Lífið

Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smára­lind

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Nýtt veitingasvæði opnar í Smáralind í lok nóvember með þréttán veitingastöðum.
Nýtt veitingasvæði opnar í Smáralind í lok nóvember með þréttán veitingastöðum.

Það er allt á fullu í Smáralind þessa dagana þar sem unnið er að nýju og glæsilegu veitingasvæði með þrettán veitingastöðum. Svæðið opnar í lok nóvember og rís þar sem Vetrargarðurinn var áður. 

Í tilkynningu segir að hjarta nýja veitingasvæðisins verði í nýrri viðbyggingu við Smáralindina, eins konar garðskála þar sem gestir geta setið undir stjörnubjörtum himni eða notið sólarinnar á björtum dögum. 

Hugmyndin sé að skapa hlýlegt og fallegt umhverfi þar sem fólk getur komið saman, borðað og átt notalega stund.

Svæðið er hannað af Basalt Arkitektum og hefur mikið verið lagt upp úr öllum smáatriðum. Hönnunin svipar til þess sem gert var í Hafnartorgi Gallery, en sömu arkitektar standa að báðum stöðum.

Hér að neðan má sjá myndir af svæðinu eins og það lítur út í dag og hvernig lokaútkomuna má vænta þegar framkvæmdum lýkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.