Sport

Dag­skráin í dag: Mikil­vægur lands­leikur Ís­lands

Aron Guðmundsson skrifar
Í dag er á dagskrá mikilvægur landsleikur Íslands í undankeppni HM
Í dag er á dagskrá mikilvægur landsleikur Íslands í undankeppni HM vísir/Anton

Það er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í dag. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar mikilvægan leik í undankeppni HM og þá er nóg um að vera í Bónus deildinni í körfubolta.

Segja má að augu flestra verði á leik Aserbaísjan og Íslands í undankeppni HM í fótbolta sem verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport og hefst klukkan fimm. Upphitun hefst hálftíma fyrir upphaf leiks og þá er hann gerður upp með sérfræðingum að leik loknum.  

Undir 21 árs landslið Íslands á einnig leik í dag í undankeppni EM gegn Lúxemborg ytra. Sá leikur hefst klukkan hálf sjö og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport 2. 

Þá eru fleiri landsleikir á dagskrá á Sýn Sport Viaplay. Klukkan fimm verður sýnt frá leik Noregs og Eistlands í undankeppni HM þar sem að Norðmenn geta tryggt sér HM sæti. Og klukkan korter í átta hefst svo leikur Frakklands og Úkraínu en liðin leika í sama riðli og Ísland í undankeppni HM. 

Bónus deild karla heldur áfram að rúlla og er fylgst með öllum leikjum kvöldsins samtímis í Skiptiborðinu á Sýn Sport Ísland sem hefst klukkan 19:25. 

Vilji fólk horfa á einhvern ákveðinn leik þá er hægt að finna út hvar hér fyrir neðan: 

  • KR - Njarðvík (19:20 á Sýn Sport Ísland 2
  • Stjarnan - Ármann (19:20 á Sýn Sport Ísland 3
  • Keflavík - ÍA (19:20 á Sýn Sport Ísland 4
  • ÍR - Grindavík (19:20 á Sýn Sport Ísland 5)

Að þessum leikjum loknum taka Tilþrifin við á Sýn Sport Ísland þar sem rýnt verður í leiki kvöldsins í Bónus deildinni með sérfræðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×