Skrautlegur ferðadagur Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2025 12:15 Strákarnir okkar fögnuðu vel í Bakú en nú fer að koma að síðari úrslitaleik þessa glugga, við Úkraínu. Getty/Aziz Karimov Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Varsjá Ferðalagið gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig fyrir utan stöku ókyrrð. Landsliðsmennirnir ýmist slökuðu á með heyrnatól eða gripu í spilastokk í leigufluginu. Flugið frá Bakú var í lengri kantinum, enda þurfti að taka sveig til að fara ekki í gegnum úkraínska lofthelgi, sem þykir heldur skynsamlegt sökum stríðsástandsins. Þegar til Varsjár var komið lenti Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, í hremmingum og voru kollegar hans í fjölmiðlahópnum farnir að hafa áhyggjur þegar hann hafði ekki enn skilað sér að endurheimta tösku sína um hálftíma eftir að aðrir höfðu flogið í gegnum vegabréfsskoðun. Líkt og hann greinir sjálfur frá á Fótbolti.net var hann tekinn fastur vegna myndatöku á svæði þar sem slík er stranglega bönnuð og þurfti að greiða fyrir það sekt eftir heljarinnar yfirheyrslu. Vatnsleysi tók við fjölmiðlateymi Sýnar á hóteli þess hér í borg og langþráð sturta eftir átta klukkustunda ferðalag þurfti að bíða til morguns. Við vonumst til að fall sé fararheill en strákarnir í landsliðinu þurftu ekki að glíma við nein þessara vandræða og ættu að vera klárir í slaginn. Eggert Aron Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri U21 landsliðsins á fimmtudaginn var og var verðlaunaður með A-landsliðssæti. Hann kemur inn í hópinn í stað Mikaels Neville Anderson sem er meiddur. Eggert lenti heldur fyrr en landsliðið og tók á móti mönnum á flugvellinum. Fékk vænt knús frá félögum sínum og hélt með hópnum á hótel landsliðsins. Áhugavert verður að sjá hvernig menn mæta stemmdir til leiks á morgun þar sem allt er undir. Einhverjir vildu sjá landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson, gera skiptingar fyrr og gefa til að mynda hlaupagörpunum af Skaganum, Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Hákon Arnari Haraldssyni, smá hvíld á lokamínútunum í Bakú. Hákon spilaði allan leikinn og Ísak var skipt af velli í uppbótartíma. Daníel Leó Grétarsson virtist þá kvarta undan eymslum í kálfa í upphitun þar austurfrá. Hörður Björgvin Magnússon hitaði upp með byrjunarliðinu ef Daníel skildi ekki treysta sér til þátttöku en vonast er til að hann sé klár í slaginn fyrst honum tókst að spila allar 90 mínúturnar gegn Aserum. Arnar Gunnlaugsson ætti að geta gefið svör um stöðuna á hópnum á blaðamannafundi seinni partinn. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint hér á Vísi. Þá verður rætt við þá Arnar og Hákon Arnar í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Varsjá Ferðalagið gekk nokkuð snuðrulaust fyrir sig fyrir utan stöku ókyrrð. Landsliðsmennirnir ýmist slökuðu á með heyrnatól eða gripu í spilastokk í leigufluginu. Flugið frá Bakú var í lengri kantinum, enda þurfti að taka sveig til að fara ekki í gegnum úkraínska lofthelgi, sem þykir heldur skynsamlegt sökum stríðsástandsins. Þegar til Varsjár var komið lenti Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, í hremmingum og voru kollegar hans í fjölmiðlahópnum farnir að hafa áhyggjur þegar hann hafði ekki enn skilað sér að endurheimta tösku sína um hálftíma eftir að aðrir höfðu flogið í gegnum vegabréfsskoðun. Líkt og hann greinir sjálfur frá á Fótbolti.net var hann tekinn fastur vegna myndatöku á svæði þar sem slík er stranglega bönnuð og þurfti að greiða fyrir það sekt eftir heljarinnar yfirheyrslu. Vatnsleysi tók við fjölmiðlateymi Sýnar á hóteli þess hér í borg og langþráð sturta eftir átta klukkustunda ferðalag þurfti að bíða til morguns. Við vonumst til að fall sé fararheill en strákarnir í landsliðinu þurftu ekki að glíma við nein þessara vandræða og ættu að vera klárir í slaginn. Eggert Aron Guðmundsson skoraði og lagði upp í sigri U21 landsliðsins á fimmtudaginn var og var verðlaunaður með A-landsliðssæti. Hann kemur inn í hópinn í stað Mikaels Neville Anderson sem er meiddur. Eggert lenti heldur fyrr en landsliðið og tók á móti mönnum á flugvellinum. Fékk vænt knús frá félögum sínum og hélt með hópnum á hótel landsliðsins. Áhugavert verður að sjá hvernig menn mæta stemmdir til leiks á morgun þar sem allt er undir. Einhverjir vildu sjá landsliðsþjálfarann, Arnar Gunnlaugsson, gera skiptingar fyrr og gefa til að mynda hlaupagörpunum af Skaganum, Ísaki Bergmann Jóhannessyni og Hákon Arnari Haraldssyni, smá hvíld á lokamínútunum í Bakú. Hákon spilaði allan leikinn og Ísak var skipt af velli í uppbótartíma. Daníel Leó Grétarsson virtist þá kvarta undan eymslum í kálfa í upphitun þar austurfrá. Hörður Björgvin Magnússon hitaði upp með byrjunarliðinu ef Daníel skildi ekki treysta sér til þátttöku en vonast er til að hann sé klár í slaginn fyrst honum tókst að spila allar 90 mínúturnar gegn Aserum. Arnar Gunnlaugsson ætti að geta gefið svör um stöðuna á hópnum á blaðamannafundi seinni partinn. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 16:15 og verður sýndur beint hér á Vísi. Þá verður rætt við þá Arnar og Hákon Arnar í Sportpakkanum á Sýn í kvöld.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu