Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2025 13:52 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana. Þetta kemur fram í minnisblaði, sem Logi Már Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, lagði fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í morgun. Þar segir að stefnan sé liður í vinnu við boðaða fjölmiðlastefnu stjórnvalda. Markmið hennar sé að styðja við íslenska fjölmiðlun og blaðamennsku, sem eigi í vök að verjast í alþjóðlegri samkeppni. Á síðustu árum hafi sífellt meiri fjármunum verið varið í auglýsingakaup hjá erlendum samfélagsmiðlum og leitarvélum og nú sé svo komið að um helmingur alls auglýsingafjár er fluttur úr landi. Þannig hafi liðlega 13 milljarðar króna runnið til erlendra miðla árið 2023. Einhvern hluta þeirrar upphæðar megi rekja til markaðssetningar ferðaþjónustunnar erlendis. Mega birta færslur en ekki greiða fyrir dreifingu „Fyrir vikið renna þessir fjármunir ekki til íslenskra fjölmiðla, sem gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi. Þeir miðla menningu og umræðu, stunda gagnrýna blaðamennsku og stuðla að notkun og sýnileika íslenskrar tungu í alþjóðavæddum heimi. Því er nauðsynlegt að búa fjölmiðlum gott rekstrar- og stuðningsumhverfi svo þeir séu betur í stakk búnir til að mæta þessari alþjóðlegu samkeppni og rækja lýðræðishlutverk sitt.“ Fyrrnefnd stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum taki mið af þessum veruleika íslenskra fjölmiðla. Meðal þess sem fram muni koma í stefnunni sé að ráðuneytið kaupi ekki auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum og sporni þannig gegn því að auglýsingafé renni úr landi. Ráðuneytinu verði áfram heimilt að birta færslur á samfélagsmiðlum en ekki greiða fyrir aukna dreifingu þeirra eða kaupa sérstakar auglýsingar. Þess í stað skuli auglýsingum beint til innlendra fjölmiðla. Þurfa skriflegan rökstuðning og samþykki Sé talið nauðsynlegt að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum, til að mynda til að ná til tiltekins markhóps sem ómögulegt er að nálgast með öðrum leiðum, skuli kaupunum fylgja skriflegur rökstuðningur og skriflegt samþykki forstöðumanns. Þetta sé gert til þess að tryggja rekjanleika og auka gagnsæi við auglýsingakaup ríkisins. „Vonir standa til að stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum verði tilbúin fyrir árslok. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fyrrnefnda fjölmiðlastefnu, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. 10. desember 2024 23:02 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði, sem Logi Már Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, lagði fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í morgun. Þar segir að stefnan sé liður í vinnu við boðaða fjölmiðlastefnu stjórnvalda. Markmið hennar sé að styðja við íslenska fjölmiðlun og blaðamennsku, sem eigi í vök að verjast í alþjóðlegri samkeppni. Á síðustu árum hafi sífellt meiri fjármunum verið varið í auglýsingakaup hjá erlendum samfélagsmiðlum og leitarvélum og nú sé svo komið að um helmingur alls auglýsingafjár er fluttur úr landi. Þannig hafi liðlega 13 milljarðar króna runnið til erlendra miðla árið 2023. Einhvern hluta þeirrar upphæðar megi rekja til markaðssetningar ferðaþjónustunnar erlendis. Mega birta færslur en ekki greiða fyrir dreifingu „Fyrir vikið renna þessir fjármunir ekki til íslenskra fjölmiðla, sem gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi. Þeir miðla menningu og umræðu, stunda gagnrýna blaðamennsku og stuðla að notkun og sýnileika íslenskrar tungu í alþjóðavæddum heimi. Því er nauðsynlegt að búa fjölmiðlum gott rekstrar- og stuðningsumhverfi svo þeir séu betur í stakk búnir til að mæta þessari alþjóðlegu samkeppni og rækja lýðræðishlutverk sitt.“ Fyrrnefnd stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum taki mið af þessum veruleika íslenskra fjölmiðla. Meðal þess sem fram muni koma í stefnunni sé að ráðuneytið kaupi ekki auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum og sporni þannig gegn því að auglýsingafé renni úr landi. Ráðuneytinu verði áfram heimilt að birta færslur á samfélagsmiðlum en ekki greiða fyrir aukna dreifingu þeirra eða kaupa sérstakar auglýsingar. Þess í stað skuli auglýsingum beint til innlendra fjölmiðla. Þurfa skriflegan rökstuðning og samþykki Sé talið nauðsynlegt að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum, til að mynda til að ná til tiltekins markhóps sem ómögulegt er að nálgast með öðrum leiðum, skuli kaupunum fylgja skriflegur rökstuðningur og skriflegt samþykki forstöðumanns. Þetta sé gert til þess að tryggja rekjanleika og auka gagnsæi við auglýsingakaup ríkisins. „Vonir standa til að stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum verði tilbúin fyrir árslok. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fyrrnefnda fjölmiðlastefnu, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. 10. desember 2024 23:02 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. 10. desember 2024 23:02