Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton, Hulda Jónsdóttir Tölgyes, Klara Ósk Elíasdóttir, Ragnheiður Gröndal, Rósa Líf Darradóttir og Valgerður Árnadóttir skrifa 19. nóvember 2025 11:03 Við Íslendingar þekkjum öll söguna um jólaköttinn. Risavaxið kattarkvikindi sem át börnin sem fengu ekkert nýtt um jólin. Við vitum auðvitað að sagan er uppspuni, en hún lifir enn. Mögulega vegna þess að hún hjálpar okkur að réttlæta jólaæðið sem hellist yfir fólk á hverju ári. Ef við kaupum ekki eitthvað nýtt þá hlýtur eitthvað hræðilegt að gerast. Er það ekki annars? Um hátíðirnar hellist yfir okkur algjört kaupæði sem smitast manna á milli á kaffistofum vinnustaða, í saumaklúbbum, streymir frá útvarpstækjunum í eftirmiðdagsumferðinni og leggur alla rökhugsun að velli. Kaupmenn keppast við að sannfæra okkur um að þetta ár verðum við að toppa okkur sjálf. Flottari gjafir, stærri pakkar, meira og dýrara dót. Og ef veskið tæmist þá rífum við fram kreditkortið og skuldum bara framtíðinni. Hún sendir hvort sem er ekki reikning fyrr en í janúar. Málið er að til eru mun hræðilegri sögur en þessi um jólaköttinn. Þær eru alveg jafn óhugnanlegar, en þessar sögur leiða til raunverulegs dauða og þjáningar. Þær fjalla um að það sé nauðsynlegt að kaupa flíkina með ekta loðkraganum, pelsinn úr ekta feldinum og töskuna úr ekta leðrinu. Það er nú einu sinni svo fallegt. Svo hlýtt. Svo virðulegt. Svo ekta. Refur í loðdýrabúi í Finnlandi sem er Saga furs vottað. Mynd: Claire Bass HWA Loðdýr lifa ekki ævintýralífi í mjúkum snjó eins og markaðsöflin vilja láta okkur halda. Víðfeðm rannsókn Evrópsku Matvælastofnunarinnar (2025) [EFSA] sýndi að loðdýrarækt er grimm og dýrin lifa við hörmulegar aðstæður. Þessi litlu dýr, sem flest eru bara nokkurra mánaða og hafa ekki náð fullum þroska þegar þau eru drepin, eyða öllu lífi sínu í litlum, köldum, þröngum og skítugum búrum þar sem þau geta varla snúið sér. Þau fara aldrei út, leika sér aldrei, finna aldrei fyrir öðru en skít, ótta og streitu. Þar til þau fá rafmagnsstungu í munn og endaþarm (sérstaklega refir svo að feldurinn rísi) eða eru sett í gasklefa og drepin. Þau enda svo um hálsinn á einhverjum á rölti niður Laugaveginn, mögulega einhverjum sem vill kalla sig dýravin. Hvað það er sem er fallegt, hlýtt eða virðulegt við að drepa ungviði sjáum við, sem skrifum þessa grein, ekki. Mynd úr loðdýraeldi á Norðurlöndum, vottað af Saga furs sem td. 66° Norður notar á sínar flíkur, Ekki bara okkur þykir loðdýrarækt siðlaus. Hún hefur verið bönnuð í fjölda ríkja víðsvegar um heiminn og samkvæmt stórum rannsóknum á vegum CE Delft (2010) er loðdýrarækt eitt kolefnisþyngsta form dýraeldis í heiminum. Rannsóknir sýna að hún skilur eftir sig metan, nituroxíð, eitruð úrgangsefni og vatnsmengun. Hún étur upp landrými, korn og fóður sem gæti brauðfætt fólk í stað þess að verða hluti af pelsum sem margir enda svo í botninum á skápnum fram til næstu áramóta eða á krögum á úlpum sem þjóna engum öðrum tilgangi en að „fegra” flíkina. Kolefnisspor loðdýrapelsa er margfalt hærra en gerviefna og skinnin eru unnin með einhverjum af eitruðustu efnum sem þekkjast í textíliðnaði. Efnum sem enginn myndi vilja nálægt húðinni sinni. Hvað þá á börnum sínum. Meira segja íslensk framleiðslufyrirtæki, eins og td. 66°Norður sem gefur sig út fyrir að vera ábyrgt og sjálfbært fyrirtæki, notar loðfeld á flíkur sínar. Saga Furs, fyrirtækið sem 66°Norður kaupir feldinn af beitir hinsvegar grænþvotti til að sannfæra viðskiptavini um að dýrin hafi verið alin við bestu aðstæður: „Allur ekta feldur sem 66°Norður notar er frá Saga Furs. Loðskinnin sem koma frá Saga Furs eru framleidd í vottuðum ræktunum til að tryggja velferð bæði minka og refa.” segir á vef 66°Norður. Það er ekki til neitt sem heitir „mannúðlegt” loðdýraeldi. Við erum kannski tilbúin að viðurkenna að við trúum ekki á jólaköttinn í alvörunni. En við erum ennþá að trúa bullinu um að loðfeldur sé ómissandi „lúxusgjöf“. Erum við þá einhverju skárri en ljóti jólakötturinn? Dýrið sem drepur og tekur lítil saklaus líf. Bara vegna þess að hann getur það. Stundum komast skrímslin í skáldsögunum ekki með tærnar þar sem mannfólkið er með hælana í raunheimum. Við, undirritaðar, biðlum til þín, lesandi kær, að hugsa þig tvisvar um í jólaæðinu í ár. Ekki kaupa vörur með loðfeld um jólin. Ekki styðja verslanir sem samþykkja dýraníð og selja loðfeld. Ekki vefja þig inn í feld sem eitt sinn var lítið hrætt dýr. Ekki vera jólaköttur. Vertu í þínu eigin skinni. Við skiljum ykkur eftir með uppáhalds útgáfunni okkar af laginu um Jólaköttinn. Þessi flutningur yljar okkur betur í vetrarkuldanum en einhver loðfeldur eða pels, nokkurn tímann gæti. https://www.youtube.com/watch?v=adGOeRlH1EM Hlýjar jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á Íslandi Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Heimildir: https://www.efsa.europa.eu/en/efsajournal/pub/9519 https://respectforanimals.org/a-guide-to-fur-bans-around-the-world/ https://www.humaneworld.org/en/news/fur-industry-accused-greenwashing-new-report-reveals-carbon-footprint-fur-fashion-far-higher https://www.humaneworld.org/en/blog/new-undercover-investigation-shows-cruelty-certified-fur-farms https://www.furfreealliance.com/environment-and-health/ https://www.furfreealliance.com/saga-furs/ https://cedelft.eu/publications/natural-mink-fur-and-faux-fur-products-an-environmental-comparison/ https://www.theguardian.com/media/2012/mar/21/eco-friendly-fur-ad-banned https://thefurbearers.com/our-work/end-fur-farming/environmental-impacts-and-science/ https://www.thenewlede.org/2023/07/an-old-battle-over-fur-farming-heats-up-with-new-environmental-twist/ https://cedelft.eu/wp-content/uploads/sites/2/2021/04/CE_Delft_22203_Natural_mink_fur_and_faux_fur_products_FINAL_1375779267.pdf#:~:text=electricity%20and%20heat%29,5%20lower%20than%20the%20scores https://faunalytics.org/the-environmental-impact-of-mink-fur-production/ https://cedelft.eu/publications/natural-mink-fur-and-faux-fur-products-an-environmental-comparison/ https://gamla.mannlif.is/frettir/refurinn-otto-slapp-ur-loddyrabui-hann-er-ljufur-forvitinn-og-felagslyndur/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar þekkjum öll söguna um jólaköttinn. Risavaxið kattarkvikindi sem át börnin sem fengu ekkert nýtt um jólin. Við vitum auðvitað að sagan er uppspuni, en hún lifir enn. Mögulega vegna þess að hún hjálpar okkur að réttlæta jólaæðið sem hellist yfir fólk á hverju ári. Ef við kaupum ekki eitthvað nýtt þá hlýtur eitthvað hræðilegt að gerast. Er það ekki annars? Um hátíðirnar hellist yfir okkur algjört kaupæði sem smitast manna á milli á kaffistofum vinnustaða, í saumaklúbbum, streymir frá útvarpstækjunum í eftirmiðdagsumferðinni og leggur alla rökhugsun að velli. Kaupmenn keppast við að sannfæra okkur um að þetta ár verðum við að toppa okkur sjálf. Flottari gjafir, stærri pakkar, meira og dýrara dót. Og ef veskið tæmist þá rífum við fram kreditkortið og skuldum bara framtíðinni. Hún sendir hvort sem er ekki reikning fyrr en í janúar. Málið er að til eru mun hræðilegri sögur en þessi um jólaköttinn. Þær eru alveg jafn óhugnanlegar, en þessar sögur leiða til raunverulegs dauða og þjáningar. Þær fjalla um að það sé nauðsynlegt að kaupa flíkina með ekta loðkraganum, pelsinn úr ekta feldinum og töskuna úr ekta leðrinu. Það er nú einu sinni svo fallegt. Svo hlýtt. Svo virðulegt. Svo ekta. Refur í loðdýrabúi í Finnlandi sem er Saga furs vottað. Mynd: Claire Bass HWA Loðdýr lifa ekki ævintýralífi í mjúkum snjó eins og markaðsöflin vilja láta okkur halda. Víðfeðm rannsókn Evrópsku Matvælastofnunarinnar (2025) [EFSA] sýndi að loðdýrarækt er grimm og dýrin lifa við hörmulegar aðstæður. Þessi litlu dýr, sem flest eru bara nokkurra mánaða og hafa ekki náð fullum þroska þegar þau eru drepin, eyða öllu lífi sínu í litlum, köldum, þröngum og skítugum búrum þar sem þau geta varla snúið sér. Þau fara aldrei út, leika sér aldrei, finna aldrei fyrir öðru en skít, ótta og streitu. Þar til þau fá rafmagnsstungu í munn og endaþarm (sérstaklega refir svo að feldurinn rísi) eða eru sett í gasklefa og drepin. Þau enda svo um hálsinn á einhverjum á rölti niður Laugaveginn, mögulega einhverjum sem vill kalla sig dýravin. Hvað það er sem er fallegt, hlýtt eða virðulegt við að drepa ungviði sjáum við, sem skrifum þessa grein, ekki. Mynd úr loðdýraeldi á Norðurlöndum, vottað af Saga furs sem td. 66° Norður notar á sínar flíkur, Ekki bara okkur þykir loðdýrarækt siðlaus. Hún hefur verið bönnuð í fjölda ríkja víðsvegar um heiminn og samkvæmt stórum rannsóknum á vegum CE Delft (2010) er loðdýrarækt eitt kolefnisþyngsta form dýraeldis í heiminum. Rannsóknir sýna að hún skilur eftir sig metan, nituroxíð, eitruð úrgangsefni og vatnsmengun. Hún étur upp landrými, korn og fóður sem gæti brauðfætt fólk í stað þess að verða hluti af pelsum sem margir enda svo í botninum á skápnum fram til næstu áramóta eða á krögum á úlpum sem þjóna engum öðrum tilgangi en að „fegra” flíkina. Kolefnisspor loðdýrapelsa er margfalt hærra en gerviefna og skinnin eru unnin með einhverjum af eitruðustu efnum sem þekkjast í textíliðnaði. Efnum sem enginn myndi vilja nálægt húðinni sinni. Hvað þá á börnum sínum. Meira segja íslensk framleiðslufyrirtæki, eins og td. 66°Norður sem gefur sig út fyrir að vera ábyrgt og sjálfbært fyrirtæki, notar loðfeld á flíkur sínar. Saga Furs, fyrirtækið sem 66°Norður kaupir feldinn af beitir hinsvegar grænþvotti til að sannfæra viðskiptavini um að dýrin hafi verið alin við bestu aðstæður: „Allur ekta feldur sem 66°Norður notar er frá Saga Furs. Loðskinnin sem koma frá Saga Furs eru framleidd í vottuðum ræktunum til að tryggja velferð bæði minka og refa.” segir á vef 66°Norður. Það er ekki til neitt sem heitir „mannúðlegt” loðdýraeldi. Við erum kannski tilbúin að viðurkenna að við trúum ekki á jólaköttinn í alvörunni. En við erum ennþá að trúa bullinu um að loðfeldur sé ómissandi „lúxusgjöf“. Erum við þá einhverju skárri en ljóti jólakötturinn? Dýrið sem drepur og tekur lítil saklaus líf. Bara vegna þess að hann getur það. Stundum komast skrímslin í skáldsögunum ekki með tærnar þar sem mannfólkið er með hælana í raunheimum. Við, undirritaðar, biðlum til þín, lesandi kær, að hugsa þig tvisvar um í jólaæðinu í ár. Ekki kaupa vörur með loðfeld um jólin. Ekki styðja verslanir sem samþykkja dýraníð og selja loðfeld. Ekki vefja þig inn í feld sem eitt sinn var lítið hrætt dýr. Ekki vera jólaköttur. Vertu í þínu eigin skinni. Við skiljum ykkur eftir með uppáhalds útgáfunni okkar af laginu um Jólaköttinn. Þessi flutningur yljar okkur betur í vetrarkuldanum en einhver loðfeldur eða pels, nokkurn tímann gæti. https://www.youtube.com/watch?v=adGOeRlH1EM Hlýjar jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á Íslandi Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á Íslandi Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Heimildir: https://www.efsa.europa.eu/en/efsajournal/pub/9519 https://respectforanimals.org/a-guide-to-fur-bans-around-the-world/ https://www.humaneworld.org/en/news/fur-industry-accused-greenwashing-new-report-reveals-carbon-footprint-fur-fashion-far-higher https://www.humaneworld.org/en/blog/new-undercover-investigation-shows-cruelty-certified-fur-farms https://www.furfreealliance.com/environment-and-health/ https://www.furfreealliance.com/saga-furs/ https://cedelft.eu/publications/natural-mink-fur-and-faux-fur-products-an-environmental-comparison/ https://www.theguardian.com/media/2012/mar/21/eco-friendly-fur-ad-banned https://thefurbearers.com/our-work/end-fur-farming/environmental-impacts-and-science/ https://www.thenewlede.org/2023/07/an-old-battle-over-fur-farming-heats-up-with-new-environmental-twist/ https://cedelft.eu/wp-content/uploads/sites/2/2021/04/CE_Delft_22203_Natural_mink_fur_and_faux_fur_products_FINAL_1375779267.pdf#:~:text=electricity%20and%20heat%29,5%20lower%20than%20the%20scores https://faunalytics.org/the-environmental-impact-of-mink-fur-production/ https://cedelft.eu/publications/natural-mink-fur-and-faux-fur-products-an-environmental-comparison/ https://gamla.mannlif.is/frettir/refurinn-otto-slapp-ur-loddyrabui-hann-er-ljufur-forvitinn-og-felagslyndur/
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun