Skrautlegur ferðadagur Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2025 12:15 Strákarnir okkar fögnuðu vel í Bakú en nú fer að koma að síðari úrslitaleik þessa glugga, við Úkraínu. Getty/Aziz Karimov Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Varsjá Ferðalagið gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig fyrir utan stöku ókyrrð. Landsliðsmennirnir ýmist slökuðu á með heyrnatól eða gripu í spilastokk í leigufluginu. Flugið frá Bakú var í lengri kantinum, enda þurfti að taka sveig til að fara ekki í gegnum úkraínska lofthelgi, sem þykir heldur skynsamlegt sökum stríðsástandsins. Þegar til Varsjár var komið lenti Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, í hremmingum og voru kollegar hans í fjölmiðlahópnum farnir að hafa áhyggjur þegar hann hafði ekki enn skilað sér að endurheimta tösku sína um hálftíma eftir að aðrir höfðu flogið í gegnum vegabréfsskoðun. Líkt og hann greinir sjálfur frá á Fótbolti.net var hann tekinn fastur vegna myndatöku á svæði þar sem slík er stranglega bönnuð og þurfti að greiða fyrir það sekt eftir heljarinnar yfirheyrslu. Vatnsleysi tók við fjölmiðlateymi Sýnar á hóteli þess hér í borg og langþráð sturta eftir átta klukkustunda ferðalag þurfti að bíða til morguns. Við vonumst til að fall sé fararheill en strákarnir í landsliðinu þurftu ekki að glíma við nein þessara vandræða og ættu að vera klárir í slaginn. Eggert Aron Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri U21 landsliðsins á fimmtudaginn var og var verðlaunaður með A-landsliðssæti. Hann kemur inn í hópinn í stað Mikaels Neville Anderson sem er meiddur. Eggert lenti heldur fyrr en landsliðið og tók á móti mönnum á flugvellinum. Fékk vænt knús frá félögum sínum og hélt með hópnum á hótel landsliðsins. Áhugavert verður að sjá hvernig menn mæta stemmdir til leiks á morgun þar sem allt er undir. Einhverjir vildu sjá landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson, gera skiptingar fyrr og gefa til að mynda hlaupagörpunum af Skaganum, Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Hákon Arnari Haraldssyni, smá hvíld á lokamínútunum í Bakú. Hákon spilaði allan leikinn og Ísak var skipt af velli í uppbótartíma. Daníel Leó Grétarsson virtist þá kvarta undan eymslum í kálfa í upphitun þar austurfrá. Hörður Björgvin Magnússon hitaði upp með byrjunarliðinu ef Daníel skildi ekki treysta sér til þátttöku en vonast er til að hann sé klár í slaginn fyrst honum tókst að spila allar 90 mínúturnar gegn Aserum. Arnar Gunnlaugsson ætti að geta gefið svör um stöðuna á hópnum á blaðamannafundi seinni partinn. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint hér á Vísi. Þá verður rætt við þá Arnar og Hákon Arnar í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Varsjá Ferðalagið gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig fyrir utan stöku ókyrrð. Landsliðsmennirnir ýmist slökuðu á með heyrnatól eða gripu í spilastokk í leigufluginu. Flugið frá Bakú var í lengri kantinum, enda þurfti að taka sveig til að fara ekki í gegnum úkraínska lofthelgi, sem þykir heldur skynsamlegt sökum stríðsástandsins. Þegar til Varsjár var komið lenti Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, í hremmingum og voru kollegar hans í fjölmiðlahópnum farnir að hafa áhyggjur þegar hann hafði ekki enn skilað sér að endurheimta tösku sína um hálftíma eftir að aðrir höfðu flogið í gegnum vegabréfsskoðun. Líkt og hann greinir sjálfur frá á Fótbolti.net var hann tekinn fastur vegna myndatöku á svæði þar sem slík er stranglega bönnuð og þurfti að greiða fyrir það sekt eftir heljarinnar yfirheyrslu. Vatnsleysi tók við fjölmiðlateymi Sýnar á hóteli þess hér í borg og langþráð sturta eftir átta klukkustunda ferðalag þurfti að bíða til morguns. Við vonumst til að fall sé fararheill en strákarnir í landsliðinu þurftu ekki að glíma við nein þessara vandræða og ættu að vera klárir í slaginn. Eggert Aron Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri U21 landsliðsins á fimmtudaginn var og var verðlaunaður með A-landsliðssæti. Hann kemur inn í hópinn í stað Mikaels Neville Anderson sem er meiddur. Eggert lenti heldur fyrr en landsliðið og tók á móti mönnum á flugvellinum. Fékk vænt knús frá félögum sínum og hélt með hópnum á hótel landsliðsins. Áhugavert verður að sjá hvernig menn mæta stemmdir til leiks á morgun þar sem allt er undir. Einhverjir vildu sjá landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson, gera skiptingar fyrr og gefa til að mynda hlaupagörpunum af Skaganum, Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Hákon Arnari Haraldssyni, smá hvíld á lokamínútunum í Bakú. Hákon spilaði allan leikinn og Ísak var skipt af velli í uppbótartíma. Daníel Leó Grétarsson virtist þá kvarta undan eymslum í kálfa í upphitun þar austurfrá. Hörður Björgvin Magnússon hitaði upp með byrjunarliðinu ef Daníel skildi ekki treysta sér til þátttöku en vonast er til að hann sé klár í slaginn fyrst honum tókst að spila allar 90 mínúturnar gegn Aserum. Arnar Gunnlaugsson ætti að geta gefið svör um stöðuna á hópnum á blaðamannafundi seinni partinn. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint hér á Vísi. Þá verður rætt við þá Arnar og Hákon Arnar í Sportpakkanum á Sýn í kvöld.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira