Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2025 12:36 Hinn nýfallni viti var reistur árið 1970. Hann er nú fallinn í sjó fram. Vegagerðin Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, er fallinn í sjó fram. Í byrjun júní höfðu sjófarendur á svæðinu samband við Vaktstöð siglinga og greindu frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að í kjölfarið ábendinganna hafi vitinn verið skoðaður og skorið úr um að aðeins tímaspursmál væri þar til hann hryndi. Lítið vær hægt að gera til að koma í veg fyrir það. Atli Örn Sævarsson „Starfsmaður Vegagerðarinnar var á ferð í Grímseyjarferjunni í vikunni en siglingaleiðin liggur nærri Gjögurtá. Hvorki hann né skipstjóri ferjunnar komu auga á Gjögurtáarvita og töldu þá líklegt að hann væri fallinn. Vaktstöð siglinga staðfesti síðan fall vitans eftir yfirflug TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslu Íslands. Áttu myndir eða myndbönd af vitanum við Gjögurtá. Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Vegagerðin hefur lengi fylgst með ástandi vitans þar sem grafið hefur undan honum síðustu ár vegna ágangs sjávar auk þess sem jarðskjálftavirkni hefur fjölgað skriðum úr hlíðinni. Jarðfræðilegt mat á svæðinu hefur sýnt að hlíðin sem vitinn stóð í er afar óstöðug og því ekki talið forsvaranlegt að endurbyggja vitann að svo komnu máli, á sama stað. Það verður endurmetið þegar fram líða stundir. Myndir teknar úr Grímseyjarferju í vikunni. Rauði hringurinn sýnir hvar vitinn stóð áður.Vegagerðin Vegagerðin undirbýr nú uppsetningu á fljótandi öryggismerki utan við ströndina við Gjögurtá. Þetta öryggismerki tekur við hlutverki vitans og mun veita sjófarendum sömu siglingalegu upplýsingar og Gjögurtáarviti gerði. Með því helst samfella í leiðarmerkjum á strandsiglingaleiðinni þegar siglt er norðan megin frá Flatey á Skjálfanda og inn eða út úr Eyjafirði. Um vitann á Gjögurtá Fyrsti viti á Gjögurtá var reistur árið 1965, en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Hinn nýfallni viti var reistur árið 1970 í framhaldinu. Hann stóð í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga. Ljósahús hans var 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stóð á steyptum sívölum grunni,“ segir í tilkynningunni. Grýtubakkahreppur Vitar Tengdar fréttir Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. 27. júní 2025 08:47 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að í kjölfarið ábendinganna hafi vitinn verið skoðaður og skorið úr um að aðeins tímaspursmál væri þar til hann hryndi. Lítið vær hægt að gera til að koma í veg fyrir það. Atli Örn Sævarsson „Starfsmaður Vegagerðarinnar var á ferð í Grímseyjarferjunni í vikunni en siglingaleiðin liggur nærri Gjögurtá. Hvorki hann né skipstjóri ferjunnar komu auga á Gjögurtáarvita og töldu þá líklegt að hann væri fallinn. Vaktstöð siglinga staðfesti síðan fall vitans eftir yfirflug TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslu Íslands. Áttu myndir eða myndbönd af vitanum við Gjögurtá. Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is. Vegagerðin hefur lengi fylgst með ástandi vitans þar sem grafið hefur undan honum síðustu ár vegna ágangs sjávar auk þess sem jarðskjálftavirkni hefur fjölgað skriðum úr hlíðinni. Jarðfræðilegt mat á svæðinu hefur sýnt að hlíðin sem vitinn stóð í er afar óstöðug og því ekki talið forsvaranlegt að endurbyggja vitann að svo komnu máli, á sama stað. Það verður endurmetið þegar fram líða stundir. Myndir teknar úr Grímseyjarferju í vikunni. Rauði hringurinn sýnir hvar vitinn stóð áður.Vegagerðin Vegagerðin undirbýr nú uppsetningu á fljótandi öryggismerki utan við ströndina við Gjögurtá. Þetta öryggismerki tekur við hlutverki vitans og mun veita sjófarendum sömu siglingalegu upplýsingar og Gjögurtáarviti gerði. Með því helst samfella í leiðarmerkjum á strandsiglingaleiðinni þegar siglt er norðan megin frá Flatey á Skjálfanda og inn eða út úr Eyjafirði. Um vitann á Gjögurtá Fyrsti viti á Gjögurtá var reistur árið 1965, en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Hinn nýfallni viti var reistur árið 1970 í framhaldinu. Hann stóð í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga. Ljósahús hans var 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stóð á steyptum sívölum grunni,“ segir í tilkynningunni.
Áttu myndir eða myndbönd af vitanum við Gjögurtá. Endilega sendu okkur myndefni á ritstjorn@visir.is.
Grýtubakkahreppur Vitar Tengdar fréttir Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. 27. júní 2025 08:47 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. 27. júní 2025 08:47
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent