Íslenski boltinn

Árni Snær á­fram milli stanganna hjá Stjörnunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni Snær Ólafsson hefur aðeins misst af tveimur deildarleikjum síðan hann kom til Stjörnunnar 2023.
Árni Snær Ólafsson hefur aðeins misst af tveimur deildarleikjum síðan hann kom til Stjörnunnar 2023. vísir/diego

Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna út næsta tímabil.

Árni gekk í raðir Stjörnunnar frá ÍA fyrir tímabilið 2023. Undanfarin þrjú sumur hefur hann leikið 79 af 81 leik Garðabæjarliðsins í Bestu deildinni.

Á síðasta tímabili lék Árni alla 27 leiki Stjörnunnar í Bestu deildinni. Liðið endaði í 3. sæti.

Árni, sem er 34 ára, hefur leikið 205 leiki í efstu deild auk 53 leikja í næstefstu deild.

Varnarmaðurinn reyndi, Steven Caulker, er farinn frá Stjörnunni en liðið fékk kantmanninn Birni Snæ Ingason frá KA.


Tengdar fréttir

Samningi Caulkers við Stjörnuna rift

Enski fótboltamaðurinn Steven Caulker hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna og yfirgefið félagið, ári fyrr en samningur hans sagði til um.

Birnir frá Akureyri í Garðabæ

Birnir Snær Ingason er genginn í raðir Stjörnunnar. Félagið kynnti um skipti hans á samfélagsmiðlum sínum síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×