Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2025 21:43 Leroy Sané skoraði tvö mörk fyrir Þjóðverja í kvöld. Getty/Gabor Baumgarten Þýskaland og Holland hafa nú bæst í hóp þeirra liða sem spila á HM karla í fótbolta í N-Ameríku næsta sumar. Þau tryggðu sig inn á mótið með látum í kvöld. Þjóðverjar mættu Slóvakíu í úrslitaleik um efsta sæti A-riðils en Slóvakar áttu aldrei neina möguleika í kvöld og steinlágu, 6-0. Newcastle-framherjinn Nick Woltemade skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og staðan var svo orðin 4-0 í hálfleik, eftir að Serge Gnabry skoraði og Florian Wirtz lagði upp tvö mörk fyrir Leroy Sané. Ridle Baku skoraði fimmta markið og hinn 19 ára Assan Ouédraogo skoraði svo í sínum fyrsta A-landsleik, tveimur mínútum eftir að hann kom inn á, eftir stórkostlegan samleik þýska liðsins. Hollendingar í stuði Holland var með svo góða markatölu á toppi G-riðils að útilokað var að liðið myndi ekki komast beint á HM en það gerði liðið með stæl, með 4-0 sigri gegn Litháen. Cody Gakpo verður á HM næsta sumar. Hér fagnar hann marki sínu gegn Litháen í kvöld, úr vítaspyrnu.Getty/Rene Nijhuis Tijjani Reijnders skoraði eina mark fyrri hálfleiks og á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik skoruðu Cody Gakpo, Xavi Simons og Donyell Malen hin þrjú mörkin. Pólverjar enduðu í 2. sæti þessa riðils og fara í HM-umspilið, líkt og Slóvakía úr A-riðlinum. Króatar langefstir Í L-riðli hafði Króatía þegar tryggt sér efsta sæti. Liðið lenti 2-0 undir gegn Svartfjallalandi en vann samt 3-2 útisigur, með mörkum frá Ivan Perisic, Kristijan Jakic og Nikola Vlasic. Tékkar enduðu þar í 2. sæti en þeir unnu 6-0 sigur á Gíbraltar í lokaleiknum og enduðu með 16 stig, sex stigum á eftir Króatíu og fjórum á undan Færeyjum sem lengi vel voru í baráttunni um sæti í HM-umspilinu. Sjö Evrópuþjóðir komnar á HM Evrópuþjóðirnar sem nú eru komnar inn á HM eru England, Frakkland, Noregur, Portúgal, Króatía, Holland og Þýskaland. Á morgun bætist Sviss í hópinn, nema liðið tapi með sex marka mun gegn Kósovó, og Spánn nema liðið tapi með sjö marka mun gegn Tyrklandi. Skotland og Danmörk mætast svo í úrslitaleik í C-riðli þar sem Dönum dugar jafntefli. Austurríki og Bosnía mætast í úrslitaleik í H-riðli, þar sem Austurríki dugar jafntefli á heimavelli, og í J-riðli þurfa Belgar bara að vinna Liechtenstein til að tryggja sér efsta sætið, og jafntefli myndi líklega duga þeim. Fjórar Evrópuþjóðir til viðbótar fara svo á HM í gegnum umspilið í lok mars. Dregið verður í riðla á HM þann 5. desember næstkomandi. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Þjóðverjar mættu Slóvakíu í úrslitaleik um efsta sæti A-riðils en Slóvakar áttu aldrei neina möguleika í kvöld og steinlágu, 6-0. Newcastle-framherjinn Nick Woltemade skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og staðan var svo orðin 4-0 í hálfleik, eftir að Serge Gnabry skoraði og Florian Wirtz lagði upp tvö mörk fyrir Leroy Sané. Ridle Baku skoraði fimmta markið og hinn 19 ára Assan Ouédraogo skoraði svo í sínum fyrsta A-landsleik, tveimur mínútum eftir að hann kom inn á, eftir stórkostlegan samleik þýska liðsins. Hollendingar í stuði Holland var með svo góða markatölu á toppi G-riðils að útilokað var að liðið myndi ekki komast beint á HM en það gerði liðið með stæl, með 4-0 sigri gegn Litháen. Cody Gakpo verður á HM næsta sumar. Hér fagnar hann marki sínu gegn Litháen í kvöld, úr vítaspyrnu.Getty/Rene Nijhuis Tijjani Reijnders skoraði eina mark fyrri hálfleiks og á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik skoruðu Cody Gakpo, Xavi Simons og Donyell Malen hin þrjú mörkin. Pólverjar enduðu í 2. sæti þessa riðils og fara í HM-umspilið, líkt og Slóvakía úr A-riðlinum. Króatar langefstir Í L-riðli hafði Króatía þegar tryggt sér efsta sæti. Liðið lenti 2-0 undir gegn Svartfjallalandi en vann samt 3-2 útisigur, með mörkum frá Ivan Perisic, Kristijan Jakic og Nikola Vlasic. Tékkar enduðu þar í 2. sæti en þeir unnu 6-0 sigur á Gíbraltar í lokaleiknum og enduðu með 16 stig, sex stigum á eftir Króatíu og fjórum á undan Færeyjum sem lengi vel voru í baráttunni um sæti í HM-umspilinu. Sjö Evrópuþjóðir komnar á HM Evrópuþjóðirnar sem nú eru komnar inn á HM eru England, Frakkland, Noregur, Portúgal, Króatía, Holland og Þýskaland. Á morgun bætist Sviss í hópinn, nema liðið tapi með sex marka mun gegn Kósovó, og Spánn nema liðið tapi með sjö marka mun gegn Tyrklandi. Skotland og Danmörk mætast svo í úrslitaleik í C-riðli þar sem Dönum dugar jafntefli. Austurríki og Bosnía mætast í úrslitaleik í H-riðli, þar sem Austurríki dugar jafntefli á heimavelli, og í J-riðli þurfa Belgar bara að vinna Liechtenstein til að tryggja sér efsta sætið, og jafntefli myndi líklega duga þeim. Fjórar Evrópuþjóðir til viðbótar fara svo á HM í gegnum umspilið í lok mars. Dregið verður í riðla á HM þann 5. desember næstkomandi.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira