Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 15:23 Þórdís Jóna, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla. Vísir/Ívar Fannar Forstjóri Miðstöðvar menntunar og skóla segir að þau hyggist ekki slíta samstarfi þeirra við gervigreindarfyrirtækið Anthropic. Rithöfundasamband Íslands krafðist þess að samstarfinu yrði slitið. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands sér núna um verkefni þar sem sex hundruð kennarar víðs vegar um landið fá aðgang að annað hvort gervigreind Google, sem heitir Gemini, eða Anthropic, sem heitir Claude. Kennararnir fá að nýta mállíkönin til að aðstoða sig við að undirbúa kennslu. Rithöfundasamband Íslands gagnrýndi harðlega samstarfið þar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að nota milljónir stolinna bóka til að þjálfa gervigreindina. Anthropic gerði dómssátt um hluta bókanna sem fyrirtækið stal en íslenskir rithöfundar fá ekki greitt þar sem að aðrar reglur gilda um höfundarrétt hérlendis. Meðal bóka sem voru nýttar í þjálfun gervigreindarinnar voru bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Halldór Laxness. „Við fengum frá þeim bréf til okkar um þetta mál og við sem sagt svöruðum því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segist taka undir áhyggjur Rithöfundasambandsins og þakkar þeim fyrir að deila sínum áhyggjum. Þórdís segir það sjálfsagt að virða höfundarrétt og siðferðislega nýtingu. Hins vegar ætla þau ekki að slíta samstarfinu líkt og sambandið krefst. „Í þessu verkefni með Anthropic snýst þetta alls ekki um það, við erum ekki að setja neitt þannig efni inn í gervigreindina heldur erum við bara að nýta opinbert efni, hvort sem það er aðalnámskrá eða Barnasáttmálinn“ segir Þórdís. „Við alla veganna teljum að það sé búið að gera sátt um þetta mál og að fyrirtækið hafi látið af þessari háttsemi.“ Verkefnið sé þegar hafið og þar sé unnið eftir mjög skýrum viðmiðum og gildum. Þau séu að stíga fyrstu skref í verkefninu en komi til með að bjóða út verkefnið ef til kemur að öllum kennurum verði boðinn aðgangur að gervigreindinni. Í útboðinu yrði þá hugsanlega gert ráð fyrir hver viðmið fyrirtækjanna eru. „Það gæti alveg verið, en þá eigum við alveg eftir að finna út úr því hvernig þetta er að nýtast og hvað verður gert í framhaldinu.“ Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Stjórnsýsla Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í samstarfi við Kennarasamband Íslands sér núna um verkefni þar sem sex hundruð kennarar víðs vegar um landið fá aðgang að annað hvort gervigreind Google, sem heitir Gemini, eða Anthropic, sem heitir Claude. Kennararnir fá að nýta mállíkönin til að aðstoða sig við að undirbúa kennslu. Rithöfundasamband Íslands gagnrýndi harðlega samstarfið þar sem fyrirtækið hefur viðurkennt að nota milljónir stolinna bóka til að þjálfa gervigreindina. Anthropic gerði dómssátt um hluta bókanna sem fyrirtækið stal en íslenskir rithöfundar fá ekki greitt þar sem að aðrar reglur gilda um höfundarrétt hérlendis. Meðal bóka sem voru nýttar í þjálfun gervigreindarinnar voru bækur eftir Yrsu Sigurðardóttur, Arnald Indriðason og Halldór Laxness. „Við fengum frá þeim bréf til okkar um þetta mál og við sem sagt svöruðum því,“ segir Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segist taka undir áhyggjur Rithöfundasambandsins og þakkar þeim fyrir að deila sínum áhyggjum. Þórdís segir það sjálfsagt að virða höfundarrétt og siðferðislega nýtingu. Hins vegar ætla þau ekki að slíta samstarfinu líkt og sambandið krefst. „Í þessu verkefni með Anthropic snýst þetta alls ekki um það, við erum ekki að setja neitt þannig efni inn í gervigreindina heldur erum við bara að nýta opinbert efni, hvort sem það er aðalnámskrá eða Barnasáttmálinn“ segir Þórdís. „Við alla veganna teljum að það sé búið að gera sátt um þetta mál og að fyrirtækið hafi látið af þessari háttsemi.“ Verkefnið sé þegar hafið og þar sé unnið eftir mjög skýrum viðmiðum og gildum. Þau séu að stíga fyrstu skref í verkefninu en komi til með að bjóða út verkefnið ef til kemur að öllum kennurum verði boðinn aðgangur að gervigreindinni. Í útboðinu yrði þá hugsanlega gert ráð fyrir hver viðmið fyrirtækjanna eru. „Það gæti alveg verið, en þá eigum við alveg eftir að finna út úr því hvernig þetta er að nýtast og hvað verður gert í framhaldinu.“
Gervigreind Skóla- og menntamál Grunnskólar Stjórnsýsla Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira