Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. nóvember 2025 16:50 Palestínsk fangalest á leið sinni í fangabúðir hinum megin landamæranna. AP Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar. Guardian birti í dag umfangsmikla umfjöllun um neðanjarðarfangelsið Rakefet í bænum Ramla suðaustur af Tel Avív. Blaðamenn ræddu við lögmenn tveggja fanga, hjúkrunarfræðing sem hafði verið tekinn fastur á sjúkrahúsi og nítján ára götusalann fyrrnefnda. Lögmennirnir starfa hjá Public Committee Against Torture in Israel, sem verður framvegis skammstafað PCATI, og fangarnir tveir eru skjólstæðingar þeirra. Fangarnir tveir lýsa margra mánaða hryllingsdvöl þar sem þeim var haldið einangruðum, aldrei hleypt út og þeir reglulega beittir líkamlegu ofbeldi. Ofbeldið sem þeir lýsa stemmir við upplýsingar sem þegar liggja fyrir um pyntingaraðferðir sem Ísraelar beita í fangelsum sínum. Rakefet var reist snemma á níunda áratugnum til að hýsa hættulega glæpamenn en var lokað fáeinum árum seinna á grundvelli þess að aðstæðurnar þar væru ómannúðlegar. Eftir árásirnar mannskæðu 7. október 2023 fyrirskipaði Itamar Ben-Gvir varnamálaráðherra að fangelsið skyldi hefja starfsemi á ný. Fangi án dóms frá árinu 2023 Upphaflega var Rakefet byggt með það í huga að fangar yrðu um fimmtán talsins, hver í sínum klefanum, en á undanförnum mánuðum hafa dvalið þar um hundrað manns að jafnaði. Samkvæmt skilmálum vopnahlésins sem er í gildi milli Ísraela og Hamasliða létu Ísraelar 250 palestínska fanga sem höfðu hlotið dóm lausa ásamt 1.700 til viðbótar sem teknir höfðu verið fastir á Gasa og látnir dúsa í fangaklefum án nokkurrar málsmeðferðar. Lögmenn PCATI fengu að kanna aðstæður skjólstæðinga sinna í sumar og hittu þar fangana tvo sem hér koma við sögu. Hjúkrunarfræðingurinn hafði verið handtekinn og borinn burt með hanskana á sér í desember 2023 og er enn innilokaður. Unglingurinn var tekinn fastur við landamærapóst í október í fyrra. „Í tilfellum þeirra sem við heimsóttum erum við að tala um óbreytta borgara. Maðurinn sem ég talaði við var átján ára gamall og seldi matvæli. Hann var tekinn fastur á pósti við veginn,“ er haft eftir Janan Abdu lögmanni PCATI. Niðurlægingar og ofbeldi Tal Steiner forstöðumaður PCATI sagði aðstæður palestínskra fanga um allt Ísrael viljandi hryllilegar. Fyrrum fangar og uppljóstrarar innan raða ísraelska hersins hafa ítrekað stigið fram og lýst pyntingum og hinum ýmsu brotum á alþjóðalögum. En líkt og blaðamaður Guardian bendir á er pyntingin sem fangar eru beittir í Rakefet sér á báti. Nefnilega að halda fólki föngnu mánuðum saman án dagsbirtu. Það hafi alvarleg áhrif á geðræna og líkamlega heilsu fólks. Abdu og samstarfsfélagi hans fengu leyfi til að heimsækja skjólstæðinga sína í fangelsið í fyrsta skipti nú í sumar. Að því er Guardian greinir frá leiddu grímuklæddir og vopnaðir fangaverðir þá neðanjarðar og inn í herbergi þar sem dauð skordýr þöktu gólfið. Klósettið hafi verið svo skítugt að það væri í raun ónothæft. „Ég velti því fyrir mér, ef aðstæðurnar eru svona niðurlægjandi í lögmannaherberginu, og þá ekki aðeins okkur heldur sjálfri stéttinni, hvernig ætli aðstæðurnar séu fyrir fangana? Svarið barst skömmu seinna þegar við hittum þá fyrir,“ er haft eftir Abdu. Óloftræstir pyntingarklefar Fangarnir tveir voru þá bornir inn í fundarherbergið í keng og vopnaðir verðirnir létu þá leggja höfuð sín við gólfið, hlekkjaða á höndum og fótum. Það fyrsta sem hjúkrunarfræðingurinn sagði við komuna inn í fundarherbergið var: „Hvar er ég og hvers vegna er ég hér?“ Fangaverðirnir höfðu aldrei sagt honum frá því hvar hann væri. Lýsingar fanganna á dvöl sinni í Rakefet mála upp mynd af neðanjarðarpyntingarklefum. Þeir sögðu lögmönnunum að þeir hefðu verið geymdir í gluggalausum klefum án loftræstingar. Þá sögðust þeir einnig hafa reglulega verið beitta ofbeldi, verðirnir tröðkuðu á þeim, siguðu hundum á þá, auk þess að þeim hafi aldrei verið veitt viðunandi læknisþjónusta. Matargjafirnar hafi einnig verið það litlar að þeir hafi verið við hungurmörk mestalla dvölina. Þeim var sjaldan, ef eitthvað, hleypt út úr klefum sínum og þá aðeins í fáeinar mínútur frammi í öðru gluggalausu og óloftræstu rými. Dýnurnar þeirra voru teknar af þeim um fjögurleytið a morgnana og þeim ekki skilað fyrr en seint um nótt. Langþráð heimkoma palestínskra fanga eftir oft á tíðum langar fangelsisvistir án dóms.AP Lögmönnunum var ekki leyft að deila með föngunum neinum upplýsingum um fjölskyldur þeirra, aðeins nafn þeirra sem veitti umboð til að annast málið. Þegar annar fanganna spurði hvort ófrísk eiginkona hans hefði fætt skarst fangavörður í leikinn og hótaði honum. Þegar fangarnir voru loks leiddir á brott heyrði lögmaðurinn greinilegt hljóð í lyftu sem gefur til kynna að fangar væru geymdir enn lengra neðanjarðar. Nítján ára götusalinn hafði sagt við lögmanninn að hann væri fyrsta manneskjan sem hann hefði séð frá því að hann var tekinn fastur á síðasta ári og grátbað hann um að koma aftur. Honum var sleppt úr haldi 13. október síðastliðinn en hjúkrunarfræðingurinn dvelur enn í Rakefet. Dómsmálaráðuneytið, ísraelski herinn og fangelsismálastofnun Ísraels hafa öll skorast undan upplýsinga- og viðtalsbeiðnum Guardian. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Guardian birti í dag umfangsmikla umfjöllun um neðanjarðarfangelsið Rakefet í bænum Ramla suðaustur af Tel Avív. Blaðamenn ræddu við lögmenn tveggja fanga, hjúkrunarfræðing sem hafði verið tekinn fastur á sjúkrahúsi og nítján ára götusalann fyrrnefnda. Lögmennirnir starfa hjá Public Committee Against Torture in Israel, sem verður framvegis skammstafað PCATI, og fangarnir tveir eru skjólstæðingar þeirra. Fangarnir tveir lýsa margra mánaða hryllingsdvöl þar sem þeim var haldið einangruðum, aldrei hleypt út og þeir reglulega beittir líkamlegu ofbeldi. Ofbeldið sem þeir lýsa stemmir við upplýsingar sem þegar liggja fyrir um pyntingaraðferðir sem Ísraelar beita í fangelsum sínum. Rakefet var reist snemma á níunda áratugnum til að hýsa hættulega glæpamenn en var lokað fáeinum árum seinna á grundvelli þess að aðstæðurnar þar væru ómannúðlegar. Eftir árásirnar mannskæðu 7. október 2023 fyrirskipaði Itamar Ben-Gvir varnamálaráðherra að fangelsið skyldi hefja starfsemi á ný. Fangi án dóms frá árinu 2023 Upphaflega var Rakefet byggt með það í huga að fangar yrðu um fimmtán talsins, hver í sínum klefanum, en á undanförnum mánuðum hafa dvalið þar um hundrað manns að jafnaði. Samkvæmt skilmálum vopnahlésins sem er í gildi milli Ísraela og Hamasliða létu Ísraelar 250 palestínska fanga sem höfðu hlotið dóm lausa ásamt 1.700 til viðbótar sem teknir höfðu verið fastir á Gasa og látnir dúsa í fangaklefum án nokkurrar málsmeðferðar. Lögmenn PCATI fengu að kanna aðstæður skjólstæðinga sinna í sumar og hittu þar fangana tvo sem hér koma við sögu. Hjúkrunarfræðingurinn hafði verið handtekinn og borinn burt með hanskana á sér í desember 2023 og er enn innilokaður. Unglingurinn var tekinn fastur við landamærapóst í október í fyrra. „Í tilfellum þeirra sem við heimsóttum erum við að tala um óbreytta borgara. Maðurinn sem ég talaði við var átján ára gamall og seldi matvæli. Hann var tekinn fastur á pósti við veginn,“ er haft eftir Janan Abdu lögmanni PCATI. Niðurlægingar og ofbeldi Tal Steiner forstöðumaður PCATI sagði aðstæður palestínskra fanga um allt Ísrael viljandi hryllilegar. Fyrrum fangar og uppljóstrarar innan raða ísraelska hersins hafa ítrekað stigið fram og lýst pyntingum og hinum ýmsu brotum á alþjóðalögum. En líkt og blaðamaður Guardian bendir á er pyntingin sem fangar eru beittir í Rakefet sér á báti. Nefnilega að halda fólki föngnu mánuðum saman án dagsbirtu. Það hafi alvarleg áhrif á geðræna og líkamlega heilsu fólks. Abdu og samstarfsfélagi hans fengu leyfi til að heimsækja skjólstæðinga sína í fangelsið í fyrsta skipti nú í sumar. Að því er Guardian greinir frá leiddu grímuklæddir og vopnaðir fangaverðir þá neðanjarðar og inn í herbergi þar sem dauð skordýr þöktu gólfið. Klósettið hafi verið svo skítugt að það væri í raun ónothæft. „Ég velti því fyrir mér, ef aðstæðurnar eru svona niðurlægjandi í lögmannaherberginu, og þá ekki aðeins okkur heldur sjálfri stéttinni, hvernig ætli aðstæðurnar séu fyrir fangana? Svarið barst skömmu seinna þegar við hittum þá fyrir,“ er haft eftir Abdu. Óloftræstir pyntingarklefar Fangarnir tveir voru þá bornir inn í fundarherbergið í keng og vopnaðir verðirnir létu þá leggja höfuð sín við gólfið, hlekkjaða á höndum og fótum. Það fyrsta sem hjúkrunarfræðingurinn sagði við komuna inn í fundarherbergið var: „Hvar er ég og hvers vegna er ég hér?“ Fangaverðirnir höfðu aldrei sagt honum frá því hvar hann væri. Lýsingar fanganna á dvöl sinni í Rakefet mála upp mynd af neðanjarðarpyntingarklefum. Þeir sögðu lögmönnunum að þeir hefðu verið geymdir í gluggalausum klefum án loftræstingar. Þá sögðust þeir einnig hafa reglulega verið beitta ofbeldi, verðirnir tröðkuðu á þeim, siguðu hundum á þá, auk þess að þeim hafi aldrei verið veitt viðunandi læknisþjónusta. Matargjafirnar hafi einnig verið það litlar að þeir hafi verið við hungurmörk mestalla dvölina. Þeim var sjaldan, ef eitthvað, hleypt út úr klefum sínum og þá aðeins í fáeinar mínútur frammi í öðru gluggalausu og óloftræstu rými. Dýnurnar þeirra voru teknar af þeim um fjögurleytið a morgnana og þeim ekki skilað fyrr en seint um nótt. Langþráð heimkoma palestínskra fanga eftir oft á tíðum langar fangelsisvistir án dóms.AP Lögmönnunum var ekki leyft að deila með föngunum neinum upplýsingum um fjölskyldur þeirra, aðeins nafn þeirra sem veitti umboð til að annast málið. Þegar annar fanganna spurði hvort ófrísk eiginkona hans hefði fætt skarst fangavörður í leikinn og hótaði honum. Þegar fangarnir voru loks leiddir á brott heyrði lögmaðurinn greinilegt hljóð í lyftu sem gefur til kynna að fangar væru geymdir enn lengra neðanjarðar. Nítján ára götusalinn hafði sagt við lögmanninn að hann væri fyrsta manneskjan sem hann hefði séð frá því að hann var tekinn fastur á síðasta ári og grátbað hann um að koma aftur. Honum var sleppt úr haldi 13. október síðastliðinn en hjúkrunarfræðingurinn dvelur enn í Rakefet. Dómsmálaráðuneytið, ísraelski herinn og fangelsismálastofnun Ísraels hafa öll skorast undan upplýsinga- og viðtalsbeiðnum Guardian.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira