Sakaði mótherjana um að nota vúdú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 11:30 Malíbúinn Eric Sekou Chelle tók við nígeríska landsliðinu í janúar. Hann skaðaði mótherjana um að nota vúdú eftir að HM-draumurinn dó. EPA/JALAL MORCHIDI/Getty/Giles Clarke Nígeríumenn urðu fyrir miklu áfalli þegar karlalandsliði þjóðarinnar mistókst að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Nígería tapaði á móti Austur-Kongó í vítakeppni í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í Álfuumspilið. Éric Chelle, aðalþjálfari Nígeríu, hefur nú sakað lið Austur-Kongó um að nota „vúdú“ í vítaspyrnukeppninni sem batt enda á möguleika liðsins á að komast á HM 2026. Frank Onyeka kom Nígeríu yfir áður en Meschack Elia jafnaði metin og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Austur-Kongó bar sigur úr býtum, 4-3. Með því héldu Austur-Kongómenn sínum eigin HM-draumum á lífi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Nígeríumenn klikkuðu á þremur vítum í vítaspyrnukeppninni þar á meðal þeim tveimur fyrstu. Úrslitin réðust þegar Semi Ajayi lét verja frá sér og Chancel Mbemba skoraði úr sjöttu og síðustu spyrnu Austur-Kongó. Eftir úrslitin kom Chelle með óvenjulega ásökun þegar hann ræddi um vítaspyrnukeppnina sem staðfesti að Nígería myndi missa af öðru heimsmeistaramótinu í röð. „Í öllum vítaspyrnunum notaði gaurinn frá Kongó einhvers konar vúdú. Í hvert einasta skipti. Í hvert einasta skipti. Þess vegna var ég svolítið stressaður,“ sagði Chelle við fréttamenn. Þegar hann var spurður hvað hann hefði séð veifaði Chelle hægri handleggnum en gat ekki staðfest nákvæmlega hvað hann átti við. „Eitthvað svona [veifaði handleggnum]. Þú veist, með ég veit ekki hvort það var vatn eða eitthvað svoleiðis, þú veist,“ sagði Chelle. Tapið, sem kom gegn liði sem er nítján sætum neðar á heimslistanum, þýðir að Nígería missir af þriðja heimsmeistaramótinu síðan 2006. Nígería var síðast með á HM í Rússlandi 2018 þar sem Nígeríumenn mættu meðal annars Íslendingum. Nígería komst í sextán liða úrslit á síðasta heimsmeistaramótinu sem fór fram í Bandaríkjunum árið 1994. Nígería hefur verið eitt af stórveldum Afríku en nú er þegar ljóst að það líða að minnsta kosti tólf ár á milli heimsmeistarakeppna hjá Nígeríumönnum. HM 2026 í fótbolta Nígería Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Nígería tapaði á móti Austur-Kongó í vítakeppni í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í Álfuumspilið. Éric Chelle, aðalþjálfari Nígeríu, hefur nú sakað lið Austur-Kongó um að nota „vúdú“ í vítaspyrnukeppninni sem batt enda á möguleika liðsins á að komast á HM 2026. Frank Onyeka kom Nígeríu yfir áður en Meschack Elia jafnaði metin og leikurinn fór í vítaspyrnukeppni þar sem Austur-Kongó bar sigur úr býtum, 4-3. Með því héldu Austur-Kongómenn sínum eigin HM-draumum á lífi. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Nígeríumenn klikkuðu á þremur vítum í vítaspyrnukeppninni þar á meðal þeim tveimur fyrstu. Úrslitin réðust þegar Semi Ajayi lét verja frá sér og Chancel Mbemba skoraði úr sjöttu og síðustu spyrnu Austur-Kongó. Eftir úrslitin kom Chelle með óvenjulega ásökun þegar hann ræddi um vítaspyrnukeppnina sem staðfesti að Nígería myndi missa af öðru heimsmeistaramótinu í röð. „Í öllum vítaspyrnunum notaði gaurinn frá Kongó einhvers konar vúdú. Í hvert einasta skipti. Í hvert einasta skipti. Þess vegna var ég svolítið stressaður,“ sagði Chelle við fréttamenn. Þegar hann var spurður hvað hann hefði séð veifaði Chelle hægri handleggnum en gat ekki staðfest nákvæmlega hvað hann átti við. „Eitthvað svona [veifaði handleggnum]. Þú veist, með ég veit ekki hvort það var vatn eða eitthvað svoleiðis, þú veist,“ sagði Chelle. Tapið, sem kom gegn liði sem er nítján sætum neðar á heimslistanum, þýðir að Nígería missir af þriðja heimsmeistaramótinu síðan 2006. Nígería var síðast með á HM í Rússlandi 2018 þar sem Nígeríumenn mættu meðal annars Íslendingum. Nígería komst í sextán liða úrslit á síðasta heimsmeistaramótinu sem fór fram í Bandaríkjunum árið 1994. Nígería hefur verið eitt af stórveldum Afríku en nú er þegar ljóst að það líða að minnsta kosti tólf ár á milli heimsmeistarakeppna hjá Nígeríumönnum.
HM 2026 í fótbolta Nígería Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu