Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot Agnar Már Másson skrifar 11. nóvember 2025 17:07 Skrifstofur EFTA eru til húsa í Brussel. EFTA Íslensk stjórnvöld sitja uppi með málskostnaðinn eftir að dómstóll EFTA dæmdi þeim í óhag í tveimur málum í dag. Stjórnvöld viðurkenndu að hafa vanefnt skyldur sínar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu með því að innleiða ekki tilskipanir um urðun úrgangs og plastumbúðir innan frests. Dómstóll EFTA, fríverslunarsamtaka Evrópu, dæmdi í tveimur málum gegn Íslandi í dag. EFTA hafði kært íslensk stjórnvöld fyrir að bregðast skyldum sínum samkvæmt EES-samningnum og tilskipunum Evrópusambandsins. Ísland viðurkenndi brot í báðum málum og mótmælti ekki kröfum ESA. Málin eru snoðlík og varða bæði Evróputilskipanir sem eiga að miða að því að draga úr urðun úrgangs, auka endurvinnslu og bæta úrgangsstjórnun og voru teknar inn í EES-samninginn á siðustu fjórum árum. Í öðru málinu, sem varðar tilskipun um markmið um endurvinnslu og úrgangsstjórnun, hafði ESA, eftirlitsstofnun EFTA, sent stjórnvöldum á Íslandi formlega áminningu í mars 2022 en ekki fengið svar frá íslenskum stjórnvöldum. ESA sendi þá rökstutt álit í maí 2022 með fresti til 31. júlí 2022. Íslensk stjórnvöld tilkynntu svo í júní 2023 að tilskipunin hefði verið innleidd frá byrjun árs 2023 en lykilákvæði voru enn óinnleidd. Í hinu málinu, sem varðar löggjöf, sendi ESA formlega áminningu í ágúst 2022 en fékk ekki svar og sendi þá rökstutt álit í febrúar 2023 og gaf stjórnvöldum frest fram í apríl. Ísland tilkynnti í júní 2023 að tilskipunin hefði verið innleidd frá 1. janúar 2023 en ESA benti þá á að nokkur mikilvæg ákvæði væru enn ekki innleidd. ESA höfðaði þá bæði málin 9. apríl 2025 og Ísland viðurkenndi brot og mótmælti ekki kröfum sóknaraðilans. Þannig sitja stjórnvöld eftir með málskostnaðinn en upphæðin er ekki tilgreind í dómnum. EFTA Evrópusambandið EES-samningurinn Umhverfismál Loftslagsmál Sorphirða Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Dómstóll EFTA, fríverslunarsamtaka Evrópu, dæmdi í tveimur málum gegn Íslandi í dag. EFTA hafði kært íslensk stjórnvöld fyrir að bregðast skyldum sínum samkvæmt EES-samningnum og tilskipunum Evrópusambandsins. Ísland viðurkenndi brot í báðum málum og mótmælti ekki kröfum ESA. Málin eru snoðlík og varða bæði Evróputilskipanir sem eiga að miða að því að draga úr urðun úrgangs, auka endurvinnslu og bæta úrgangsstjórnun og voru teknar inn í EES-samninginn á siðustu fjórum árum. Í öðru málinu, sem varðar tilskipun um markmið um endurvinnslu og úrgangsstjórnun, hafði ESA, eftirlitsstofnun EFTA, sent stjórnvöldum á Íslandi formlega áminningu í mars 2022 en ekki fengið svar frá íslenskum stjórnvöldum. ESA sendi þá rökstutt álit í maí 2022 með fresti til 31. júlí 2022. Íslensk stjórnvöld tilkynntu svo í júní 2023 að tilskipunin hefði verið innleidd frá byrjun árs 2023 en lykilákvæði voru enn óinnleidd. Í hinu málinu, sem varðar löggjöf, sendi ESA formlega áminningu í ágúst 2022 en fékk ekki svar og sendi þá rökstutt álit í febrúar 2023 og gaf stjórnvöldum frest fram í apríl. Ísland tilkynnti í júní 2023 að tilskipunin hefði verið innleidd frá 1. janúar 2023 en ESA benti þá á að nokkur mikilvæg ákvæði væru enn ekki innleidd. ESA höfðaði þá bæði málin 9. apríl 2025 og Ísland viðurkenndi brot og mótmælti ekki kröfum sóknaraðilans. Þannig sitja stjórnvöld eftir með málskostnaðinn en upphæðin er ekki tilgreind í dómnum.
EFTA Evrópusambandið EES-samningurinn Umhverfismál Loftslagsmál Sorphirða Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira