Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. nóvember 2025 17:24 Craig Gordon hefur stefnt að þessu markmiði í 21 ár. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Hinn 42 ára gamli Craig Gordon man tímana tvenna með skoska landsliðinu og varð í gærkvöldi elsti leikmaðurinn til að spila í undankeppni HM. Skotland tryggði sig beint inn á HM með hádramatískum 4-2 sigri gegn Danmörku. Craig Gordon stóð á milli stanganna og sló þar með met sem elsti leikmaður frá Evrópu til að spila í undankeppni HM. Metið var áður í eigu Englendingsins Stanley Matthews sem var 42 ára og 104 daga gamall þegar hann spilaði síðast í undankeppni HM en Gordon var 42 ára og 323 daga gamall þegar hann spilaði leikinn gegn Danmörku í gær. Tvisvar ætlað að hætta Gordon á magnaðan feril og hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 en aldrei komist á HM, fyrr en í gær. Hann var aðalmarkmaður Skotlands frá 2006-10 en glímdi við þrálát hnémeiðsli næstu fjögur ár og var næstum því hættur í fótbolta, en gafst ekki upp og sneri aftur í landsliðið árið 2014 eftir frábært tímabil með Celtic. Gordon var þá aftur orðinn aðalmarkmaður og stóð milli stanganna hjá Skotlandi í undankeppnum fyrir HM 2018 og 2022 en landsliðsferlinum virtist vera lokið árið 2024 þegar hann var skilinn eftir utan hóps fyrir EM, þá orðinn 41 árs gamall. Craig Gordon er varamarkmaður Hearts of Midthlonian sem situr á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas Bent Magnússon er einnig leikmaður liðsins. Mark Scates/SNS Group via Getty Images Meiðsli í hálsi voru líka búin að plaga Gordon og hann íhugaði að leggja hanskana á hilluna í sumar, en fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum Steve Clarke sem sagði Gordon að hann gæti þurft á honum að halda og sannfærði hann um að halda áfram. Kallið barst svo frá landsliðsþjálfaranum fyrir leiki Skotlands, gegn Grikklandi og Danmörku, og Gordon stóð sig með prýði þegar hann spilaði í fyrsta sinn í sex mánuði, í sigrunum sem komu Skotum á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Allt þess virði „Þessi tilfinning gerir þetta allt þess virði“ sagði Gordon eftir að Skotland tryggði sig inn á HM í gær. „Öll sorgin, allir erfiðleikarnir sem við höfum þurft að yfirstíga í gegnum árin þegar við höfum verið svo nálægt því. Öll meiðslin og öll vinnan sem var lögð í að snúa aftur. Þetta var allt þess virði“ sagði Gordon einnig og gaf þjálfaranum Steve Clarke sérstakt hrós. „Hann flutti frábæra ræðu fyrir okkur á hótelinu áður en við fórum og minntist á nokkur skipti sem Skotland hefur verið nálægt því að komast á HM. Hann talaði um erfiðleikana sem við höfum upplifað saman en líka góðu stundirnar og gleðina sem þeim fylgja. Þegar við löbbuðum út af hótelinu vorum við tilbúnir að gera hvað sem þurfti til að vinna“ sagði Gordon en Skotland vann leikinn einmitt á síðustu stundu, í uppbótartíma. Gæti orðið næstelstur í sögu HM Gordon er fæddur þann 31. desember 1982 og verður því orðinn 43 ára þegar HM hefst næsta sumar. Ef hann spilar með Skotlandi þar verður hann næstelsti leikmaður í sögu HM, tæpum tveimur árum yngri en Egyptinn Essam El Hadary var á HM 2018, en örlítið eldri en Kólumbíumaðurinn Faryd Mondragon á HM 2014 og Kamerúninn Roger Milla á HM 1994. HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Skotland tryggði sig beint inn á HM með hádramatískum 4-2 sigri gegn Danmörku. Craig Gordon stóð á milli stanganna og sló þar með met sem elsti leikmaður frá Evrópu til að spila í undankeppni HM. Metið var áður í eigu Englendingsins Stanley Matthews sem var 42 ára og 104 daga gamall þegar hann spilaði síðast í undankeppni HM en Gordon var 42 ára og 323 daga gamall þegar hann spilaði leikinn gegn Danmörku í gær. Tvisvar ætlað að hætta Gordon á magnaðan feril og hefur spilað með landsliðinu síðan 2004 en aldrei komist á HM, fyrr en í gær. Hann var aðalmarkmaður Skotlands frá 2006-10 en glímdi við þrálát hnémeiðsli næstu fjögur ár og var næstum því hættur í fótbolta, en gafst ekki upp og sneri aftur í landsliðið árið 2014 eftir frábært tímabil með Celtic. Gordon var þá aftur orðinn aðalmarkmaður og stóð milli stanganna hjá Skotlandi í undankeppnum fyrir HM 2018 og 2022 en landsliðsferlinum virtist vera lokið árið 2024 þegar hann var skilinn eftir utan hóps fyrir EM, þá orðinn 41 árs gamall. Craig Gordon er varamarkmaður Hearts of Midthlonian sem situr á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Tómas Bent Magnússon er einnig leikmaður liðsins. Mark Scates/SNS Group via Getty Images Meiðsli í hálsi voru líka búin að plaga Gordon og hann íhugaði að leggja hanskana á hilluna í sumar, en fékk símtal frá landsliðsþjálfaranum Steve Clarke sem sagði Gordon að hann gæti þurft á honum að halda og sannfærði hann um að halda áfram. Kallið barst svo frá landsliðsþjálfaranum fyrir leiki Skotlands, gegn Grikklandi og Danmörku, og Gordon stóð sig með prýði þegar hann spilaði í fyrsta sinn í sex mánuði, í sigrunum sem komu Skotum á HM í fyrsta sinn síðan 1998. Allt þess virði „Þessi tilfinning gerir þetta allt þess virði“ sagði Gordon eftir að Skotland tryggði sig inn á HM í gær. „Öll sorgin, allir erfiðleikarnir sem við höfum þurft að yfirstíga í gegnum árin þegar við höfum verið svo nálægt því. Öll meiðslin og öll vinnan sem var lögð í að snúa aftur. Þetta var allt þess virði“ sagði Gordon einnig og gaf þjálfaranum Steve Clarke sérstakt hrós. „Hann flutti frábæra ræðu fyrir okkur á hótelinu áður en við fórum og minntist á nokkur skipti sem Skotland hefur verið nálægt því að komast á HM. Hann talaði um erfiðleikana sem við höfum upplifað saman en líka góðu stundirnar og gleðina sem þeim fylgja. Þegar við löbbuðum út af hótelinu vorum við tilbúnir að gera hvað sem þurfti til að vinna“ sagði Gordon en Skotland vann leikinn einmitt á síðustu stundu, í uppbótartíma. Gæti orðið næstelstur í sögu HM Gordon er fæddur þann 31. desember 1982 og verður því orðinn 43 ára þegar HM hefst næsta sumar. Ef hann spilar með Skotlandi þar verður hann næstelsti leikmaður í sögu HM, tæpum tveimur árum yngri en Egyptinn Essam El Hadary var á HM 2018, en örlítið eldri en Kólumbíumaðurinn Faryd Mondragon á HM 2014 og Kamerúninn Roger Milla á HM 1994.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu