Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 14:47 Gustav Isaksen og Morten Hjulmand fagna marki þess fyrrnefnda á móti Hvít-Rússum en jafntefli þar þýðir að Danir þurfa nú að fara í úrslitaleik á móti Skotum á útivelli. Getty/Dean Mouhtaropoulos Portúgal og Noregur eru síðustu þjóðirnar til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu 2026 en hvaða aðrar þjóðir gætu bæst í hópinn í undankeppninni í nóvember? Alls hafa 32 lið nú tryggt sér sæti af þeim 48 sem fá þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en þar á meðal eru England, Króatía, Frakkland, ríkjandi meistarar Argentínu og nýliðarnir Grænhöfðaeyjar, Jórdanía og Úsbekistan. Hins vegar er enn barist um sextán sæti og flest þeirra koma frá Evrópu. Þrír úrslitaleikir eru fram undan: Þýskaland mætir Slóvakíu í kvöld og annað kvöld eru það úrslitaleikir á milli Skotlands og Danmerkur annars vegar og Austurríkis á móti Bosníu og Hersegóvínu hins vegar. Þýskaland og Slóvakía eru bæði með tólf stig en Þjóðverjar eru með betri markatölu og nægir því jafntefli í leiknum Leipzig. Tapliðið fer í umspilið. Danir eru með eins stigs forskot á Skota og nægir því einnig jafntefli í leiknum á Hampden Park í Glasgow í Skotlandi. Austurríkismenn eru með tveimur stigum meira en Bosníumenn og eru auk þess á heimavelli í úrslitaleiknum í H-riðli. Wales á enn möguleika á að enda á toppi J-riðils en þyrfti þá að sigra Norður-Makedóníu og vona að Belgía tapi fyrir Liechtenstein á heimavelli í síðasta leik sínum í J-riðli. Sviss, Holland og Spánn munu öll tryggja sér sæti nema þau tapi og markamunurinn sveiflist verulega, þeim í óhag. Írland, Úkraína, Ítalía, Albanía og Tékkland eru öll örugg með sæti í umspilinu en það er enn barist um sjö sæti. Af þeim tólf sem fara í umspilið komast aðeins fjórar þjóðir á HM. En hvaða aðrar þjóðir eru komnar með farseðilinn á HM næsta sumar? Gestgjafaþjóðirnar Kanada, Mexíkó og Bandaríkin fengu öll sjálfkrafa þátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea og Úsbekistan hafa þegar tryggt sér sæti frá Asíu. Nýja-Sjáland hefur tekið eina beina sætið sem Eyjaálfa fær. Túnis og Marokkó voru fyrstu tvö afrísku liðin til að komast áfram og hafa fengið félagsskap Alsír, Grænhöfðaeyja, Egyptalands, Gana, Fílabeinsstrandarinnar, Senegal og Suður-Afríku – sem mun leika á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan það hélt mótið árið 2010. Brasilía, Ekvador, Úrúgvæ, Paragvæ og Kólumbía eru hinar suðuramerísku þjóðirnar sem hafa tryggt sér sæti. Þótt þær hafi ekki tryggt sér fulla þátttöku á mótinu eru Bólivía, Nýja-Kaledónía og Austur-Kongó þrjár af þeim sex þjóðum sem hafa staðfest þátttöku í umspili á milli heimsálfa í mars. - Landsliðin sem eru komin á HM 2026 - Gestgjafar: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin Afríka: Alsír, Grænhöfðaeyjar, Egyptaland, Gana, Fílabeinsströndin, Marokkó, Senegal, Suður-Afríka, Túnis Asía: Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea, Úsbekistan Evrópa: Króatía, England, Frakkland, Noregur, Portúgal Eyjaálfa: Nýja-Sjáland Suður-Ameríka: Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Úrúgvæ HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Alls hafa 32 lið nú tryggt sér sæti af þeim 48 sem fá þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en þar á meðal eru England, Króatía, Frakkland, ríkjandi meistarar Argentínu og nýliðarnir Grænhöfðaeyjar, Jórdanía og Úsbekistan. Hins vegar er enn barist um sextán sæti og flest þeirra koma frá Evrópu. Þrír úrslitaleikir eru fram undan: Þýskaland mætir Slóvakíu í kvöld og annað kvöld eru það úrslitaleikir á milli Skotlands og Danmerkur annars vegar og Austurríkis á móti Bosníu og Hersegóvínu hins vegar. Þýskaland og Slóvakía eru bæði með tólf stig en Þjóðverjar eru með betri markatölu og nægir því jafntefli í leiknum Leipzig. Tapliðið fer í umspilið. Danir eru með eins stigs forskot á Skota og nægir því einnig jafntefli í leiknum á Hampden Park í Glasgow í Skotlandi. Austurríkismenn eru með tveimur stigum meira en Bosníumenn og eru auk þess á heimavelli í úrslitaleiknum í H-riðli. Wales á enn möguleika á að enda á toppi J-riðils en þyrfti þá að sigra Norður-Makedóníu og vona að Belgía tapi fyrir Liechtenstein á heimavelli í síðasta leik sínum í J-riðli. Sviss, Holland og Spánn munu öll tryggja sér sæti nema þau tapi og markamunurinn sveiflist verulega, þeim í óhag. Írland, Úkraína, Ítalía, Albanía og Tékkland eru öll örugg með sæti í umspilinu en það er enn barist um sjö sæti. Af þeim tólf sem fara í umspilið komast aðeins fjórar þjóðir á HM. En hvaða aðrar þjóðir eru komnar með farseðilinn á HM næsta sumar? Gestgjafaþjóðirnar Kanada, Mexíkó og Bandaríkin fengu öll sjálfkrafa þátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea og Úsbekistan hafa þegar tryggt sér sæti frá Asíu. Nýja-Sjáland hefur tekið eina beina sætið sem Eyjaálfa fær. Túnis og Marokkó voru fyrstu tvö afrísku liðin til að komast áfram og hafa fengið félagsskap Alsír, Grænhöfðaeyja, Egyptalands, Gana, Fílabeinsstrandarinnar, Senegal og Suður-Afríku – sem mun leika á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan það hélt mótið árið 2010. Brasilía, Ekvador, Úrúgvæ, Paragvæ og Kólumbía eru hinar suðuramerísku þjóðirnar sem hafa tryggt sér sæti. Þótt þær hafi ekki tryggt sér fulla þátttöku á mótinu eru Bólivía, Nýja-Kaledónía og Austur-Kongó þrjár af þeim sex þjóðum sem hafa staðfest þátttöku í umspili á milli heimsálfa í mars. - Landsliðin sem eru komin á HM 2026 - Gestgjafar: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin Afríka: Alsír, Grænhöfðaeyjar, Egyptaland, Gana, Fílabeinsströndin, Marokkó, Senegal, Suður-Afríka, Túnis Asía: Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea, Úsbekistan Evrópa: Króatía, England, Frakkland, Noregur, Portúgal Eyjaálfa: Nýja-Sjáland Suður-Ameríka: Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Úrúgvæ
- Landsliðin sem eru komin á HM 2026 - Gestgjafar: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin Afríka: Alsír, Grænhöfðaeyjar, Egyptaland, Gana, Fílabeinsströndin, Marokkó, Senegal, Suður-Afríka, Túnis Asía: Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea, Úsbekistan Evrópa: Króatía, England, Frakkland, Noregur, Portúgal Eyjaálfa: Nýja-Sjáland Suður-Ameríka: Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Úrúgvæ
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira