Mamma hans trúði honum ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 14:30 Nikolas Nartey er óvænt kominn í danska landsliðið og það kom honum líka á óvart. Getty/Sven Hoppe Nikolas Nartey er nýjasti meðlimur danska landsliðsins í fótbolta og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM á laugardaginn. Hinn 25 ára gamli Nartey hefur gengið í gegnum sannkallað meiðslahelvíti undanfarin ár og er rétt nýbyrjaður að spila reglulega aftur. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann var valinn í danska landsliðið í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Þetta kom honum sjálfum líka á óvart. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta var auðvitað ekki eitthvað sem ég hafði búist við. Ég er rétt nýbyrjaður að spila, svo þetta var ánægjulegt símtal,“ sagði Nikolas Nartey við TV2 Sport. Nikolas Terkelsen Nartey, eða Nartey eins og hann heitir fullu nafni, spilar sem miðjumaður hjá þýska félaginu VfB Stuttgart. Hann getur líka leyst stöðu vinstri bakvarðar. Hinn 25 ára gamli leikmaður Stuttgart segir að það fyrsta sem hann hafi gert hafi verið að hringja heim til móður sinnar. „Hún trúði mér ekki í fyrstu. Hún varð bara glöð og var alveg í skýjunum. Hún veit líka hvað ég hef gengið í gegnum með meiðslin. Hún er bara glöð yfir því að nú séu jákvæðir hlutir að gerast,“ sagði Nartey. Nartey hefur spilað með Stuttgart síðan 2019, en vegna fjölda lánsdvala og meiðsla á hann samt ekki marga leiki að baki í Bundesligunni. Á þessu tímabili hefur þó allt verið á réttri leið, þar sem hann hefur fengið spilatíma í átta leikjum í Bundesligunni. Auk þess hefur hann spilað einn leik í Evrópudeildinni og einn leik í bikarkeppninni. Nartey var fljótur að nefna fjölskyldu sína þegar hann er spurður hvernig maður komist í gegnum jafn alvarlega meiðslamartröð og hann hefur lent í. „Maður þarf að eiga góða fjölskyldu sem styður mann alltaf. Og svo þarf maður bara alltaf að halda áfram og leggja hart að sér. Maður má ekki missa trúna. Auðvitað eru slæmir dagar þar sem maður hugsar að allt sé ömurlegt, og það er þá sem fjölskyldan og liðsfélagarnir þurfa að vera til staðar,“ sagði Nartey. En kemur fjölskyldan á Parken? „Já, auðvitað. Allir saman. Ég fæ ekki nógu marga miða. Ég þarf að finna út úr því,“ sagði Nartey. Ef hann leikur ekki sinn fyrsta leik gegn Hvíta-Rússlandi gæti hann komið þremur dögum síðar þegar Danmörk spilar úrslitaleikinn um sæti á HM gegn Skotlandi. View this post on Instagram A post shared by Herrelandsholdet (@herrelandsholdet) HM 2026 í fótbolta Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Nartey hefur gengið í gegnum sannkallað meiðslahelvíti undanfarin ár og er rétt nýbyrjaður að spila reglulega aftur. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann var valinn í danska landsliðið í fyrsta sinn fyrir viku síðan. Þetta kom honum sjálfum líka á óvart. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta var auðvitað ekki eitthvað sem ég hafði búist við. Ég er rétt nýbyrjaður að spila, svo þetta var ánægjulegt símtal,“ sagði Nikolas Nartey við TV2 Sport. Nikolas Terkelsen Nartey, eða Nartey eins og hann heitir fullu nafni, spilar sem miðjumaður hjá þýska félaginu VfB Stuttgart. Hann getur líka leyst stöðu vinstri bakvarðar. Hinn 25 ára gamli leikmaður Stuttgart segir að það fyrsta sem hann hafi gert hafi verið að hringja heim til móður sinnar. „Hún trúði mér ekki í fyrstu. Hún varð bara glöð og var alveg í skýjunum. Hún veit líka hvað ég hef gengið í gegnum með meiðslin. Hún er bara glöð yfir því að nú séu jákvæðir hlutir að gerast,“ sagði Nartey. Nartey hefur spilað með Stuttgart síðan 2019, en vegna fjölda lánsdvala og meiðsla á hann samt ekki marga leiki að baki í Bundesligunni. Á þessu tímabili hefur þó allt verið á réttri leið, þar sem hann hefur fengið spilatíma í átta leikjum í Bundesligunni. Auk þess hefur hann spilað einn leik í Evrópudeildinni og einn leik í bikarkeppninni. Nartey var fljótur að nefna fjölskyldu sína þegar hann er spurður hvernig maður komist í gegnum jafn alvarlega meiðslamartröð og hann hefur lent í. „Maður þarf að eiga góða fjölskyldu sem styður mann alltaf. Og svo þarf maður bara alltaf að halda áfram og leggja hart að sér. Maður má ekki missa trúna. Auðvitað eru slæmir dagar þar sem maður hugsar að allt sé ömurlegt, og það er þá sem fjölskyldan og liðsfélagarnir þurfa að vera til staðar,“ sagði Nartey. En kemur fjölskyldan á Parken? „Já, auðvitað. Allir saman. Ég fæ ekki nógu marga miða. Ég þarf að finna út úr því,“ sagði Nartey. Ef hann leikur ekki sinn fyrsta leik gegn Hvíta-Rússlandi gæti hann komið þremur dögum síðar þegar Danmörk spilar úrslitaleikinn um sæti á HM gegn Skotlandi. View this post on Instagram A post shared by Herrelandsholdet (@herrelandsholdet)
HM 2026 í fótbolta Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira