Veður

Skýjað og út­komulítið vestan­til og þurrt fyrir austan

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu núll til fimm stig.
Hiti verður á bilinu núll til fimm stig. Vísir/Anton Brink

Veðurstofan spáir suðvestlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en aðeins meiri vindur norðantil eftir hádegi.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði skýjað að mestu og úrkomulítið á vestanverðu landinu og hiti á bilinu núll til fimm stig. Þurrt og bjart austantil með vægu frosti.

„Minnkandi vestlæg átt á morgun, 3-10 m/s seinnipartinn. Bjart með köflum og lengst af þurrt. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Minnkandi vestanátt, 3-10 m/s seinnipartinn. Skýjað að mestu og þurrt að kalla, en bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum. Hiti 0 til 5 stig, en kólnar um kvöldið.

Á sunnudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað sunnan- og vestanlands og sums staðar dálítil slydda eða snjókoma, en rigning við ströndina. Hiti um eða yfir frostmarki. Bjartviðri á Norður- og Austurlandi og frost 1 til 8 stig.

Á mánudag: Austan og norðaustan 5-10. Skýjað með köflum og stöku él um landið norðanvert. Snjókoma eða slydda suðaustantil, en dálítil él suðvestanlands framan af degi. Frostlaust við suðurströndina, annars frost 0 til 7 stig.

Á þriðjudag: Norðlæg átt og stöku él við norður- og austurströndina, en yfirleitt bjart í öðrum landshlutum. Frost 2 til 12 stig.

Á miðvikudag: Breytileg átt og léttir til norðaustanlands, en þykknar upp á vestanverðu landinu. Frost 2 til 12 stig. Vaxandi suðaustanátt með snjókomu eða rigningu og hlýnandi veðri suðvestanlands um kvöldið.

Á fimmtudag: Útlit fyrir suðlæga átt. Víða rigning eða snjókoma og hiti nálægt frostmarki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×