Lífið

Síðasta púslið væntan­legt í maí

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sænska fyrirsæta Kenza og eiginmaður hennar Alex reyndu að eignast barn í mörg ár áður en frumburðinn Nikola kom í heiminn í júní 2019.
Sænska fyrirsæta Kenza og eiginmaður hennar Alex reyndu að eignast barn í mörg ár áður en frumburðinn Nikola kom í heiminn í júní 2019. Instagram

Sænska fyrirsætan og áhrifavaldurinn, Kenza Zouiton Subosi, og eiginmaður hennar Aleksandar Subosic, eiga von á sínu fjórða barni. Kenza segir draum þeirra hjóna um stóra fjölskyldu við það að rætast. Frá þessu greina þau á Instagram.

„Draumurinn okkar um stóra fjölskyldu er að verða að veruleika. Síðasta púslið okkar er væntanlegt í maí! Mamma, pabbi og þrír stórir bræðurnir þínir eru svo spenntir að hitta þig, litla barnið okkar,“ skrifar Kenza við færsluna. Þar má sjá fallegar myndir af fjölskyldunni saman og glæsilega óléttukúlu.

Kenza varð fyrst þekkt fyrir tískublogg sitt, „Kenzas“, sem hún stofnaði ung að aldri og varð fljótt eitt það vinsælasta í Skandinavíu. Hún er ein af fyrstu stórstjörnunum í bloggheiminum á Norðurlöndunum. Í dag er hún með yfir 1,8 milljón fylgjendur á Instagram og tæplega 37 þúsund á TikTok.

Kenza og Alex reyndu að eignast barn í mörg ár áður en frumburðinn Nikola kom í heiminn í júní 2019. Kenza ræddi opinskátt um ófrjósemina og ferlið á Instagram af mikilli hreinskilni með því markmiði að veita öðrum konum í sömu stöðu stuðning og brjóta tabú-ið um ófrjósemi.

Í dag eiga þau saman þrjá drengi. Nikola, Danilo og Sasha. Sá yngstri fæddist í apríl 2021. Fjölskyldan er búsett í Stokkhólmi í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.