Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2025 08:30 Dómarar í málinu mátu skýringar Ion Imanol Franco Costa bæði ósennilegar og ótrúverðugar. Vísir/Viktor Freyr Landsréttur hefur staðfest tveggja ára fangelsisdóm yfir Ion Imanol Franco Costa, rúmlega þrítugum manni, fyrir að hafa nauðgað ungri konu um nótt eftir jólateiti á hóteli á Austurlandi um miðjan desember 2023. Landsréttur kvað upp sinn dóm í gær og staðfesti þar dóm Héraðsdóms Austurlands frá í október á síðasta ári. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft við konuna önnur kynferðismök, samræði án hennar samþykkis og beitt hana ólögmætri nauðung og notfæra sér ölvunarástand hennar með því að stinga fingri í leggöng og sleikja kynfæri hennar. Í ákærunni segir að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Þá hafi maðurinn haft sáðlát í rúminu þar sem konan svaf en nánar má lesa um framburð sakbornings og konunnar í frétt Vísis um dóm Héraðsdóms Austurlands. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í tengslum við jólateiti vinnustaðar sem fór fram á hóteli á Austurlandi. Konan sem varði fyrir brotinu var boðsgestur vinkonu sinnar sem var starfsmaður vinnustaðarins, en vinkonurnar höfðu hótelherbergi til umráða vegna teitisins. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að sæði mannsins hafi greinst í átta blettum í laki í rúminu þar sem konan svaf. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann og konan hafi viðhaft kynferðislegar athafnir í herberginu þar sem hún svaf, en konan neitaði því að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað milli þeirra. Dómurinn mat skýringar mannsins á því hvernig sæði hans hafi greinst í lakinu bæði ósennilegar og ótrúverðugar og var dómur héraðsdóms staðfestur. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk áfrýjunarkostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Landsréttur kvað upp sinn dóm í gær og staðfesti þar dóm Héraðsdóms Austurlands frá í október á síðasta ári. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft við konuna önnur kynferðismök, samræði án hennar samþykkis og beitt hana ólögmætri nauðung og notfæra sér ölvunarástand hennar með því að stinga fingri í leggöng og sleikja kynfæri hennar. Í ákærunni segir að konan hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Þá hafi maðurinn haft sáðlát í rúminu þar sem konan svaf en nánar má lesa um framburð sakbornings og konunnar í frétt Vísis um dóm Héraðsdóms Austurlands. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í tengslum við jólateiti vinnustaðar sem fór fram á hóteli á Austurlandi. Konan sem varði fyrir brotinu var boðsgestur vinkonu sinnar sem var starfsmaður vinnustaðarins, en vinkonurnar höfðu hótelherbergi til umráða vegna teitisins. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að sæði mannsins hafi greinst í átta blettum í laki í rúminu þar sem konan svaf. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann og konan hafi viðhaft kynferðislegar athafnir í herberginu þar sem hún svaf, en konan neitaði því að nokkuð kynferðislegt hefði átt sér stað milli þeirra. Dómurinn mat skýringar mannsins á því hvernig sæði hans hafi greinst í lakinu bæði ósennilegar og ótrúverðugar og var dómur héraðsdóms staðfestur. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk áfrýjunarkostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira