Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 08:01 Helena Clausen Heiðmundsdóttir fór úr axlarlið stuttu fyrir Norðurlandamótið en náði samt mótinu þar sem Stjarnan vann silfur. @helenaclausenh Það er löngu orðið ljóst að stelpurnar í hópfimleikaliði Stjörnunnar búa yfir þrautseigju og keppnishörku úr efsta flokki. Nú erum við búin að fá annað dæmi um það. Frægt var hvernig Guðrún Edda Sigurðardóttir sneri aftur á keppnisgólfið tíu mánuðum eftir hálsbrot í afdrifaríku slysi á æfingu í lok síðasta árs. Liðsfélagi hennar í Stjörnuliðinu þurfti einnig að sýna mikla harðfylgni og baráttukjark til að komast með á Norðurlandamótið þar sem Stjörnukonur unnu silfurverðlaun. Helena Clausen Heiðmundsdóttir sagði frá óumbeðnu kapphlaupi sínu við að ná Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Finnlandi. Mjög stolt af sjálfri mér „Annað sæti á NM og tvær vikur síðan ég datt úr axlarlið. Er mjög stolt af sjálfri mér en á sama tíma ‚disappointed' [vonsvikin] að hafa ekki getað keppt með 6/6 stökkum eins og ég ætlaði upphaflega,“ skrifaði Helena Clausen á samfélagsmiðla sína. „Ég náði samt sem áður að gera fjögur stökk ásamt dansi, sem er stór sigur fyrir mig,“ skrifaði Helena og það er hægt að taka undir það. Gerir allt fyrir liðið sitt „Fyrir sirka viku var óljóst hvort ég gæti keppt en ég ákvað að gera allt sem ég gat fyrir liðið mitt. Þakklát fyrir fólkið í kringum mig og kem með Bombu inn á næsta tímabil,“ skrifaði Helena. Helena Clausen var að taka þátt í sínu fjórða Norðurlandamóti á ferlinum og liðið naut því góðs af reynslu hennar á þessu móti. Það er einnig ljóst að þökk sé þrautseigju og keppnishörku Guðrúnar Eddu og Helenu þá er Stjörnuliðið einum silfurverðlaunum ríkari. Liðið er einnig Íslandsmeistari en þann titil unnu stelpurnar fimmta árið í röð og í sjöunda skipti á síðustu átta árum. View this post on Instagram A post shared by Helena Clausen Heiðmundsdóttir (@helenaclausenh) Fimleikar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sjá meira
Frægt var hvernig Guðrún Edda Sigurðardóttir sneri aftur á keppnisgólfið tíu mánuðum eftir hálsbrot í afdrifaríku slysi á æfingu í lok síðasta árs. Liðsfélagi hennar í Stjörnuliðinu þurfti einnig að sýna mikla harðfylgni og baráttukjark til að komast með á Norðurlandamótið þar sem Stjörnukonur unnu silfurverðlaun. Helena Clausen Heiðmundsdóttir sagði frá óumbeðnu kapphlaupi sínu við að ná Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Finnlandi. Mjög stolt af sjálfri mér „Annað sæti á NM og tvær vikur síðan ég datt úr axlarlið. Er mjög stolt af sjálfri mér en á sama tíma ‚disappointed' [vonsvikin] að hafa ekki getað keppt með 6/6 stökkum eins og ég ætlaði upphaflega,“ skrifaði Helena Clausen á samfélagsmiðla sína. „Ég náði samt sem áður að gera fjögur stökk ásamt dansi, sem er stór sigur fyrir mig,“ skrifaði Helena og það er hægt að taka undir það. Gerir allt fyrir liðið sitt „Fyrir sirka viku var óljóst hvort ég gæti keppt en ég ákvað að gera allt sem ég gat fyrir liðið mitt. Þakklát fyrir fólkið í kringum mig og kem með Bombu inn á næsta tímabil,“ skrifaði Helena. Helena Clausen var að taka þátt í sínu fjórða Norðurlandamóti á ferlinum og liðið naut því góðs af reynslu hennar á þessu móti. Það er einnig ljóst að þökk sé þrautseigju og keppnishörku Guðrúnar Eddu og Helenu þá er Stjörnuliðið einum silfurverðlaunum ríkari. Liðið er einnig Íslandsmeistari en þann titil unnu stelpurnar fimmta árið í röð og í sjöunda skipti á síðustu átta árum. View this post on Instagram A post shared by Helena Clausen Heiðmundsdóttir (@helenaclausenh)
Fimleikar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sjá meira