirnar með samgildum tengjum. Það eru hins vegar samgild tengi milli sykru- og fosfathópa kirnanna sem binda þau saman í keðjur. Menn vissu að þær geta verið afar langar og að þær fyrfinnast í litningum allra lífvera. En ekkert var vitað um lögun DNA-keðjanna eða fyrirkomulag þeirra í litningum,“ segir þar. Það sem einna helst benti til þess að DNA væri erfðaefni lífvera voru tilraunir örverufræðingsins O.T. Avery og samstarfsmanna hans með bakteríuna pneumococcus. Þeir höfðu sýnt fram á að DNA úr einum stofni bakteríunnar geti valdið ákveðinni arfgengri breytingu á öðrum stofni hennar. Watson og Crick tóku til við smíð líkans af DNA-sameindinni byggt á þeirri vitneskju um byggingu hennar sem fyrir lá. Í apríl ársins 1953 birtu Watson og Crick grein í tímaritinu Nature þar sem þeir lýstu nýju líkani sínu. DNA-byggingin sem líkanið sýnir var í raun ósönnuð þegar greinin var birt en hún hefur staðist alla gagnrýni. Wilkins átti mestan þátt í að sannprófa hana. Þeir Watson, Crick og Wilkins hlutu Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir þessar rannsóknir árið 1962. Í seinni tíð hafa þó ýmis rasísk ummæli varpað skugga á starf hans. Árið 2007 vöktu ummæli hans í viðtali við Sunday Times mikla úlfúð en það sagðist hann hafa áhyggjur af framtíð Afríku. „Öll okkar stefna í félagsmálum byggir á því að gáfur þeirra séu jafnar okkar þegar allar rannsóknir benda á hið gagnstæða,“ sagði hann meðal annars en þetta er ekki satt. Hann baðst síðar afsökunar á þessum ummælum sínum og sagði upp starfi sínu við rannsóknarstofnun í New York. Lesa má meira um ævi hans og feril á Vísindavefnum. Vísindi Andlát Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Watson var fæddur í Chicago árið 1928 og ólst þar upp. Hann lærði dýrafræði og hlaut síðar doktorspróf undir leiðsögn Salvadors E. Luria sem hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði sjálfur árið 1969 fyrir rannsóknir á bakteríuveirum. Að doktorsprófu loknu vann hann á rannsóknarstofum Hermans Kalckar og Ole Maaløe. Þar hitti hann fyrir eðlisfræðinginn Francis Crick. Báðir höfðu þeir velt fyrir sér hlutverki deoxýríbósakjarnsýru, DNA, sem sumt benti til að væri erfðaefni lífvera. Fjallað er um ævi hans og störf á Vísindavefnum. Þar kemur fram að þegar Watson hóf rannsóknir sínar hafi verið vitað að DNA-sameindir séu settar saman úr einingum sem nefnast kirni. „Niturbasarnir eru af fjórum gerðum, adenín (A), gúanín (G), týmín (T) og cýtósín (C), og eru tengdir við sykrusameindirnar með samgildum tengjum. Það eru hins vegar samgild tengi milli sykru- og fosfathópa kirnanna sem binda þau saman í keðjur. Menn vissu að þær geta verið afar langar og að þær fyrfinnast í litningum allra lífvera. En ekkert var vitað um lögun DNA-keðjanna eða fyrirkomulag þeirra í litningum,“ segir þar. Það sem einna helst benti til þess að DNA væri erfðaefni lífvera voru tilraunir örverufræðingsins O.T. Avery og samstarfsmanna hans með bakteríuna pneumococcus. Þeir höfðu sýnt fram á að DNA úr einum stofni bakteríunnar geti valdið ákveðinni arfgengri breytingu á öðrum stofni hennar. Watson og Crick tóku til við smíð líkans af DNA-sameindinni byggt á þeirri vitneskju um byggingu hennar sem fyrir lá. Í apríl ársins 1953 birtu Watson og Crick grein í tímaritinu Nature þar sem þeir lýstu nýju líkani sínu. DNA-byggingin sem líkanið sýnir var í raun ósönnuð þegar greinin var birt en hún hefur staðist alla gagnrýni. Wilkins átti mestan þátt í að sannprófa hana. Þeir Watson, Crick og Wilkins hlutu Nóbelsverðlaun í læknisfræði fyrir þessar rannsóknir árið 1962. Í seinni tíð hafa þó ýmis rasísk ummæli varpað skugga á starf hans. Árið 2007 vöktu ummæli hans í viðtali við Sunday Times mikla úlfúð en það sagðist hann hafa áhyggjur af framtíð Afríku. „Öll okkar stefna í félagsmálum byggir á því að gáfur þeirra séu jafnar okkar þegar allar rannsóknir benda á hið gagnstæða,“ sagði hann meðal annars en þetta er ekki satt. Hann baðst síðar afsökunar á þessum ummælum sínum og sagði upp starfi sínu við rannsóknarstofnun í New York. Lesa má meira um ævi hans og feril á Vísindavefnum.
Vísindi Andlát Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira