Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2025 13:30 Brim gaf Viðreisn hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálaflokkum í fyrra. Þegar flokkurinn komst í ríkisstjórn fékk hann samþykkt hækkun veiðigjalda. Vísir Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Brim hf. styrkti Viðreisn um 550.000 krónur í fyrra en það er hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálasamtökum á ári. Síldarvinnslan hf. gaf hálfa milljón króna í sjóði flokksins samkvæmt ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið og samþykkt. Ríkisstjórnin sem Viðreisn á sæti í átti í vök að verjast gagnvart hagsmunaðilum í sjávarútvegi vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda á vorþingi. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra úr röðum Viðreisnar, lagði frumvarpið fram. Frumvarpið varð ekki að lögum fyrr en eftir langvarandi málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi sem lauk ekki fyrr en forseti Alþingi beitti lítt notuðu ákvæði stjórnarskrár til þess að binda enda á það. Rúmar fimmtán milljónir frá lögaðilum Lögaðilar gáfu Viðreisn samtals rúma 15,1 milljón króna í fyrra. Auk Brims gáfu sex þeirra hámarksupphæð til flokksins. Tvö þeirra eru í eigu Egils Þórs Sigurðssonar; annars vegar Egilsson ehf. sem á ritfangaverslunina A4, og eignarhaldsfélagið Sigtún. HS orka rekur meðal annars jarðvarmavirkjunina í Svartsengi.Vísir/Vilhelm Hin fjögur félögin voru Almenningsvagnar Kynnisferða, HS orka, fiskeldisfyrirtækið Kaldvík og Hofgarðar í eigu Helga Magnússonar. Stærstu eigendur Kynnisferða er fjölskylda Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Ísfélagið er stór hluthafi í móðurfélagi Kaldvíkur. Þá gáfu Arion banki og Stoðir hf. hálfa milljón króna hvor ásamt Síldarvinnslunni. Þingmenn og forystan gefur sitt Einstaklingar létu rúmar 14,2 milljónir króna af hendi rakna til Viðreisnar í fyrra. Bárður G. Halldórsson og Gunnlaugur A. Jónsson gáfu hámarksupphæð sem leyfileg er. Forystusveit flokksins og þingmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, gaf honum 465 þúsund krónur, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, 365 þúsund. Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann gaf flokki sínum hátt í hálfa milljón króna í fyrra.Vísir/Arnar Þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir, gáfu einnig á bilinu 300 til 360 þúsund krónur hver. Hátt í sjötíu milljónir í þingkosningarnar Afkoma viðreisnar var neikvæð um 15,2 milljónir króna í fyrra sem skýrist að mestu af kostnaði við alþingiskosningarnar fyrir ári. Kostnaður við kosningarnar nam rúmum 67 milljónum króna, tæpum tuttugu milljónum krónum minna en við kosningarnar árið 2021. Eigið fé flokksins nam tæpum átta milljónum króna við lok síðasta árs og lækkaði það um 23 milljónir frá upphafi ársins. Viðreisn Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði málþófi vegna grásleppu Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Sjá meira
Brim hf. styrkti Viðreisn um 550.000 krónur í fyrra en það er hámarksupphæð sem lögaðilar mega gefa stjórnmálasamtökum á ári. Síldarvinnslan hf. gaf hálfa milljón króna í sjóði flokksins samkvæmt ársreikningi Viðreisnar sem Ríkisendurskoðun hefur yfirfarið og samþykkt. Ríkisstjórnin sem Viðreisn á sæti í átti í vök að verjast gagnvart hagsmunaðilum í sjávarútvegi vegna frumvarps um hækkun veiðigjalda á vorþingi. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra úr röðum Viðreisnar, lagði frumvarpið fram. Frumvarpið varð ekki að lögum fyrr en eftir langvarandi málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi sem lauk ekki fyrr en forseti Alþingi beitti lítt notuðu ákvæði stjórnarskrár til þess að binda enda á það. Rúmar fimmtán milljónir frá lögaðilum Lögaðilar gáfu Viðreisn samtals rúma 15,1 milljón króna í fyrra. Auk Brims gáfu sex þeirra hámarksupphæð til flokksins. Tvö þeirra eru í eigu Egils Þórs Sigurðssonar; annars vegar Egilsson ehf. sem á ritfangaverslunina A4, og eignarhaldsfélagið Sigtún. HS orka rekur meðal annars jarðvarmavirkjunina í Svartsengi.Vísir/Vilhelm Hin fjögur félögin voru Almenningsvagnar Kynnisferða, HS orka, fiskeldisfyrirtækið Kaldvík og Hofgarðar í eigu Helga Magnússonar. Stærstu eigendur Kynnisferða er fjölskylda Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Ísfélagið er stór hluthafi í móðurfélagi Kaldvíkur. Þá gáfu Arion banki og Stoðir hf. hálfa milljón króna hvor ásamt Síldarvinnslunni. Þingmenn og forystan gefur sitt Einstaklingar létu rúmar 14,2 milljónir króna af hendi rakna til Viðreisnar í fyrra. Bárður G. Halldórsson og Gunnlaugur A. Jónsson gáfu hámarksupphæð sem leyfileg er. Forystusveit flokksins og þingmenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Pawel Bartoszek, þingmaður flokksins, gaf honum 465 þúsund krónur, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður, 365 þúsund. Pawel Bartoszek er formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hann gaf flokki sínum hátt í hálfa milljón króna í fyrra.Vísir/Arnar Þingmennirnir Sigmar Guðmundsson, Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Guðbrandur Einarsson og Theódóra S. Þorsteinsdóttir, gáfu einnig á bilinu 300 til 360 þúsund krónur hver. Hátt í sjötíu milljónir í þingkosningarnar Afkoma viðreisnar var neikvæð um 15,2 milljónir króna í fyrra sem skýrist að mestu af kostnaði við alþingiskosningarnar fyrir ári. Kostnaður við kosningarnar nam rúmum 67 milljónum króna, tæpum tuttugu milljónum krónum minna en við kosningarnar árið 2021. Eigið fé flokksins nam tæpum átta milljónum króna við lok síðasta árs og lækkaði það um 23 milljónir frá upphafi ársins.
Viðreisn Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði málþófi vegna grásleppu Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Sjá meira