Fótbolti

Rebrov: Karakterinn lykil­at­riði

Árni Jóhannsson skrifar
Karakter er lykilatriði á morgun að mati Rebrov.
Karakter er lykilatriði á morgun að mati Rebrov. Vísir / Getty

Sergei Rebrov sagði að sínir menn væru með sjálfstraust fyrir úrslitaleikinn um umspilssætið á HM ´26 gegn Íslandi. Hann sagði einnig að bæði lið væru með karakter sem væri lykilatriði í leiknum mikilvæga.

Valur Páll Eiríksson tók úkraínska þjálfarann tali eftir blaðamannafundi dagsins og vildi fá að vita hvernig Rebrov og hans mönnum liðið fyrir leikinn mikilvæga.

„Við eru sjálfsöruggir og okkur líður eins og við séum vel undirbúnir. Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir okkur og Ísland. Ég veit að þetta verður erfiður leikur fyrir bæði liðin og ég veit að hann verður áhugaverður. Við verðum að taka leikinn alvarlega.“

Rebrov var spurður út í hvað væri lykilatriðið í því að vinna leikinn á morgun.

„Karakter. Þegar verið er að spila við lið eins og Ísland þá veit maður að leikmenn þeirra eru með mikinn karakter og sterkir andlega. Við megum ekki tapa á því sviði. Auðvitað mörg atriði sem skipta máli í leiknum en karakterinn er algjört lykilatriði á morgun.“

Þegar Rebrov var spurður út í leikmenn Íslands sem þyrfti sérstaklega að hafa varann á, brosti hann út í annað og sagði:

„Þú þekkir þessa leikmenn. Þú veist að þeir eru hættulegir.“

Rebrov ræddi ýmsa aðra hluti eins og að spila í Póllandi og mikilvægi þess að þurfa að vinna leikinn í viðtalinu sem hægt er að horfa á hér að neðan.

Klippa: Rebrov viðtal

Ísland og Úkraína mætast klukkan 17:00 á morgun. Leikurinn verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×