Erlent

100 ára yfir­ráðum Jafnaðar­manna í Kaup­manna­höfn lokið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skoðanakannanir bentu til þess að Jafnaðarmönnum yrði refsað fyrir meinta hægrisveiflu forsætisráðherrans Mette Frederiksen.
Skoðanakannanir bentu til þess að Jafnaðarmönnum yrði refsað fyrir meinta hægrisveiflu forsætisráðherrans Mette Frederiksen. Getty/NurPhoto/Kristian Tuxen Ladegaard

Hundrað ára stjórn Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn er nú lokið eftir að flokkurinn beið lægri hlut í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Danmörku í gær.

Frambjóðandi þeirra til embættis yfirborgarstjóra, ráðherrann fyrrverandi Pernille Rosenkratz-Theil, hefur viðurkennt ósigurinn og segir hann afar sáran.

Sósíalíski þjóðarflokkurinn, eða SF er nú stærsti flokkurinn í borgarstjórn höfuðborgarinnar, þrátt fyrir að hafa tapað nokkru fylgi, en Sósíalíski þjóðarflokkurinn er hástökkvarinn, með tæp 18 prósent atkvæða.

Jafnaðarmenn eru svo þriðju stærstir og ljóst að borgarstjórastóllinn er runninn þeim úr greipum. 

Í morgun var svo tilkynnt um að nýr yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar verði Sisse Marie Welling oddviti SF. 

Skoðannakannanir bentu til þess að þetta gæti orðið raunin og var hægri beygju formannsins, Mette Frederiksen, ekki síst í innflytjendamálum, kennt um dvínandi fylgi í höfuðborginni.

Jafnaðarmenn töpuðu raunar fylgi víða um Danmörku í gær og misstu um fimm prósenta fylgi á landsvísu miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×