Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 17:32 Erling Haaland raðaði inn sextán mörkum í undankeppni HM og Noregur vann alla sína leiki. Getty/Andrea Staccioli Skrif sænska fótboltablaðamannsins Olof Lundh um hversu „aumkunarvert“ það sé að Norðmenn ætli að fagna því sérstaklega í Osló í dag, að vera komnir inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn frá árinu 1998, hafa vakið viðbrögð í Noregi. Erling Haaland og félagar tryggðu sig endanlega inn á HM í gærkvöld með 4-1 útisigri gegn Ítalíu og sýndu alveg ótrúlega yfirburði í sínum undanriðli. Þeir fengu þar fullt hús stiga, skoruðu heil 37 mörk og fengu aðeins fimm á sig, í átta leikjum. Haaland mun auk þess enda langmarkahæstur í undankeppninni, með 16 mörk, og því óhætt að segja að HM-sæti Noregs sé verðskuldað. Það er jafnframt langþráð því Noregur var síðast á HM karla í fótbolta á síðustu öld, og hefur ekki farið á stórmót síðan á EM árið 2000. View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Það er því ekki að ástæðulausu sem boðað hefur verið til hátíðar á Ráðhústorginu í Osló í dag þar sem hetjurnar úr norska liðinu verða hylltar. Búist er við að um 50.000 manns mæti og gleðjist saman. Eigi að bíða þar til þeir vinni verðlaun „Það er ekki skrýtið að menn tryllist,“ skrifaði Lundh í pistli á Fotbollskanalen en bætti svo við: „Samt sem áður er það undarlegt og nánast aumkunarvert að fagna því á mánudaginn í Ósló að liðið sé komið áfram. Geymið fagnaðarlætin þar til þið hafið mögulega afrekað eitthvað á HM næsta sumar og kannski komið heim með verðlaunapening,“ skrifaði Lundh. Segir Svíum að hugsa um sjálfa sig Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, var spurður út í þessi skrif á blaðamannafundi í dag og svaraði: „Það er í lagi að fagna svolítið þegar maður er kominn á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Það er svolítið langt seilst að kalla það aumkunarvert. Við höfum ekki sömu reynslu af úrslitakeppnum og Svíþjóð og Danmörk undanfarin ár, þá verður þetta svolítið svona.“ Solbakken skaut svo aðeins á Svía sem voru heldur betur langt frá því að tryggja sig beint inn á HM í gegnum undanriðilinn: „Núna held ég að Svíar ættu að einbeita sér að sinni umspilskeppni. Olof Lundh ætti líka að gera það. En hann er fær blaðamaður, svo ég ber virðingu fyrir honum. En með því að segja „aumkunarvert“ var gengið aðeins of langt,“ sagði Solbakken. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Erling Haaland og félagar tryggðu sig endanlega inn á HM í gærkvöld með 4-1 útisigri gegn Ítalíu og sýndu alveg ótrúlega yfirburði í sínum undanriðli. Þeir fengu þar fullt hús stiga, skoruðu heil 37 mörk og fengu aðeins fimm á sig, í átta leikjum. Haaland mun auk þess enda langmarkahæstur í undankeppninni, með 16 mörk, og því óhætt að segja að HM-sæti Noregs sé verðskuldað. Það er jafnframt langþráð því Noregur var síðast á HM karla í fótbolta á síðustu öld, og hefur ekki farið á stórmót síðan á EM árið 2000. View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Það er því ekki að ástæðulausu sem boðað hefur verið til hátíðar á Ráðhústorginu í Osló í dag þar sem hetjurnar úr norska liðinu verða hylltar. Búist er við að um 50.000 manns mæti og gleðjist saman. Eigi að bíða þar til þeir vinni verðlaun „Það er ekki skrýtið að menn tryllist,“ skrifaði Lundh í pistli á Fotbollskanalen en bætti svo við: „Samt sem áður er það undarlegt og nánast aumkunarvert að fagna því á mánudaginn í Ósló að liðið sé komið áfram. Geymið fagnaðarlætin þar til þið hafið mögulega afrekað eitthvað á HM næsta sumar og kannski komið heim með verðlaunapening,“ skrifaði Lundh. Segir Svíum að hugsa um sjálfa sig Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs, var spurður út í þessi skrif á blaðamannafundi í dag og svaraði: „Það er í lagi að fagna svolítið þegar maður er kominn á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Það er svolítið langt seilst að kalla það aumkunarvert. Við höfum ekki sömu reynslu af úrslitakeppnum og Svíþjóð og Danmörk undanfarin ár, þá verður þetta svolítið svona.“ Solbakken skaut svo aðeins á Svía sem voru heldur betur langt frá því að tryggja sig beint inn á HM í gegnum undanriðilinn: „Núna held ég að Svíar ættu að einbeita sér að sinni umspilskeppni. Olof Lundh ætti líka að gera það. En hann er fær blaðamaður, svo ég ber virðingu fyrir honum. En með því að segja „aumkunarvert“ var gengið aðeins of langt,“ sagði Solbakken.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira