Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2025 08:03 Eygló Fanndal Sturludóttir vann sögulegan Evrópumeistaratitil í vor en árið hefur ekki endað vel hjá henni. @eyglo_fanndal Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir stendur frammi fyrir nýrri áskorun og krefjandi kringumstæðum sem munu án efa gera Evrópumeistaranum erfitt fyrir að halda sér í hópi þeirra bestu í sinni grein. Á sama ári og Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna fékk hún möguleika verstu fréttir ferilsins. Eygló missti af heimsmeistaramótinu á dögunum vegna meiðsla og hún hefur nú greint frá því að meiðslin voru alvarlegri en hún hélt í fyrstu. Eygló sagði frá stöðu mála í uppfærslu um meiðslin hennar. Loksins tilbúin að tala um þetta „Mér finnst ég loksins vera tilbúin að tala um þetta og deila því sem hefur verið í gangi,“ skrifaði Eygló. „Í byrjun ágúst vaknaði ég með verki í mjóbakinu sem ég hélt að myndi bara taka einn eða tvo daga að hverfa og svo færi ég beint aftur á æfingu. Það gekk ekki alveg eins og ég bjóst við og þegar ég var komin í 10 vikur með sama stöðuga verkinn sem batnaði ekkert fór ég í flug til London til að hitta sérfræðing og fá annað álit,“ skrifaði Eygló. Verkjalyf virkuðu ekki „Verkjalyf virkuðu ekki og ég reyndi að lyfta í gegnum sársaukann en áttaði mig fljótt á því að það var ekki skynsamlegt. Ég fékk svörin mín í London en það var ekki það sem ég vildi heyra. Það kom í ljós að ég er með smá brjósklos í L5/S1 liðþófanum og það mun taka mun lengri tíma en ég hélt upphaflega að endurhæfa mig,“ skrifaði Eygló. „Þannig að æfingar munu líta aðeins öðruvísi út næstu mánuði en þið getið bókað það að ég verð í ræktinni á hverjum einasta degi og geri allt sem ég mögulega get til að hjálpa líkamanum að lækna þessi meiðsli,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar samt að vera skynsöm. Það eru enn þrjú ár í Ólympíuleikana í Los Angeles þangað sem hann dreymdi um að komast. Ég er hvergi nærri hætt „Ferillinn minn er það mikilvægasta fyrir mig og ég er hvergi nærri hætt, ég ætla að gera hvað sem þarf til að komast aftur í lyftingar og keppni svo ekki halda í eina sekúndu að ég sé að hætta eða gefast upp,“ skrifaði Eygló. Svona slæmar fréttir eru þó erfiðar andlega fyrir íþróttakonu sem hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún var komin. Mjög erfitt að sætta sig við þetta „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta og satt best að segja hef ég átt mjög erfitt en ég hef besta teymið í kringum mig sem mun hjálpa mér í gegnum þetta,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingarferlinu en hún er ekki róleg yfir því sem tekur við. „Tvennt sem ég segi sjálfri mér aftur og aftur er að vöðvaminni er raunverulegt og að þetta er bara tímabundið ástand. Ég er mjög hrædd við komandi mánuði því ég veit að þetta verður mjög erfitt en ég get bara ekki beðið eftir að þetta sé búið og ég tel niður dagana þar til ég lyfti þungu aftur,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM Sjá meira
Á sama ári og Eygló varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í ólympískum lyftingum fullorðinna fékk hún möguleika verstu fréttir ferilsins. Eygló missti af heimsmeistaramótinu á dögunum vegna meiðsla og hún hefur nú greint frá því að meiðslin voru alvarlegri en hún hélt í fyrstu. Eygló sagði frá stöðu mála í uppfærslu um meiðslin hennar. Loksins tilbúin að tala um þetta „Mér finnst ég loksins vera tilbúin að tala um þetta og deila því sem hefur verið í gangi,“ skrifaði Eygló. „Í byrjun ágúst vaknaði ég með verki í mjóbakinu sem ég hélt að myndi bara taka einn eða tvo daga að hverfa og svo færi ég beint aftur á æfingu. Það gekk ekki alveg eins og ég bjóst við og þegar ég var komin í 10 vikur með sama stöðuga verkinn sem batnaði ekkert fór ég í flug til London til að hitta sérfræðing og fá annað álit,“ skrifaði Eygló. Verkjalyf virkuðu ekki „Verkjalyf virkuðu ekki og ég reyndi að lyfta í gegnum sársaukann en áttaði mig fljótt á því að það var ekki skynsamlegt. Ég fékk svörin mín í London en það var ekki það sem ég vildi heyra. Það kom í ljós að ég er með smá brjósklos í L5/S1 liðþófanum og það mun taka mun lengri tíma en ég hélt upphaflega að endurhæfa mig,“ skrifaði Eygló. „Þannig að æfingar munu líta aðeins öðruvísi út næstu mánuði en þið getið bókað það að ég verð í ræktinni á hverjum einasta degi og geri allt sem ég mögulega get til að hjálpa líkamanum að lækna þessi meiðsli,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar samt að vera skynsöm. Það eru enn þrjú ár í Ólympíuleikana í Los Angeles þangað sem hann dreymdi um að komast. Ég er hvergi nærri hætt „Ferillinn minn er það mikilvægasta fyrir mig og ég er hvergi nærri hætt, ég ætla að gera hvað sem þarf til að komast aftur í lyftingar og keppni svo ekki halda í eina sekúndu að ég sé að hætta eða gefast upp,“ skrifaði Eygló. Svona slæmar fréttir eru þó erfiðar andlega fyrir íþróttakonu sem hefur lagt mikið á sig til að komast þangað sem hún var komin. Mjög erfitt að sætta sig við þetta „Það hefur verið mjög erfitt fyrir mig að sætta mig við þetta og satt best að segja hef ég átt mjög erfitt en ég hef besta teymið í kringum mig sem mun hjálpa mér í gegnum þetta,“ skrifaði Eygló. Hún ætlar að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingarferlinu en hún er ekki róleg yfir því sem tekur við. „Tvennt sem ég segi sjálfri mér aftur og aftur er að vöðvaminni er raunverulegt og að þetta er bara tímabundið ástand. Ég er mjög hrædd við komandi mánuði því ég veit að þetta verður mjög erfitt en ég get bara ekki beðið eftir að þetta sé búið og ég tel niður dagana þar til ég lyfti þungu aftur,“ skrifaði Eygló. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM Sjá meira