Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2025 21:01 Árni segir þetta skýrt brot á áfengislöggjöfinni. Vísir/Arnar Lögreglan er með til skoðunar mál þar sem íþróttafélag seldi áfengi beint til stuðningsmanna. Dæmi eru um að fleiri félög hafi gert það sama og jafnvel sent áfengið heim að dyrum. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust á dögunum ábending um að Íþróttabandalag Vestmannaeyja væri að selja kassa af bjór beint til stuðningsmanna og auglýsti á samfélagsmiðlum að hægt væri að fá tuttugu og fjórar dósir af bjór á tíu þúsund krónur. Samtökin höfðu í framhaldinu samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna málsins. „Þetta er brot á áfengisauglýsingum. Þetta er brot á lögum um áfengissölu og þetta er algjörlega ósiðlegt og óboðlegt,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Lögreglan er nú með málið til skoðunar en forsvarsmenn ÍBV tóku bjórinn strax úr sölu þegar lögreglan hafði samband. „Handknattleiksdeildin ákvað að fara þessa leið til fjáröflunar, að láta framleiða bjór til að selja, og er svo sem að fara að fordæmi annarra félaga sem hafa gert slíkt hið sama. Sú fjáröflun hjá þeim liðum hefur bara gengið ósköp vel þannig við töldum okkur ekki vera að gera neitt rangt varðandi það,“ segir Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. Ekki einsdæmi Þannig hafa fleiri félög selt áfengi merkt þeim og dæmi um að þau hafi keyrt það heim til stuðningsmanna. Í byrjun sumars greindi fréttastofa frá því að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu væru sum hver að selja áfengi á leikjum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. „Það eru engar hömlur orðnar í neinu og það er auðvitað það erfiða sem erfitt í þessu að lögregluyfirvöld skuli ekki hafa brugðist miklu fastar við. Mér finnst íþróttahreyfingin í raun og veru vera að bregðast sínum markmiðum. Sínum siðferðilegu gildum. Sínu mikilvæga uppeldishlutverki og mér finnst í raun og verunni þau verða að setjast niður öll hreyfingin og velta fyrir sér fyrir hvað við stöndum. Íþróttahreyfingin getur aldrei verið í því hlutverki að standa fyrir áfengissölu og auglýsa áfengi,“ segir Árni. „Ég held að það sé bara gott að opna á samtal og fá alla að borðinu og ræða þessi mál. Auðvitað eru íþróttafélögin í framlínunni þegar kemur að forvörnum og eiga að sjálfsögðu að vera það. Íþróttastarf kostar peninga og það þarf að leita leiða til að afla fjár og þetta var ein leið og hefur gengið vel hjá öðrum félögum en ég held að punkturinn sé að opna á samtalið en ég held að það sé öllum til góðs.“ Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Vestmannaeyjar ÍBV Tengdar fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust á dögunum ábending um að Íþróttabandalag Vestmannaeyja væri að selja kassa af bjór beint til stuðningsmanna og auglýsti á samfélagsmiðlum að hægt væri að fá tuttugu og fjórar dósir af bjór á tíu þúsund krónur. Samtökin höfðu í framhaldinu samband við lögregluna í Vestmannaeyjum vegna málsins. „Þetta er brot á áfengisauglýsingum. Þetta er brot á lögum um áfengissölu og þetta er algjörlega ósiðlegt og óboðlegt,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Lögreglan er nú með málið til skoðunar en forsvarsmenn ÍBV tóku bjórinn strax úr sölu þegar lögreglan hafði samband. „Handknattleiksdeildin ákvað að fara þessa leið til fjáröflunar, að láta framleiða bjór til að selja, og er svo sem að fara að fordæmi annarra félaga sem hafa gert slíkt hið sama. Sú fjáröflun hjá þeim liðum hefur bara gengið ósköp vel þannig við töldum okkur ekki vera að gera neitt rangt varðandi það,“ segir Ellert Scheving framkvæmdastjóri ÍBV. Ekki einsdæmi Þannig hafa fleiri félög selt áfengi merkt þeim og dæmi um að þau hafi keyrt það heim til stuðningsmanna. Í byrjun sumars greindi fréttastofa frá því að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu væru sum hver að selja áfengi á leikjum án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. „Það eru engar hömlur orðnar í neinu og það er auðvitað það erfiða sem erfitt í þessu að lögregluyfirvöld skuli ekki hafa brugðist miklu fastar við. Mér finnst íþróttahreyfingin í raun og veru vera að bregðast sínum markmiðum. Sínum siðferðilegu gildum. Sínu mikilvæga uppeldishlutverki og mér finnst í raun og verunni þau verða að setjast niður öll hreyfingin og velta fyrir sér fyrir hvað við stöndum. Íþróttahreyfingin getur aldrei verið í því hlutverki að standa fyrir áfengissölu og auglýsa áfengi,“ segir Árni. „Ég held að það sé bara gott að opna á samtal og fá alla að borðinu og ræða þessi mál. Auðvitað eru íþróttafélögin í framlínunni þegar kemur að forvörnum og eiga að sjálfsögðu að vera það. Íþróttastarf kostar peninga og það þarf að leita leiða til að afla fjár og þetta var ein leið og hefur gengið vel hjá öðrum félögum en ég held að punkturinn sé að opna á samtalið en ég held að það sé öllum til góðs.“
Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Börn og uppeldi Vestmannaeyjar ÍBV Tengdar fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Stjórn Ungmennafélags Íslands hefur lagt fram tillögu varðandi áfengissölu á íþróttaviðburðum, fyrir 54. Sambandsþing UMFÍ sem fram fer í Stykkishólmi nú um helgina. Hún leggst ekki gegn áfengissölu en kallar eftir vandvirkni og skýrum viðmiðum hjá íþróttafélögunum. 11. október 2025 07:00