Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar 13. nóvember 2025 11:31 Nýverið ritaði forstjóri Sýnar grein sem bar yfirskriftina „Vegið að heilbrigðri samkeppni”. Inntak greinarinnar er það að með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 8/2025 frá 5. nóvember sl. um að fallast á beiðni Símans um flutningsrétt á línulegum sjónvarpsstöðvum Sýnar hafi Fjarskiptastofa tekið ákvörðun sem sé “alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma.” Í annarri umfjöllun Sýnar um málið og stöðu rekstrar félagsins má draga þá ályktun að ætlun Sýnar með kaupum á réttinum að Enska boltanum hafi verið að fjölga áskriftum félagsins í fjarskiptum. Ummæli forstjórans eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir og vekja upp spurningar. Verður þar að nefna að Sýn átti um margra ára skeið í ágreiningi við Símann um aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans og byggði helst á því að með því að heimila ekki Sýn aðgang að efninu til dreifingar væri brotið gegn fjölmiðlalögum og samkeppnislögum. Ekki er ástæða til að rekja þær lagaflækjur í smáatriðum en fyrir liggur að fallist var á sjónarmið Sýnar að talsverðu leyti í þeim ágreiningi. Bjuggu þar m.a. að baki sjónarmið um að lóðrétt samþætting fjarskipta- og fjölmiðlaþjónustu væri til þess fallin að raska samkeppni. Hitt er þó merkilegra að Sýn hefur haft stór orð um tilvitnaða ákvörðun Fjarskiptastofu um að heimila Símanum dreifingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar um dreifikerfi sitt. Ástæðan fyrir því er sú að í 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga sem samþykkt voru á árinu 2011 er með skýrum og ótvíræðum hætti mælt fyrir um að ”Fjölmiðlaveitu er skylt að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um að fjarskiptafyrirtæki fái að flytja sjónvarpsútsendingar á stafrænu fjarskiptaneti sínu ... ”. Sögulegan bakgrunn ákvæðisins er að rekja til vinnu nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla frá apríl 2005. Var ein af megintillögum nefndarinnar í því skyni að vinna gegn skaðlegri lóðréttri samþættingu milli fjölmiðlafyrirtækja og fjarskiptafyrirtækja að lögfesta ákvæði um flutningsrétt, þ.e. skyldu fjölmiðlafyrirtækja til að veita fjarskiptafyrirtækjum aðgang að sjónvarpsútsendingum, sbr. áðurnefnda 1. mgr. 45. gr., og hins vegar að ákvæði um flutningsskyldu, þ.e. skyldu fjarskiptafyrirtækja sem ráða yfir sjónvarpsdreifikerfi til að flytja sjónvarpsútsendingar yfir þau kerfi. Engin vafi leikur á því að útsendingar frá Enska boltanum og annað efni í línulegri dagskrá Sýnar telst sjónvarpsútsending í skilningi fjölmiðlalaga. Því er torskilið að það komi forsvarsmönnum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt það lagaákvæði sem um er deilt í málinu í samræmi við orðanna hljóðan og haldið skyldu um að heimila öðrum fjarskiptafyrirtækjum að dreifa sjónvarpsútsendingum yfir sjónvarpsdreifikerfi sín að félaginu. Ummæli um að niðurstaðan sé alvarleg fyrir heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma nær ekki landi þegar horft er til þess að markmið með setningu framangreindra lagaákvæða var fyrst og fremst að verja samkeppni svo fyrirtæki sem ráða yfir fjölmiðlum og fjarskiptum næðu ekki að raska samkeppni með því að komast yfir eftirsóknarvert efni og hleypa öðrum ekki að því. Það má velta því upp hvort slík lagasetning sé skynsamleg, eðlileg og sanngjörn en vart getur það verið að stjórnendur Sýnar hafi talið að hin ótvíræða lagaskylda næði ekki til félagsins. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið ritaði forstjóri Sýnar grein sem bar yfirskriftina „Vegið að heilbrigðri samkeppni”. Inntak greinarinnar er það að með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 8/2025 frá 5. nóvember sl. um að fallast á beiðni Símans um flutningsrétt á línulegum sjónvarpsstöðvum Sýnar hafi Fjarskiptastofa tekið ákvörðun sem sé “alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma.” Í annarri umfjöllun Sýnar um málið og stöðu rekstrar félagsins má draga þá ályktun að ætlun Sýnar með kaupum á réttinum að Enska boltanum hafi verið að fjölga áskriftum félagsins í fjarskiptum. Ummæli forstjórans eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir og vekja upp spurningar. Verður þar að nefna að Sýn átti um margra ára skeið í ágreiningi við Símann um aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans og byggði helst á því að með því að heimila ekki Sýn aðgang að efninu til dreifingar væri brotið gegn fjölmiðlalögum og samkeppnislögum. Ekki er ástæða til að rekja þær lagaflækjur í smáatriðum en fyrir liggur að fallist var á sjónarmið Sýnar að talsverðu leyti í þeim ágreiningi. Bjuggu þar m.a. að baki sjónarmið um að lóðrétt samþætting fjarskipta- og fjölmiðlaþjónustu væri til þess fallin að raska samkeppni. Hitt er þó merkilegra að Sýn hefur haft stór orð um tilvitnaða ákvörðun Fjarskiptastofu um að heimila Símanum dreifingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar um dreifikerfi sitt. Ástæðan fyrir því er sú að í 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga sem samþykkt voru á árinu 2011 er með skýrum og ótvíræðum hætti mælt fyrir um að ”Fjölmiðlaveitu er skylt að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um að fjarskiptafyrirtæki fái að flytja sjónvarpsútsendingar á stafrænu fjarskiptaneti sínu ... ”. Sögulegan bakgrunn ákvæðisins er að rekja til vinnu nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla frá apríl 2005. Var ein af megintillögum nefndarinnar í því skyni að vinna gegn skaðlegri lóðréttri samþættingu milli fjölmiðlafyrirtækja og fjarskiptafyrirtækja að lögfesta ákvæði um flutningsrétt, þ.e. skyldu fjölmiðlafyrirtækja til að veita fjarskiptafyrirtækjum aðgang að sjónvarpsútsendingum, sbr. áðurnefnda 1. mgr. 45. gr., og hins vegar að ákvæði um flutningsskyldu, þ.e. skyldu fjarskiptafyrirtækja sem ráða yfir sjónvarpsdreifikerfi til að flytja sjónvarpsútsendingar yfir þau kerfi. Engin vafi leikur á því að útsendingar frá Enska boltanum og annað efni í línulegri dagskrá Sýnar telst sjónvarpsútsending í skilningi fjölmiðlalaga. Því er torskilið að það komi forsvarsmönnum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt það lagaákvæði sem um er deilt í málinu í samræmi við orðanna hljóðan og haldið skyldu um að heimila öðrum fjarskiptafyrirtækjum að dreifa sjónvarpsútsendingum yfir sjónvarpsdreifikerfi sín að félaginu. Ummæli um að niðurstaðan sé alvarleg fyrir heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma nær ekki landi þegar horft er til þess að markmið með setningu framangreindra lagaákvæða var fyrst og fremst að verja samkeppni svo fyrirtæki sem ráða yfir fjölmiðlum og fjarskiptum næðu ekki að raska samkeppni með því að komast yfir eftirsóknarvert efni og hleypa öðrum ekki að því. Það má velta því upp hvort slík lagasetning sé skynsamleg, eðlileg og sanngjörn en vart getur það verið að stjórnendur Sýnar hafi talið að hin ótvíræða lagaskylda næði ekki til félagsins. Höfundur er lögmaður.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun