Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 14:47 Gustav Isaksen og Morten Hjulmand fagna marki þess fyrrnefnda á móti Hvít-Rússum en jafntefli þar þýðir að Danir þurfa nú að fara í úrslitaleik á móti Skotum á útivelli. Getty/Dean Mouhtaropoulos Portúgal og Noregur eru síðustu þjóðirnar til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu 2026 en hvaða aðrar þjóðir gætu bæst í hópinn í undankeppninni í nóvember? Alls hafa 32 lið nú tryggt sér sæti af þeim 48 sem fá þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en þar á meðal eru England, Króatía, Frakkland, ríkjandi meistarar Argentínu og nýliðarnir Grænhöfðaeyjar, Jórdanía og Úsbekistan. Hins vegar er enn barist um sextán sæti og flest þeirra koma frá Evrópu. Þrír úrslitaleikir eru fram undan: Þýskaland mætir Slóvakíu í kvöld og annað kvöld eru það úrslitaleikir á milli Skotlands og Danmerkur annars vegar og Austurríkis á móti Bosníu og Hersegóvínu hins vegar. Þýskaland og Slóvakía eru bæði með tólf stig en Þjóðverjar eru með betri markatölu og nægir því jafntefli í leiknum Leipzig. Tapliðið fer í umspilið. Danir eru með eins stigs forskot á Skota og nægir því einnig jafntefli í leiknum á Hampden Park í Glasgow í Skotlandi. Austurríkismenn eru með tveimur stigum meira en Bosníumenn og eru auk þess á heimavelli í úrslitaleiknum í H-riðli. Wales á enn möguleika á að enda á toppi J-riðils en þyrfti þá að sigra Norður-Makedóníu og vona að Belgía tapi fyrir Liechtenstein á heimavelli í síðasta leik sínum í J-riðli. Sviss, Holland og Spánn munu öll tryggja sér sæti nema þau tapi og markamunurinn sveiflist verulega, þeim í óhag. Írland, Úkraína, Ítalía, Albanía og Tékkland eru öll örugg með sæti í umspilinu en það er enn barist um sjö sæti. Af þeim tólf sem fara í umspilið komast aðeins fjórar þjóðir á HM. En hvaða aðrar þjóðir eru komnar með farseðilinn á HM næsta sumar? Gestgjafaþjóðirnar Kanada, Mexíkó og Bandaríkin fengu öll sjálfkrafa þátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea og Úsbekistan hafa þegar tryggt sér sæti frá Asíu. Nýja-Sjáland hefur tekið eina beina sætið sem Eyjaálfa fær. Túnis og Marokkó voru fyrstu tvö afrísku liðin til að komast áfram og hafa fengið félagsskap Alsír, Grænhöfðaeyja, Egyptalands, Gana, Fílabeinsstrandarinnar, Senegal og Suður-Afríku – sem mun leika á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan það hélt mótið árið 2010. Brasilía, Ekvador, Úrúgvæ, Paragvæ og Kólumbía eru hinar suðuramerísku þjóðirnar sem hafa tryggt sér sæti. Þótt þær hafi ekki tryggt sér fulla þátttöku á mótinu eru Bólivía, Nýja-Kaledónía og Austur-Kongó þrjár af þeim sex þjóðum sem hafa staðfest þátttöku í umspili á milli heimsálfa í mars. - Landsliðin sem eru komin á HM 2026 - Gestgjafar: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin Afríka: Alsír, Grænhöfðaeyjar, Egyptaland, Gana, Fílabeinsströndin, Marokkó, Senegal, Suður-Afríka, Túnis Asía: Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea, Úsbekistan Evrópa: Króatía, England, Frakkland, Noregur, Portúgal Eyjaálfa: Nýja-Sjáland Suður-Ameríka: Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Úrúgvæ HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Alls hafa 32 lið nú tryggt sér sæti af þeim 48 sem fá þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó en þar á meðal eru England, Króatía, Frakkland, ríkjandi meistarar Argentínu og nýliðarnir Grænhöfðaeyjar, Jórdanía og Úsbekistan. Hins vegar er enn barist um sextán sæti og flest þeirra koma frá Evrópu. Þrír úrslitaleikir eru fram undan: Þýskaland mætir Slóvakíu í kvöld og annað kvöld eru það úrslitaleikir á milli Skotlands og Danmerkur annars vegar og Austurríkis á móti Bosníu og Hersegóvínu hins vegar. Þýskaland og Slóvakía eru bæði með tólf stig en Þjóðverjar eru með betri markatölu og nægir því jafntefli í leiknum Leipzig. Tapliðið fer í umspilið. Danir eru með eins stigs forskot á Skota og nægir því einnig jafntefli í leiknum á Hampden Park í Glasgow í Skotlandi. Austurríkismenn eru með tveimur stigum meira en Bosníumenn og eru auk þess á heimavelli í úrslitaleiknum í H-riðli. Wales á enn möguleika á að enda á toppi J-riðils en þyrfti þá að sigra Norður-Makedóníu og vona að Belgía tapi fyrir Liechtenstein á heimavelli í síðasta leik sínum í J-riðli. Sviss, Holland og Spánn munu öll tryggja sér sæti nema þau tapi og markamunurinn sveiflist verulega, þeim í óhag. Írland, Úkraína, Ítalía, Albanía og Tékkland eru öll örugg með sæti í umspilinu en það er enn barist um sjö sæti. Af þeim tólf sem fara í umspilið komast aðeins fjórar þjóðir á HM. En hvaða aðrar þjóðir eru komnar með farseðilinn á HM næsta sumar? Gestgjafaþjóðirnar Kanada, Mexíkó og Bandaríkin fengu öll sjálfkrafa þátttökurétt á heimsmeistaramótinu. Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea og Úsbekistan hafa þegar tryggt sér sæti frá Asíu. Nýja-Sjáland hefur tekið eina beina sætið sem Eyjaálfa fær. Túnis og Marokkó voru fyrstu tvö afrísku liðin til að komast áfram og hafa fengið félagsskap Alsír, Grænhöfðaeyja, Egyptalands, Gana, Fílabeinsstrandarinnar, Senegal og Suður-Afríku – sem mun leika á sínu fyrsta heimsmeistaramóti síðan það hélt mótið árið 2010. Brasilía, Ekvador, Úrúgvæ, Paragvæ og Kólumbía eru hinar suðuramerísku þjóðirnar sem hafa tryggt sér sæti. Þótt þær hafi ekki tryggt sér fulla þátttöku á mótinu eru Bólivía, Nýja-Kaledónía og Austur-Kongó þrjár af þeim sex þjóðum sem hafa staðfest þátttöku í umspili á milli heimsálfa í mars. - Landsliðin sem eru komin á HM 2026 - Gestgjafar: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin Afríka: Alsír, Grænhöfðaeyjar, Egyptaland, Gana, Fílabeinsströndin, Marokkó, Senegal, Suður-Afríka, Túnis Asía: Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea, Úsbekistan Evrópa: Króatía, England, Frakkland, Noregur, Portúgal Eyjaálfa: Nýja-Sjáland Suður-Ameríka: Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Úrúgvæ
- Landsliðin sem eru komin á HM 2026 - Gestgjafar: Kanada, Mexíkó, Bandaríkin Afríka: Alsír, Grænhöfðaeyjar, Egyptaland, Gana, Fílabeinsströndin, Marokkó, Senegal, Suður-Afríka, Túnis Asía: Ástralía, Íran, Japan, Jórdanía, Katar, Sádi-Arabía, Suður-Kórea, Úsbekistan Evrópa: Króatía, England, Frakkland, Noregur, Portúgal Eyjaálfa: Nýja-Sjáland Suður-Ameríka: Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador, Paragvæ, Úrúgvæ
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira