Skrautlegur ferðadagur Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2025 12:15 Strákarnir okkar fögnuðu vel í Bakú en nú fer að koma að síðari úrslitaleik þessa glugga, við Úkraínu. Getty/Aziz Karimov Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Varsjá Ferðalagið gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig fyrir utan stöku ókyrrð. Landsliðsmennirnir ýmist slökuðu á með heyrnatól eða gripu í spilastokk í leigufluginu. Flugið frá Bakú var í lengri kantinum, enda þurfti að taka sveig til að fara ekki í gegnum úkraínska lofthelgi, sem þykir heldur skynsamlegt sökum stríðsástandsins. Þegar til Varsjár var komið lenti Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, í hremmingum og voru kollegar hans í fjölmiðlahópnum farnir að hafa áhyggjur þegar hann hafði ekki enn skilað sér að endurheimta tösku sína um hálftíma eftir að aðrir höfðu flogið í gegnum vegabréfsskoðun. Líkt og hann greinir sjálfur frá á Fótbolti.net var hann tekinn fastur vegna myndatöku á svæði þar sem slík er stranglega bönnuð og þurfti að greiða fyrir það sekt eftir heljarinnar yfirheyrslu. Vatnsleysi tók við fjölmiðlateymi Sýnar á hóteli þess hér í borg og langþráð sturta eftir átta klukkustunda ferðalag þurfti að bíða til morguns. Við vonumst til að fall sé fararheill en strákarnir í landsliðinu þurftu ekki að glíma við nein þessara vandræða og ættu að vera klárir í slaginn. Eggert Aron Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri U21 landsliðsins á fimmtudaginn var og var verðlaunaður með A-landsliðssæti. Hann kemur inn í hópinn í stað Mikaels Neville Anderson sem er meiddur. Eggert lenti heldur fyrr en landsliðið og tók á móti mönnum á flugvellinum. Fékk vænt knús frá félögum sínum og hélt með hópnum á hótel landsliðsins. Áhugavert verður að sjá hvernig menn mæta stemmdir til leiks á morgun þar sem allt er undir. Einhverjir vildu sjá landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson, gera skiptingar fyrr og gefa til að mynda hlaupagörpunum af Skaganum, Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Hákon Arnari Haraldssyni, smá hvíld á lokamínútunum í Bakú. Hákon spilaði allan leikinn og Ísak var skipt af velli í uppbótartíma. Daníel Leó Grétarsson virtist þá kvarta undan eymslum í kálfa í upphitun þar austurfrá. Hörður Björgvin Magnússon hitaði upp með byrjunarliðinu ef Daníel skildi ekki treysta sér til þátttöku en vonast er til að hann sé klár í slaginn fyrst honum tókst að spila allar 90 mínúturnar gegn Aserum. Arnar Gunnlaugsson ætti að geta gefið svör um stöðuna á hópnum á blaðamannafundi seinni partinn. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint hér á Vísi. Þá verður rætt við þá Arnar og Hákon Arnar í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Varsjá Ferðalagið gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig fyrir utan stöku ókyrrð. Landsliðsmennirnir ýmist slökuðu á með heyrnatól eða gripu í spilastokk í leigufluginu. Flugið frá Bakú var í lengri kantinum, enda þurfti að taka sveig til að fara ekki í gegnum úkraínska lofthelgi, sem þykir heldur skynsamlegt sökum stríðsástandsins. Þegar til Varsjár var komið lenti Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, í hremmingum og voru kollegar hans í fjölmiðlahópnum farnir að hafa áhyggjur þegar hann hafði ekki enn skilað sér að endurheimta tösku sína um hálftíma eftir að aðrir höfðu flogið í gegnum vegabréfsskoðun. Líkt og hann greinir sjálfur frá á Fótbolti.net var hann tekinn fastur vegna myndatöku á svæði þar sem slík er stranglega bönnuð og þurfti að greiða fyrir það sekt eftir heljarinnar yfirheyrslu. Vatnsleysi tók við fjölmiðlateymi Sýnar á hóteli þess hér í borg og langþráð sturta eftir átta klukkustunda ferðalag þurfti að bíða til morguns. Við vonumst til að fall sé fararheill en strákarnir í landsliðinu þurftu ekki að glíma við nein þessara vandræða og ættu að vera klárir í slaginn. Eggert Aron Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri U21 landsliðsins á fimmtudaginn var og var verðlaunaður með A-landsliðssæti. Hann kemur inn í hópinn í stað Mikaels Neville Anderson sem er meiddur. Eggert lenti heldur fyrr en landsliðið og tók á móti mönnum á flugvellinum. Fékk vænt knús frá félögum sínum og hélt með hópnum á hótel landsliðsins. Áhugavert verður að sjá hvernig menn mæta stemmdir til leiks á morgun þar sem allt er undir. Einhverjir vildu sjá landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson, gera skiptingar fyrr og gefa til að mynda hlaupagörpunum af Skaganum, Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Hákon Arnari Haraldssyni, smá hvíld á lokamínútunum í Bakú. Hákon spilaði allan leikinn og Ísak var skipt af velli í uppbótartíma. Daníel Leó Grétarsson virtist þá kvarta undan eymslum í kálfa í upphitun þar austurfrá. Hörður Björgvin Magnússon hitaði upp með byrjunarliðinu ef Daníel skildi ekki treysta sér til þátttöku en vonast er til að hann sé klár í slaginn fyrst honum tókst að spila allar 90 mínúturnar gegn Aserum. Arnar Gunnlaugsson ætti að geta gefið svör um stöðuna á hópnum á blaðamannafundi seinni partinn. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint hér á Vísi. Þá verður rætt við þá Arnar og Hákon Arnar í Sportpakkanum á Sýn í kvöld.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira