Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2025 14:56 Meðlimir Húta í Sana í Jemen. EPA/YAHYA ARHAB Leiðtogar Húta í Jemen hafa gefið til kynna að þeir séu hættir árásum á bæði Ísrael og fraktskip á Rauðahafi. Er það vegna óstöðugs vopnahlés á Gasaströndinni, samkvæmt bréfi sem Qassam stórfylkin, hernaðarvængur Hamas, birti nýverið. Bréfið barst frá leiðtogum Húta en þar segir að uppreisnarmennirnir fylgist með stöðu mála á Gasa og muni hefja árásir á nýjan leik ef átök hefjast þar aftur. Undir bréfið skrifar Yusuf Hassan al-Madani, yfirmaður herafla Húta, en leiðtogar Húta hafa að öðru leyti ekki staðfest ætlanir sínar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ísraelar, sem hafa ítrekað svarað árásum Húta, hafa heldur ekki tjáð sig um málið. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október 2023 hafa Hútar gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Hútar hafa gert árásir á rúmlega hundrað fraktskip með eldflaugum og drónum. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Að minnsta kosti níu sjómenn hafa fallið í þessum árásum og fjögur skip hafa sokkið. Hútar hafa haldið því fram að árásirnar hafi eingöngu verið gerðar á skip frá Ísrael eða á skip sem tengjast ríkinu með einhverjum hætti. Það hefur þó sjaldan reynst rétt. Þeir hafa einnig gert ítrekaðar árásir á Ísrael, með drónum og eldflaugum. Sú síðasta var gerð í september, en þá særðust 22 Ísraelar. Í kjölfarið hótaði Israel Katz, varnarmálaráðherra, að svara árásum Húta með sjöföldu afli. Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt. Jemen Ísrael Skipaflutningar Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Felldu talsmann hernaðararms Hamas Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði. 31. ágúst 2025 14:04 Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Björgunaraðgerðir standa yfir í Rauðahafinu eftir að hersveitir Húta í Jemen gerðu handsprengjuárás á fraktskip í gær. Minnst þrír voru drepnir í árásinni og sextán er enn saknað. 9. júlí 2025 18:13 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Bréfið barst frá leiðtogum Húta en þar segir að uppreisnarmennirnir fylgist með stöðu mála á Gasa og muni hefja árásir á nýjan leik ef átök hefjast þar aftur. Undir bréfið skrifar Yusuf Hassan al-Madani, yfirmaður herafla Húta, en leiðtogar Húta hafa að öðru leyti ekki staðfest ætlanir sínar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ísraelar, sem hafa ítrekað svarað árásum Húta, hafa heldur ekki tjáð sig um málið. Frá því hernaður Ísraela gegn Hamas á Gasaströndinni hófst í október 2023 hafa Hútar gert ítrekaðar dróna- og eldflaugaárásir á fraktskip og herskip á Rauðahafi. Hútar hafa gert árásir á rúmlega hundrað fraktskip með eldflaugum og drónum. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Að minnsta kosti níu sjómenn hafa fallið í þessum árásum og fjögur skip hafa sokkið. Hútar hafa haldið því fram að árásirnar hafi eingöngu verið gerðar á skip frá Ísrael eða á skip sem tengjast ríkinu með einhverjum hætti. Það hefur þó sjaldan reynst rétt. Þeir hafa einnig gert ítrekaðar árásir á Ísrael, með drónum og eldflaugum. Sú síðasta var gerð í september, en þá særðust 22 Ísraelar. Í kjölfarið hótaði Israel Katz, varnarmálaráðherra, að svara árásum Húta með sjöföldu afli. Hútar, sem njóta stuðnings frá Íran, hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Átökin hafa leitt til hrikalegs mannúðarástands í Jemen, þar sem fátækt er mikil. Hungursneyð og smitsóttir hafa leikið í íbúa landsins grátt.
Jemen Ísrael Skipaflutningar Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Felldu talsmann hernaðararms Hamas Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði. 31. ágúst 2025 14:04 Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Björgunaraðgerðir standa yfir í Rauðahafinu eftir að hersveitir Húta í Jemen gerðu handsprengjuárás á fraktskip í gær. Minnst þrír voru drepnir í árásinni og sextán er enn saknað. 9. júlí 2025 18:13 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Felldu talsmann hernaðararms Hamas Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði. 31. ágúst 2025 14:04
Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Björgunaraðgerðir standa yfir í Rauðahafinu eftir að hersveitir Húta í Jemen gerðu handsprengjuárás á fraktskip í gær. Minnst þrír voru drepnir í árásinni og sextán er enn saknað. 9. júlí 2025 18:13