Fótbolti

Fann­ey sænskur meistari í fyrstu til­raun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fanney Inga Birkisdóttir var í leikmannahópi Íslands á EM síðasta sumar.
Fanney Inga Birkisdóttir var í leikmannahópi Íslands á EM síðasta sumar. getty/Pat Elmont

Landsliðsmarkvörðurinn í fótbolta, Fanney Inga Birkisdóttir, varð í gær Svíþjóðarmeistari á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.

Häcken, lið Fanneyjar, tryggði sér sænska meistaratitilinn með 0-2 útisigri á Djurgården.

Fanney sat á varamannabekknum í gær en Jennifer Falk, markvörður sænska landsliðsins, stóð á milli stanganna.

Hin tvítuga Fanney hefur leikið þrjá leiki í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og haldið hreinu í tveimur þeirra.

Fanney kom til Häcken frá Val síðasta vetur. Hún varð Íslandsmeistari með Valskonum 2023 og bikarmeistari í fyrra.

Fanney hefur leikið átta leiki fyrir íslenska A-landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×