Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2025 21:56 Steinunn Þórðardóttir ræddi um einmanaleika og heilabilun í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Arnar Ástralskar rannsóknir benda til þess að tilfellum heilabilunar og minnisglapa fari fjölgandi hjá ungu fólki, og hefur aukningin verið rakin til aukinnar notkunar snjalltækja. Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir, segir að ekkert liggi fyrir í þessum efnum og tengslin við skjánotkun sé bara vangavelta á þessu stigi máls, þótt hún sé ekki ólíkleg. Hún segir mikla skjánotkun meðal þekktra áhættuþátta á bak við heilabilun, en aðrir þættir séu til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. Ástralskir fjölmiðlar hafa sagt frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á að tilfellum heilabilunar hafi fjölgað hjá fólki á aldursbilinu 33-45 um allt að 400 prósent, og er orsökin rakin til gríðarlegrar skjánotkunar. Útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rákust á þessar rannsóknir og báru þær undir Steinunni Þórðardóttur, sem er öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Er þetta eitthvað sem þú getur kvittað undir? „Ekki svona án frekari skoðunar, en ég dreg svosem ekkert í efa að heilabilunartilvikum hafi fjölgað í þessum aldurshópi eins og gert er grein fyrir þarna.“ Þarna sé um að ræða heilabilunarsjúkdóma sem séu ágengir, ólæknandi sjúkdómar og þetta sé gríðarlega alvarleg þróun. „En maður spyr sig um þessa tengingu við samfélagsmiðla og hún er líka í raun bara vangavelta hjá þeim. Þannig það er ekki til nein rannsókn sem tengir þetta tvennt saman með óhyggjandi hætti, svo ég viti til,“ segir Steinunn. Einmanaleiki einn af stóru áskorununum Steinunn heldur að það sé sennilega mikið til í vangaveltuni um skjánotkun sem orsök. Hins vegar séu margir aðrir þekktir áhættuþættir á bak við heilabilun, til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. „Heyrnartapið er stærst af þessu sem ég hef talið upp. Það er talið vera vegna þess að ef maður heyrir illa, að þá á maður erfiðara með að taka þátt í félagslegum samskiptum, samtölum og öðru.“ Fólk einangrist í raun vegna heyrnarskerðingar. Steinunn segir að einmanaleiki sé ein af stóru áskorununum sem eldra fólk glímir við í dag. „Einmanaleikinn er að aukast mikið og maður sér það í öllum aldursflokkum, og eins og ég segi, þess vegna er ég ekkert hissa á því að menn séu að hugsa um þessa tengingu í þessari rannsókn þegar þeir horfa á þennan aldurshóp.“ Rannsóknir hafi sýnt fram á að einmanaleiki sé álíka hættulegur og að reykja fimmtán sígarettur á dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Ástralskir fjölmiðlar hafa sagt frá rannsóknum sem hafa sýnt fram á að tilfellum heilabilunar hafi fjölgað hjá fólki á aldursbilinu 33-45 um allt að 400 prósent, og er orsökin rakin til gríðarlegrar skjánotkunar. Útvarpsmennirnir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni rákust á þessar rannsóknir og báru þær undir Steinunni Þórðardóttur, sem er öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands. Er þetta eitthvað sem þú getur kvittað undir? „Ekki svona án frekari skoðunar, en ég dreg svosem ekkert í efa að heilabilunartilvikum hafi fjölgað í þessum aldurshópi eins og gert er grein fyrir þarna.“ Þarna sé um að ræða heilabilunarsjúkdóma sem séu ágengir, ólæknandi sjúkdómar og þetta sé gríðarlega alvarleg þróun. „En maður spyr sig um þessa tengingu við samfélagsmiðla og hún er líka í raun bara vangavelta hjá þeim. Þannig það er ekki til nein rannsókn sem tengir þetta tvennt saman með óhyggjandi hætti, svo ég viti til,“ segir Steinunn. Einmanaleiki einn af stóru áskorununum Steinunn heldur að það sé sennilega mikið til í vangaveltuni um skjánotkun sem orsök. Hins vegar séu margir aðrir þekktir áhættuþættir á bak við heilabilun, til dæmis einmanaleiki, félagsleg einangrun, þunglyndi og heyrnartap. „Heyrnartapið er stærst af þessu sem ég hef talið upp. Það er talið vera vegna þess að ef maður heyrir illa, að þá á maður erfiðara með að taka þátt í félagslegum samskiptum, samtölum og öðru.“ Fólk einangrist í raun vegna heyrnarskerðingar. Steinunn segir að einmanaleiki sé ein af stóru áskorununum sem eldra fólk glímir við í dag. „Einmanaleikinn er að aukast mikið og maður sér það í öllum aldursflokkum, og eins og ég segi, þess vegna er ég ekkert hissa á því að menn séu að hugsa um þessa tengingu í þessari rannsókn þegar þeir horfa á þennan aldurshóp.“ Rannsóknir hafi sýnt fram á að einmanaleiki sé álíka hættulegur og að reykja fimmtán sígarettur á dag. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent