Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 06:19 Juninho Bacuna og Leandro Bacuna, lansliðsmenn Curacao, fagna sigri í undankeppni HM sem varð söguleg fyrir þessa fámenny þjóð. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Curacao varð í nótt fámennasta þjóð sögunnar til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu eftir að hafa náð 0-0 jafntefli gegn Jamaíka á lokadegi undankeppni Norður- og Mið-Ameríku, CONCACAF. Panama og Haítí tryggðu sér einnig sæti á HM í spennandi lokaumferð undankeppninnar þaðan sem allar gestgjafaþjóðirnar þrjár, Bandaríkin, Mexíkó og Kanada eiga þegar öruggt sæti. Hin agnarsmáa eyþjóð í Karíbahafi telur aðeins 156.115 íbúa og er einungis 444 ferkílómetrar að stærð. Curacao var eina ósigraða þjóðin í keppninni og endaði á toppi B-riðils með tólf stig. Þeir slógu met Íslands frá árinu 2018 þegar íslenska landsliðið komst á HM í Rússlandi með rúmlega 350.000 íbúa. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Curacao, undir stjórn Dick Advocaat, fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni, sem missti af leiknum gegn Jamaíka af persónulegum ástæðum, fór taplaust í gegnum alla undankeppnina og vann meðal annars risastóran 7-0 sigur á Bermúda á leið sinni að HM-sætinu. Advocaat stýrði hollenska landsliðinu þrisvar sinnum og þjálfaði einnig Suður-Kóreu, Belgíu og Rússland áður en hann tók við liði Curaçao. Curacao fær að vita hvaða liðum það mætir í riðlakeppninni í sinni fyrstu sögulegu þátttöku á HM næsta sumar þegar dregið verður 5. desember í Kennedy Center í Washington D.C. Panama komst á sitt annað heimsmeistaramót eftir 3-0 sigur á El Salvador með mörkum frá Cesar Blackman og Erick Davis í fyrri hálfleik. Jose Luis Rodriguez bætti við marki fyrir Panama, en eina fyrri þátttaka þeirra á HM var í Rússlandi 2018. Panama endaði sem besta liðið í A-riðli með tólf stig á meðan Súrínam, sem leiddi riðilinn á markamun fyrir lokaumferðina, tapaði 3-1 gegn Gvatemala og endaði í öðru sæti með níu stig. Haítí átti óvænt góða undankeppni og vann C-riðil. Liðið varð á undan sigurstranglegri liðum Hondúras og Kosta Ríka eftir 2-1 sigur á Níkaragva. Úrslitin í C-riðli þýða að hvorki Hondúras né Kosta Ríka taka þátt í mótinu næsta sumar. Loicious Deedson opnaði markareikninginn á níundu mínútu og Ruben Providence bætti við marki á 45. mínútu. Eina fyrri þátttaka Haítí á HM var í Þýskalandi árið 1974. Haítí endaði með ellefu stig á meðan Hondúras hafði níu og Kosta Ríka endaði með sjö. Liðin í öðru sæti, Jamaíka og Súrínam, tryggðu sér síðustu tvö sæti CONCACAF í umspili milli álfusambanda FIFA og munu keppa við Bólivíu, Nýju-Kaledóníu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Írak í sex liða móti í mars um tvö laus sæti á HM. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Panama og Haítí tryggðu sér einnig sæti á HM í spennandi lokaumferð undankeppninnar þaðan sem allar gestgjafaþjóðirnar þrjár, Bandaríkin, Mexíkó og Kanada eiga þegar öruggt sæti. Hin agnarsmáa eyþjóð í Karíbahafi telur aðeins 156.115 íbúa og er einungis 444 ferkílómetrar að stærð. Curacao var eina ósigraða þjóðin í keppninni og endaði á toppi B-riðils með tólf stig. Þeir slógu met Íslands frá árinu 2018 þegar íslenska landsliðið komst á HM í Rússlandi með rúmlega 350.000 íbúa. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Curacao, undir stjórn Dick Advocaat, fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni, sem missti af leiknum gegn Jamaíka af persónulegum ástæðum, fór taplaust í gegnum alla undankeppnina og vann meðal annars risastóran 7-0 sigur á Bermúda á leið sinni að HM-sætinu. Advocaat stýrði hollenska landsliðinu þrisvar sinnum og þjálfaði einnig Suður-Kóreu, Belgíu og Rússland áður en hann tók við liði Curaçao. Curacao fær að vita hvaða liðum það mætir í riðlakeppninni í sinni fyrstu sögulegu þátttöku á HM næsta sumar þegar dregið verður 5. desember í Kennedy Center í Washington D.C. Panama komst á sitt annað heimsmeistaramót eftir 3-0 sigur á El Salvador með mörkum frá Cesar Blackman og Erick Davis í fyrri hálfleik. Jose Luis Rodriguez bætti við marki fyrir Panama, en eina fyrri þátttaka þeirra á HM var í Rússlandi 2018. Panama endaði sem besta liðið í A-riðli með tólf stig á meðan Súrínam, sem leiddi riðilinn á markamun fyrir lokaumferðina, tapaði 3-1 gegn Gvatemala og endaði í öðru sæti með níu stig. Haítí átti óvænt góða undankeppni og vann C-riðil. Liðið varð á undan sigurstranglegri liðum Hondúras og Kosta Ríka eftir 2-1 sigur á Níkaragva. Úrslitin í C-riðli þýða að hvorki Hondúras né Kosta Ríka taka þátt í mótinu næsta sumar. Loicious Deedson opnaði markareikninginn á níundu mínútu og Ruben Providence bætti við marki á 45. mínútu. Eina fyrri þátttaka Haítí á HM var í Þýskalandi árið 1974. Haítí endaði með ellefu stig á meðan Hondúras hafði níu og Kosta Ríka endaði með sjö. Liðin í öðru sæti, Jamaíka og Súrínam, tryggðu sér síðustu tvö sæti CONCACAF í umspili milli álfusambanda FIFA og munu keppa við Bólivíu, Nýju-Kaledóníu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Írak í sex liða móti í mars um tvö laus sæti á HM. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira