Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Sindri Sverrisson skrifar 15. nóvember 2025 09:34 Heimir Hallgrímsson sýndi snilli sína á fimmtudaginn þegar Írar unnu magnaðan sigur gegn Portúgölum. Getty/Stephen McCarthy Írska knattspyrnusambandið ætti að verðlauna Heimi Hallgrímsson með nýjum samningi því Íslendingurinn hefur staðið sig stórkostlega, segir írski sparkspekingurinn Pat Dolan í pistli í Irish Mirror. Líkt og fleiri hafa gert þá lofar Dolan Heimi í hástert í pistli sínum, eftir magnaða frammistöðu Írlands í 2-0 sigrinum á stjörnum prýddu liði Portúgals á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að viðhorfið til Heimis hafi breyst hratt í haust, frá 2-1 tapinu gegn Armeníu í september, og Dolan segir að írska knattspyrnusambandið ætti raunar nú þegar að vera búið að bjóða honum nýjan samning. Nýr samningur hefði fært liðinu orku í Búdapest Núgildandi samningur Heimis, sem samkvæmt Dolan færir honum um það bil 7,3 milljónir króna í mánaðarlaun, rennur út ef Írar ná ekki að vinna Ungverja á morgun í lokaumferð undankeppni HM. Með sigri komast Írar í umspilið í mars sem Íslendingar eru einnig að reyna að komast í, og þá myndi samningur Heimis framlengjast fram yfir umspilið. „Í gær, þegar liðið var á leið upp í flugvél til Búdapest, hefði átt að fagna honum [Heimi] með nýjum samningi – það hefði verið orkusprauta fyrir hópinn. Í staðinn heldur óstjórnin áfram. Ef Írlandi tekst einhvern veginn að komast áfram verður okkur sagt að það hafi aldrei verið vafi um nýjan samning. En það var þannig. Og það er ósanngjarnt,“ skrifaði Dolan. Hann segir Heimi sérstaklega vinsælan hjá leikmönnum írska liðsins. „Talaðu við leikmennina og þeir munu segja þér hversu nákvæmlega hann undirbýr liðið. Sumir landsliðsþjálfarar kvarta yfir takmörkuðum tíma í landsliðsgluggum; Heimir nýtir hverja mínútu og setur saman skýrar, skynsamlegar áætlanir sem byggja á vinnusemi, skipulagi, samheldni og liðsvinnu. Kannski ekki yfirgengilegt, en grunnurinn að hverju farsælu liði,“ skrifaði Dolan og bætti við um leikinn á fimmtudaginn: Fórna sér því þeir elska Heimi „Hver einasti leikmaður Írlands fórnaði lífi og limum, ekki bara vegna þess að þeir elska landið sitt heldur líka stjórann.“ Enginn hafi haft trú á að Írland myndi vinna Portúgal, og hvað þá gera lítið úr Portúgölunum: „Portúgal er í fimmta sæti heimslistans. Heimir skilaði sínu. Hann var snjallari en Roberto Martinez, þjálfari Portúgals, á alla taktíska vegu. Martinez fær 4 milljónir evra á ári fyrir að stýra stórstjörnum. Heimir fær 600.000 evrur fyrir að stýra liði sem var í henglum fyrir 16 mánuðum,“ skrifaði Dolan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Sjá meira
Líkt og fleiri hafa gert þá lofar Dolan Heimi í hástert í pistli sínum, eftir magnaða frammistöðu Írlands í 2-0 sigrinum á stjörnum prýddu liði Portúgals á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að viðhorfið til Heimis hafi breyst hratt í haust, frá 2-1 tapinu gegn Armeníu í september, og Dolan segir að írska knattspyrnusambandið ætti raunar nú þegar að vera búið að bjóða honum nýjan samning. Nýr samningur hefði fært liðinu orku í Búdapest Núgildandi samningur Heimis, sem samkvæmt Dolan færir honum um það bil 7,3 milljónir króna í mánaðarlaun, rennur út ef Írar ná ekki að vinna Ungverja á morgun í lokaumferð undankeppni HM. Með sigri komast Írar í umspilið í mars sem Íslendingar eru einnig að reyna að komast í, og þá myndi samningur Heimis framlengjast fram yfir umspilið. „Í gær, þegar liðið var á leið upp í flugvél til Búdapest, hefði átt að fagna honum [Heimi] með nýjum samningi – það hefði verið orkusprauta fyrir hópinn. Í staðinn heldur óstjórnin áfram. Ef Írlandi tekst einhvern veginn að komast áfram verður okkur sagt að það hafi aldrei verið vafi um nýjan samning. En það var þannig. Og það er ósanngjarnt,“ skrifaði Dolan. Hann segir Heimi sérstaklega vinsælan hjá leikmönnum írska liðsins. „Talaðu við leikmennina og þeir munu segja þér hversu nákvæmlega hann undirbýr liðið. Sumir landsliðsþjálfarar kvarta yfir takmörkuðum tíma í landsliðsgluggum; Heimir nýtir hverja mínútu og setur saman skýrar, skynsamlegar áætlanir sem byggja á vinnusemi, skipulagi, samheldni og liðsvinnu. Kannski ekki yfirgengilegt, en grunnurinn að hverju farsælu liði,“ skrifaði Dolan og bætti við um leikinn á fimmtudaginn: Fórna sér því þeir elska Heimi „Hver einasti leikmaður Írlands fórnaði lífi og limum, ekki bara vegna þess að þeir elska landið sitt heldur líka stjórann.“ Enginn hafi haft trú á að Írland myndi vinna Portúgal, og hvað þá gera lítið úr Portúgölunum: „Portúgal er í fimmta sæti heimslistans. Heimir skilaði sínu. Hann var snjallari en Roberto Martinez, þjálfari Portúgals, á alla taktíska vegu. Martinez fær 4 milljónir evra á ári fyrir að stýra stórstjörnum. Heimir fær 600.000 evrur fyrir að stýra liði sem var í henglum fyrir 16 mánuðum,“ skrifaði Dolan.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Sjá meira