Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2025 09:33 Heimir Hallgrímsson léttur í bragði á blaðamannafundi fyrir leikinn mikilvæga við Ungverja. EPA/Robert Hegedus Hallgrímur Heimisson, sonur Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara Írlands, segir að írska knattspyrnusambandið hafi þegar í haust boðið Heimi nýjan samning. Hann fékk einnig að vita hvað fram fór á milli Heimis og Cristiano Ronaldo á fimmtudagskvöld. Hallgrímur ræddi um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu í gær. Heimir tók við írska landsliðinu sumarið 2024 og gerði samning sem gildir út undankeppni HM. Samningurinn gæti því runnið út í dag ef Írlandi tekst ekki að fylgja eftir sigrinum frækna á Portúgal með því að vinna Ungverjaland í Búdapest. Eftir sigurinn gegn Portúgal hefur verið kallað eftir því að írska knattspyrnusambandið geri nýjan samning við Heimi, sem þá yrði treyst fyrir því stóra hlutverki að leiða Íra á EM á heimavelli 2028, og samkvæmt syni Heimis er klárlega áhugi á því hjá írska sambandinu. „Hann þarf að taka ákvörðun og sambandið líka. Þeir eru búnir að bjóða honum annan samning, og gerðu það fyrir einhverju síðan. En eftir þennan tapleik á móti Armeníu [í september], þegar það varð hiti, þá ákvað pabbi bara að bíða með þetta. Hann vill ekki vera einhvers staðar þar sem stuðningsmenn vilja ekki hafa hann,“ sagði Hallgrímur í útvarpsþættinum. Hann bætti við að það gæti breyst á einu augabragði í þessum bransa hvort menn væru álitnir svín eða kóngar, eins og hafi sýnt sig eftir sigurinn gegn Portúgal. Hallgrímur vonast til þess að Heimir verði áfram með Íra: „Þetta er frábær staður ef vel gengur, með alla stuðningsmennina með sér í liði.“ Fékk kaldhæðnislegt hrós frá Ronaldo Hallgrímur ræddi einnig stuttlega um samskipti Heimis og Ronaldo frá því á fimmtudaginn, eftir að hafa spurt pabba sinn út í þau, en Ronaldo óð beint til Heimis eftir rauða spjaldið sem hann fékk á fimmtudaginn – hans fyrsta á löngum landsliðsferli: „Hann [Ronaldo] var að hrósa honum [Heimi] fyrir ummælin fyrir leik, og sagði hann hefði unnið sálfræðistríðið. Eitthvað þvíumlíkt. Þetta var væntanlega sagt í einhverri kaldhæðni,“ sagði Hallgrímur léttur. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Hallgrímur ræddi um þetta í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í hádeginu í gær. Heimir tók við írska landsliðinu sumarið 2024 og gerði samning sem gildir út undankeppni HM. Samningurinn gæti því runnið út í dag ef Írlandi tekst ekki að fylgja eftir sigrinum frækna á Portúgal með því að vinna Ungverjaland í Búdapest. Eftir sigurinn gegn Portúgal hefur verið kallað eftir því að írska knattspyrnusambandið geri nýjan samning við Heimi, sem þá yrði treyst fyrir því stóra hlutverki að leiða Íra á EM á heimavelli 2028, og samkvæmt syni Heimis er klárlega áhugi á því hjá írska sambandinu. „Hann þarf að taka ákvörðun og sambandið líka. Þeir eru búnir að bjóða honum annan samning, og gerðu það fyrir einhverju síðan. En eftir þennan tapleik á móti Armeníu [í september], þegar það varð hiti, þá ákvað pabbi bara að bíða með þetta. Hann vill ekki vera einhvers staðar þar sem stuðningsmenn vilja ekki hafa hann,“ sagði Hallgrímur í útvarpsþættinum. Hann bætti við að það gæti breyst á einu augabragði í þessum bransa hvort menn væru álitnir svín eða kóngar, eins og hafi sýnt sig eftir sigurinn gegn Portúgal. Hallgrímur vonast til þess að Heimir verði áfram með Íra: „Þetta er frábær staður ef vel gengur, með alla stuðningsmennina með sér í liði.“ Fékk kaldhæðnislegt hrós frá Ronaldo Hallgrímur ræddi einnig stuttlega um samskipti Heimis og Ronaldo frá því á fimmtudaginn, eftir að hafa spurt pabba sinn út í þau, en Ronaldo óð beint til Heimis eftir rauða spjaldið sem hann fékk á fimmtudaginn – hans fyrsta á löngum landsliðsferli: „Hann [Ronaldo] var að hrósa honum [Heimi] fyrir ummælin fyrir leik, og sagði hann hefði unnið sálfræðistríðið. Eitthvað þvíumlíkt. Þetta var væntanlega sagt í einhverri kaldhæðni,“ sagði Hallgrímur léttur.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu