Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 06:19 Juninho Bacuna og Leandro Bacuna, lansliðsmenn Curacao, fagna sigri í undankeppni HM sem varð söguleg fyrir þessa fámenny þjóð. Getty/GERRIT VAN COLOGNE Curacao varð í nótt fámennasta þjóð sögunnar til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu eftir að hafa náð 0-0 jafntefli gegn Jamaíka á lokadegi undankeppni Norður- og Mið-Ameríku, CONCACAF. Panama og Haítí tryggðu sér einnig sæti á HM í spennandi lokaumferð undankeppninnar þaðan sem allar gestgjafaþjóðirnar þrjár, Bandaríkin, Mexíkó og Kanada eiga þegar öruggt sæti. Hin agnarsmáa eyþjóð í Karíbahafi telur aðeins 156.115 íbúa og er einungis 444 ferkílómetrar að stærð. Curacao var eina ósigraða þjóðin í keppninni og endaði á toppi B-riðils með tólf stig. Þeir slógu met Íslands frá árinu 2018 þegar íslenska landsliðið komst á HM í Rússlandi með rúmlega 350.000 íbúa. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Curacao, undir stjórn Dick Advocaat, fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni, sem missti af leiknum gegn Jamaíka af persónulegum ástæðum, fór taplaust í gegnum alla undankeppnina og vann meðal annars risastóran 7-0 sigur á Bermúda á leið sinni að HM-sætinu. Advocaat stýrði hollenska landsliðinu þrisvar sinnum og þjálfaði einnig Suður-Kóreu, Belgíu og Rússland áður en hann tók við liði Curaçao. Curacao fær að vita hvaða liðum það mætir í riðlakeppninni í sinni fyrstu sögulegu þátttöku á HM næsta sumar þegar dregið verður 5. desember í Kennedy Center í Washington D.C. Panama komst á sitt annað heimsmeistaramót eftir 3-0 sigur á El Salvador með mörkum frá Cesar Blackman og Erick Davis í fyrri hálfleik. Jose Luis Rodriguez bætti við marki fyrir Panama, en eina fyrri þátttaka þeirra á HM var í Rússlandi 2018. Panama endaði sem besta liðið í A-riðli með tólf stig á meðan Súrínam, sem leiddi riðilinn á markamun fyrir lokaumferðina, tapaði 3-1 gegn Gvatemala og endaði í öðru sæti með níu stig. Haítí átti óvænt góða undankeppni og vann C-riðil. Liðið varð á undan sigurstranglegri liðum Hondúras og Kosta Ríka eftir 2-1 sigur á Níkaragva. Úrslitin í C-riðli þýða að hvorki Hondúras né Kosta Ríka taka þátt í mótinu næsta sumar. Loicious Deedson opnaði markareikninginn á níundu mínútu og Ruben Providence bætti við marki á 45. mínútu. Eina fyrri þátttaka Haítí á HM var í Þýskalandi árið 1974. Haítí endaði með ellefu stig á meðan Hondúras hafði níu og Kosta Ríka endaði með sjö. Liðin í öðru sæti, Jamaíka og Súrínam, tryggðu sér síðustu tvö sæti CONCACAF í umspili milli álfusambanda FIFA og munu keppa við Bólivíu, Nýju-Kaledóníu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Írak í sex liða móti í mars um tvö laus sæti á HM. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira
Panama og Haítí tryggðu sér einnig sæti á HM í spennandi lokaumferð undankeppninnar þaðan sem allar gestgjafaþjóðirnar þrjár, Bandaríkin, Mexíkó og Kanada eiga þegar öruggt sæti. Hin agnarsmáa eyþjóð í Karíbahafi telur aðeins 156.115 íbúa og er einungis 444 ferkílómetrar að stærð. Curacao var eina ósigraða þjóðin í keppninni og endaði á toppi B-riðils með tólf stig. Þeir slógu met Íslands frá árinu 2018 þegar íslenska landsliðið komst á HM í Rússlandi með rúmlega 350.000 íbúa. View this post on Instagram A post shared by Curaçao National Football Team (@thebluewaveffk) Curacao, undir stjórn Dick Advocaat, fyrrverandi stjóra í ensku úrvalsdeildinni, sem missti af leiknum gegn Jamaíka af persónulegum ástæðum, fór taplaust í gegnum alla undankeppnina og vann meðal annars risastóran 7-0 sigur á Bermúda á leið sinni að HM-sætinu. Advocaat stýrði hollenska landsliðinu þrisvar sinnum og þjálfaði einnig Suður-Kóreu, Belgíu og Rússland áður en hann tók við liði Curaçao. Curacao fær að vita hvaða liðum það mætir í riðlakeppninni í sinni fyrstu sögulegu þátttöku á HM næsta sumar þegar dregið verður 5. desember í Kennedy Center í Washington D.C. Panama komst á sitt annað heimsmeistaramót eftir 3-0 sigur á El Salvador með mörkum frá Cesar Blackman og Erick Davis í fyrri hálfleik. Jose Luis Rodriguez bætti við marki fyrir Panama, en eina fyrri þátttaka þeirra á HM var í Rússlandi 2018. Panama endaði sem besta liðið í A-riðli með tólf stig á meðan Súrínam, sem leiddi riðilinn á markamun fyrir lokaumferðina, tapaði 3-1 gegn Gvatemala og endaði í öðru sæti með níu stig. Haítí átti óvænt góða undankeppni og vann C-riðil. Liðið varð á undan sigurstranglegri liðum Hondúras og Kosta Ríka eftir 2-1 sigur á Níkaragva. Úrslitin í C-riðli þýða að hvorki Hondúras né Kosta Ríka taka þátt í mótinu næsta sumar. Loicious Deedson opnaði markareikninginn á níundu mínútu og Ruben Providence bætti við marki á 45. mínútu. Eina fyrri þátttaka Haítí á HM var í Þýskalandi árið 1974. Haítí endaði með ellefu stig á meðan Hondúras hafði níu og Kosta Ríka endaði með sjö. Liðin í öðru sæti, Jamaíka og Súrínam, tryggðu sér síðustu tvö sæti CONCACAF í umspili milli álfusambanda FIFA og munu keppa við Bólivíu, Nýju-Kaledóníu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Írak í sex liða móti í mars um tvö laus sæti á HM. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Sjá meira