Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Smári Jökull Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 21:01 Matthías Alfreðsson er skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Vísir/Bjarni Moskítóflugur fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en þetta er önnur tegund en sú sem fannst í Kjós í síðasta mánuði. Skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun telur líklegt að þetta sé tegund sem nærist aðallega á fuglum og geti leitað skjóls yfir veturinn og farið af stað þegar hlýna tekur. Moskítóflugurnar fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en í október fundust flugur af annarri tegund í Kjós. „Við fáum senda mynd af grunsamlegri flugu þaðan og förum á staðinn. Um leið og við opnum hesthúsið þá kemur ský á móti okkur,“ sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun. Klippa: Moskítóflugur í Ölfusi „Ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús“ Matthías segist hafa safnað um þrjúhundruð flugum á staðnum og drepið nokkra tugi til viðbótar. Hann ætlar að heimsækja fleiri bæi á svæðinu til að kanna hvort þær hafi dreift sér enn frekar. Hann ætlar að reyna að útrýma flugunum á staðnum. „Það er erfitt en ég held að við verðum að reyna það og sömuleiðis kanna hvort þetta sé á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Við ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús á svæðinu.“ Á þessari mynd er hægt að sjá stærðir flugnanna samanborið við hrísgrjón.Vísir/Heiðar Tegundin sem fannst í Ölfusi er töluvert minni en sú sem fannst í Kjós en báðar eru þær stærri en lúsmýið sem við Íslendingar þekkjum orðið vel. Eftir á að staðfesta af hvaða tegund flugurnar eru sem fundust í vikunni þó líklega séu þær af tegundinni Culux Pipiens. „Hún lifir aðallega á fuglum og er aðallega að drekka blóð úr fuglum. Það er til önnur undirtegund sem heitir Culux pipiens molestus og hún er grimmari, bítur fólk meira. Í þessu hesthúsi reyndum við að láta hana bíta okkur og hún vildi ekkert okkar blóð þannig að mig grunar að þetta sé þessi sem er að nærast á fuglum.“ Í dvala að vetri til en fara af stað á vorin Matthías segist telja líklegt að moskítóflugur hafi borist hingað með vörum í innflutningi. Hann segir oft hafa verið talað um að moskítóflugur geti ekki borist hingað til lands með vindum þar sem þær fljúgi ekki hátt upp. „Þessar tegundir eru að sjúga blóð úr fuglum þannig að þær fara alveg hátt og ég sé ekki af hverju þær ættu ekki að geta borist með vindinum eins og önnur smádýr.“ Báðar tegundirnar sem fundist hafa hér á landi eru á fullorðnisstigi að vetri til, í hálfgerðum dvala og leita skjóls. „Svo fara þær af stað þegar fer að vora og leita sér af blóðmáltíð og undirbúa næstu kynslóð.“ Ekki þekktar fyrir að bera sjúkdóma í mannfólk Tegundin er þekkt fyrir að valda sjúkdómum í fuglum en ekki í mannfólki. Matthías segir þær ekki eins slæmar og lúsmýið og hvetur fólk til að senda myndir telji sig það sjá moskítóflugu. „Við hefðum aldrei fundið þessar flugur ef viðkomandi hefði ekki sent mynd. Við erum búin að fá fullt af myndum og pósthólfið mitt er fullt, en ég vil frekar fá meira en minna.“ Skordýr Moskítóflugur Ölfus Tengdar fréttir Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Moskítóflugurnar fundust á sveitabæ í Ölfusi á þriðjudag en í október fundust flugur af annarri tegund í Kjós. „Við fáum senda mynd af grunsamlegri flugu þaðan og förum á staðinn. Um leið og við opnum hesthúsið þá kemur ský á móti okkur,“ sagði Matthías Alfreðsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun. Klippa: Moskítóflugur í Ölfusi „Ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús“ Matthías segist hafa safnað um þrjúhundruð flugum á staðnum og drepið nokkra tugi til viðbótar. Hann ætlar að heimsækja fleiri bæi á svæðinu til að kanna hvort þær hafi dreift sér enn frekar. Hann ætlar að reyna að útrýma flugunum á staðnum. „Það er erfitt en ég held að við verðum að reyna það og sömuleiðis kanna hvort þetta sé á fleiri stöðum þarna í nágrenninu. Við ætlum að fara í það á morgun að banka upp á og fá að kíkja í gripahús á svæðinu.“ Á þessari mynd er hægt að sjá stærðir flugnanna samanborið við hrísgrjón.Vísir/Heiðar Tegundin sem fannst í Ölfusi er töluvert minni en sú sem fannst í Kjós en báðar eru þær stærri en lúsmýið sem við Íslendingar þekkjum orðið vel. Eftir á að staðfesta af hvaða tegund flugurnar eru sem fundust í vikunni þó líklega séu þær af tegundinni Culux Pipiens. „Hún lifir aðallega á fuglum og er aðallega að drekka blóð úr fuglum. Það er til önnur undirtegund sem heitir Culux pipiens molestus og hún er grimmari, bítur fólk meira. Í þessu hesthúsi reyndum við að láta hana bíta okkur og hún vildi ekkert okkar blóð þannig að mig grunar að þetta sé þessi sem er að nærast á fuglum.“ Í dvala að vetri til en fara af stað á vorin Matthías segist telja líklegt að moskítóflugur hafi borist hingað með vörum í innflutningi. Hann segir oft hafa verið talað um að moskítóflugur geti ekki borist hingað til lands með vindum þar sem þær fljúgi ekki hátt upp. „Þessar tegundir eru að sjúga blóð úr fuglum þannig að þær fara alveg hátt og ég sé ekki af hverju þær ættu ekki að geta borist með vindinum eins og önnur smádýr.“ Báðar tegundirnar sem fundist hafa hér á landi eru á fullorðnisstigi að vetri til, í hálfgerðum dvala og leita skjóls. „Svo fara þær af stað þegar fer að vora og leita sér af blóðmáltíð og undirbúa næstu kynslóð.“ Ekki þekktar fyrir að bera sjúkdóma í mannfólk Tegundin er þekkt fyrir að valda sjúkdómum í fuglum en ekki í mannfólki. Matthías segir þær ekki eins slæmar og lúsmýið og hvetur fólk til að senda myndir telji sig það sjá moskítóflugu. „Við hefðum aldrei fundið þessar flugur ef viðkomandi hefði ekki sent mynd. Við erum búin að fá fullt af myndum og pósthólfið mitt er fullt, en ég vil frekar fá meira en minna.“
Skordýr Moskítóflugur Ölfus Tengdar fréttir Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Moskító mætt á Suðurland Moskítóflugur hafa fundist í hesthúsi á Suðurlandi. Frá þessu greinir Björn Hjaltason sem var fyrsti maðurinn til að finna moskítóflugur hér á landi í Kjós í Hvalfirði. 13. nóvember 2025 09:16