Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 10:31 Steve McClaren hefur stýrt fótboltalandsliði Jamaíka í síðasta skiptið. Getty/Omar Vega Á meðan Heimir Hallgrímsson er að upplifa frábæra tíma með írska landsliðinu er ekki hægt að segja það sama um hans gömlu lærisveina í jamaíska landsliðinu og hvað þá með eftirmann hans. Jamaíka náði ekki að vinna Curacao á heimavelli í nótt og því komst smáþjóðin á HM á kostnað þeirra. Írar eiga enn möguleika á HM-sæti en Jamaíka er úr leik eins og íslenska landsliðið. Curacao tók með því metið sem Heimir Hallgrímsson setti með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi. Ísland er því ekki lengur fámennasta þjóðin í sögu HM. Steve McClaren tók við sem landsliðsþjálfari Jamaíka þegar Heimir hætti en eftir vonbrigðin í nótt sagði hann starfi sínu lausu. McClaren yfirgaf síðast landsliðsþjálfarastarf fyrir átján árum eftir að hafa ekki komist á stórmót þegar England missti af sæti á EM 2008. „Undanfarna átján mánuði hef ég gefið allt sem ég á í þetta starf,“ sagði hann. „Að leiða þetta lið hefur verið einn mesti heiður á ferli mínum,“ sagði Steve McClaren. „En fótbolti snýst um úrslit og í kvöld náðum við ekki markmiði okkar, sem var að komast áfram úr þessum riðli. Það er á ábyrgð leiðtogans að stíga fram, axla ábyrgð og taka ákvarðanir sem eru liðinu fyrir bestu,“ sagði McClaren. „Eftir djúpa íhugun og heiðarlegt mat á því hvar við erum stödd og hvert við þurfum að stefna, hef ég ákveðið að segja af mér sem aðalþjálfari jamaíska landsliðsins,“ sagði McClaren. „Stundum er það besta sem leiðtogi getur gert að viðurkenna hvenær þörf er á nýrri rödd, nýrri orku og öðru sjónarhorni til að koma liðinu áfram,“ sagði McClaren. Jamaíka lék 23 leiki undir stjórn Steve McClaren. Liðið vann ellefu þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði sex leikjum. Markatalan var þrettán mörk í plús, 39-26, og liðið náði í 1,7 stig að meðaltali í leik. Jamaíka lék 27 leiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Liðið vann tíu þeirra, gerði sjö jafntefli og tapaði tíu leikjum. Markatalan var jöfn, 37-37, og liðið náði í 1,4 stig að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball) HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Jamaíka náði ekki að vinna Curacao á heimavelli í nótt og því komst smáþjóðin á HM á kostnað þeirra. Írar eiga enn möguleika á HM-sæti en Jamaíka er úr leik eins og íslenska landsliðið. Curacao tók með því metið sem Heimir Hallgrímsson setti með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi. Ísland er því ekki lengur fámennasta þjóðin í sögu HM. Steve McClaren tók við sem landsliðsþjálfari Jamaíka þegar Heimir hætti en eftir vonbrigðin í nótt sagði hann starfi sínu lausu. McClaren yfirgaf síðast landsliðsþjálfarastarf fyrir átján árum eftir að hafa ekki komist á stórmót þegar England missti af sæti á EM 2008. „Undanfarna átján mánuði hef ég gefið allt sem ég á í þetta starf,“ sagði hann. „Að leiða þetta lið hefur verið einn mesti heiður á ferli mínum,“ sagði Steve McClaren. „En fótbolti snýst um úrslit og í kvöld náðum við ekki markmiði okkar, sem var að komast áfram úr þessum riðli. Það er á ábyrgð leiðtogans að stíga fram, axla ábyrgð og taka ákvarðanir sem eru liðinu fyrir bestu,“ sagði McClaren. „Eftir djúpa íhugun og heiðarlegt mat á því hvar við erum stödd og hvert við þurfum að stefna, hef ég ákveðið að segja af mér sem aðalþjálfari jamaíska landsliðsins,“ sagði McClaren. „Stundum er það besta sem leiðtogi getur gert að viðurkenna hvenær þörf er á nýrri rödd, nýrri orku og öðru sjónarhorni til að koma liðinu áfram,“ sagði McClaren. Jamaíka lék 23 leiki undir stjórn Steve McClaren. Liðið vann ellefu þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði sex leikjum. Markatalan var þrettán mörk í plús, 39-26, og liðið náði í 1,7 stig að meðaltali í leik. Jamaíka lék 27 leiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Liðið vann tíu þeirra, gerði sjö jafntefli og tapaði tíu leikjum. Markatalan var jöfn, 37-37, og liðið náði í 1,4 stig að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball)
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira