Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 18. nóvember 2025 17:01 Staðhæfingarnar „við þurfum að hugsa um okkur áður en við getum hjálpað annars staðar“ og „það er líka fátækt fólk á Íslandi og það gengur fyrir“ heyrast því miður oft og virðast fá hljómgrunn víða hér á landi. Staðhæfingar sem þessar endurspegla það viðhorf að heimurinn sé ekki ein heild og að velferð okkar hér á Íslandi sé óháð því sem gerist annars staðar í heiminum. Slíkt er hættuleg sjálfsblekking. Heimurinn er of samtengdur til að við getum leyft okkur að stinga hausnum í sandinn og lokað augunum fyrir stöðunni annars staðar í heiminum. Þróunarsamvinna er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr Í heimi þar sem stríð, óstöðugleiki og loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf milljóna er mikilvægi þróunarsamvinnu gríðarlegt. Þrátt fyrir að þörfin sé brýn og jafnvel brýnni en nokkru sinni fyrr hafa mörg ríki dregið úr framlögum sínum með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk í neyð. Kreppur og átök annars staðar í heiminum hafa jafnframt bein áhrif á íslenskan veruleika; matvælaverð hækkar, fólki á flótta fjölgar og óstöðugleiki eykst. Með því að efla samfélög til að nýta eigin krafta og þekkingu, í gegnum menntun, jafnrétti og sjálfbærar lausnir, styrkjum við grunn friðar og stöðugleika sem nær langt út fyrir landamæri þeirra samfélaga. Þróunarsamvinna er þannig fjárfesting í öruggari og réttlátari heimi, ekki ölmusa, heldur samábyrgð á framtíð sem við deilum öll. Við eigum því ekki að spyrja hvort við getum hjálpað, heldur hvort við getum leyft okkur að gera það ekki. Íslendingar bera ábyrgð Ísland hefur á undanförnum árum byggt upp orðspor sem áreiðanlegur og ábyrgur samstarfsaðili í þróunarsamvinnu. Það orðspor ber að verja. Þróunarsamvinna er ekki aðeins hluti af utanríkisstefnu landsins, hún endurspeglar einnig hver við erum sem þjóð og hvaða gildum við stöndum fyrir. Því má fagna að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum – slíkt endurspeglar ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum. Ef við viljum samfélag sem byggir á jafnrétti, virðingu og mannlegri reisn, verðum við að standa með þeim gildum, ekki aðeins heima fyrir, heldur líka utan landsteinanna. Að styðja aðra er ekki í mótsögn við að hugsa um okkur sjálf, þvert á móti. Með því að taka þátt í lausnum á hnattrænum áskorunum styrkjum við grunninn að betri og öruggari framtíð fyrir öll. Við búum ekki öll við sömu tækifæri, en við berum sameiginlega ábyrgð á að skapa heim þar sem öll fá að blómstra. Við gætum allt eins verið fædd þar sem hungrið sverfur að, stríð geysar eða framtíðin er óviss. Að finna til með öðrum og sýna samkennd, óháð uppruna eða staðsetningu, er því ekki aðeins siðferðileg skylda okkar heldur forsenda þess að byggja réttlátara og friðsamara samfélag. Hvort sem það er hér á Íslandi þar sem við njótum öryggis og mannsæmandi lífskjara eða úti í hinum stóra heimi þar sem börn vakna við sprengingar í fjarska og baráttan fyrir því að lifa af er daglegt brauð – þá verður samkenndin að vera hluti af veruleika allra. Höfundur er formaður stjórnar AMSIS á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Staðhæfingarnar „við þurfum að hugsa um okkur áður en við getum hjálpað annars staðar“ og „það er líka fátækt fólk á Íslandi og það gengur fyrir“ heyrast því miður oft og virðast fá hljómgrunn víða hér á landi. Staðhæfingar sem þessar endurspegla það viðhorf að heimurinn sé ekki ein heild og að velferð okkar hér á Íslandi sé óháð því sem gerist annars staðar í heiminum. Slíkt er hættuleg sjálfsblekking. Heimurinn er of samtengdur til að við getum leyft okkur að stinga hausnum í sandinn og lokað augunum fyrir stöðunni annars staðar í heiminum. Þróunarsamvinna er mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr Í heimi þar sem stríð, óstöðugleiki og loftslagsbreytingar hafa áhrif á líf milljóna er mikilvægi þróunarsamvinnu gríðarlegt. Þrátt fyrir að þörfin sé brýn og jafnvel brýnni en nokkru sinni fyrr hafa mörg ríki dregið úr framlögum sínum með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk í neyð. Kreppur og átök annars staðar í heiminum hafa jafnframt bein áhrif á íslenskan veruleika; matvælaverð hækkar, fólki á flótta fjölgar og óstöðugleiki eykst. Með því að efla samfélög til að nýta eigin krafta og þekkingu, í gegnum menntun, jafnrétti og sjálfbærar lausnir, styrkjum við grunn friðar og stöðugleika sem nær langt út fyrir landamæri þeirra samfélaga. Þróunarsamvinna er þannig fjárfesting í öruggari og réttlátari heimi, ekki ölmusa, heldur samábyrgð á framtíð sem við deilum öll. Við eigum því ekki að spyrja hvort við getum hjálpað, heldur hvort við getum leyft okkur að gera það ekki. Íslendingar bera ábyrgð Ísland hefur á undanförnum árum byggt upp orðspor sem áreiðanlegur og ábyrgur samstarfsaðili í þróunarsamvinnu. Það orðspor ber að verja. Þróunarsamvinna er ekki aðeins hluti af utanríkisstefnu landsins, hún endurspeglar einnig hver við erum sem þjóð og hvaða gildum við stöndum fyrir. Því má fagna að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um að auka framlög til þróunarsamvinnu á næstu árum – slíkt endurspeglar ábyrgð, framsýni og virðingu fyrir alþjóðlegum skuldbindingum. Ef við viljum samfélag sem byggir á jafnrétti, virðingu og mannlegri reisn, verðum við að standa með þeim gildum, ekki aðeins heima fyrir, heldur líka utan landsteinanna. Að styðja aðra er ekki í mótsögn við að hugsa um okkur sjálf, þvert á móti. Með því að taka þátt í lausnum á hnattrænum áskorunum styrkjum við grunninn að betri og öruggari framtíð fyrir öll. Við búum ekki öll við sömu tækifæri, en við berum sameiginlega ábyrgð á að skapa heim þar sem öll fá að blómstra. Við gætum allt eins verið fædd þar sem hungrið sverfur að, stríð geysar eða framtíðin er óviss. Að finna til með öðrum og sýna samkennd, óháð uppruna eða staðsetningu, er því ekki aðeins siðferðileg skylda okkar heldur forsenda þess að byggja réttlátara og friðsamara samfélag. Hvort sem það er hér á Íslandi þar sem við njótum öryggis og mannsæmandi lífskjara eða úti í hinum stóra heimi þar sem börn vakna við sprengingar í fjarska og baráttan fyrir því að lifa af er daglegt brauð – þá verður samkenndin að vera hluti af veruleika allra. Höfundur er formaður stjórnar AMSIS á Íslandi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun