Engin ástæða til að breyta neinu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. nóvember 2025 23:12 Guðrún Hafsteinsdóttir fornaður Sjálfstæðisflokksins horfir til fortíðar. Vísir/Lýður Valberg Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að halla sér frekar til hægri eða vinstri til að bregðast við auknu fylgistapi að sögn formanns flokksins sem kynnti nýja ásýnd á sérstökum fundi í dag. Engar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins sem lítur til fortíðar. Sjálfstæðismenn flykktust á sérstakan fund á Grand hótel í dag þar sem formaður flokksins kynnti nýja ásýnd fyrir áframhaldandi baráttu í stjórnarandstöðu og sveitarstjórnarkosningar sem styttist óðfluga í. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum. Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum. Engar markvissar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins. Skerpt var á áherslum og tilkynnt að flokkurinn leiti til fortíðar og í ræturnar. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ segir Guðrún. Halla sér hvorki til hægri né vinstri Miðað við skoðanakannanir hefur fylgi flokksins dalað undanfarið. Í nýjustu könnun Gallups mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6 prósenta fylgi og Miðflokkurinn þar rétt á eftir með rúmlega sextán prósent. Guðrún segir flokkinn hvorki ætla að halla sér frekar til hægri né vinstri „Ég eiginlega bara skil ekki af hverju langstærstur meirihluti þjóðarinnar fylkir sér ekki um þessa góðu stefnu sem sjálfstæðisstefnan er. Við sitjum auðvitað bara og stöndum fast í okkar ístaði. Við eigum rosalega góða stefnu. Okkar grunngildi eru góð og gild og það er engin ástæða til að breyta því.“ Í nýrri ásýnd flokksins felst dökkblár litur sem prýddi vegg salsins og opinbert merki flokksins gert að upprunalega fálka flokksins sem var teiknaður árið 1945. „Þetta er fálkinn og hann hefur aðeins fengið andlitslyftingu. Við vildum fara aftur í upprunalega fálkann til að vísa í þau gömlu og grónu gildi sem enn standa fyrir sínu í sjálfstæðisstefnunni.“ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sjálfstæðismenn flykktust á sérstakan fund á Grand hótel í dag þar sem formaður flokksins kynnti nýja ásýnd fyrir áframhaldandi baráttu í stjórnarandstöðu og sveitarstjórnarkosningar sem styttist óðfluga í. Í spilaranum hér að neðan má sjá svipmyndir frá fundinum. Fullt var út að dyrum þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður flokksins, kynnti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann flokksins, upp á svið sem gagnrýndi bæði ríkisstjórnina og meirihluta borgarstjórnar og boðaði stórsókn í komandi borgarstjórnarkosningum. Engar markvissar breytingar voru boðaðar á stefnu flokksins. Skerpt var á áherslum og tilkynnt að flokkurinn leiti til fortíðar og í ræturnar. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá er engin ástæða til að breyta stefnu tæplega hundrað ára gamals flokks sem hefur tekið svona ríkan þátt í því að byggja Ísland upp,“ segir Guðrún. Halla sér hvorki til hægri né vinstri Miðað við skoðanakannanir hefur fylgi flokksins dalað undanfarið. Í nýjustu könnun Gallups mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,6 prósenta fylgi og Miðflokkurinn þar rétt á eftir með rúmlega sextán prósent. Guðrún segir flokkinn hvorki ætla að halla sér frekar til hægri né vinstri „Ég eiginlega bara skil ekki af hverju langstærstur meirihluti þjóðarinnar fylkir sér ekki um þessa góðu stefnu sem sjálfstæðisstefnan er. Við sitjum auðvitað bara og stöndum fast í okkar ístaði. Við eigum rosalega góða stefnu. Okkar grunngildi eru góð og gild og það er engin ástæða til að breyta því.“ Í nýrri ásýnd flokksins felst dökkblár litur sem prýddi vegg salsins og opinbert merki flokksins gert að upprunalega fálka flokksins sem var teiknaður árið 1945. „Þetta er fálkinn og hann hefur aðeins fengið andlitslyftingu. Við vildum fara aftur í upprunalega fálkann til að vísa í þau gömlu og grónu gildi sem enn standa fyrir sínu í sjálfstæðisstefnunni.“
Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49 Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup en þar mælist flokkurinn með 16,3 prósenta fylgi. Hann mælist einungis með um einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 17,6 prósent fylgi. 3. nóvember 2025 17:49
Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun leggja tillögu um leiðtogaprófkjör fyrir ráðið. Samkvæmt tillögunni myndi ráðið svo greiða atkvæði um sæti tvö til sjö á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. 24. október 2025 13:13