Neytendur

Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Staðurinn var til húsa á Nýbýlavegi.
Staðurinn var til húsa á Nýbýlavegi. Craft Burger Kitchen

Hamborgarastaðurinn Craft Burger Kitchen er hættur starfsemi. Ástæðan er krefjandi rekstrarumhverfi veitingastaða.

„Það er með trega í hjarta að við tilkynnum ykkur að Craft Burger Kitchen hefur lokað dyrum sínum í síðasta skipti,“ segir í færslu á Facebook-síðu staðarins.

Útskýrt er að rekstrarumhverfi veitingAstaða síðustu ár hafi verið krefjandi og staðurinn ekki undanskilinn því. Veitingastaðurinn var opnaður í október árið 2018 og var til húsa á Nýbýlavegi.

Staðurinn var í eigu þeirra Guðna Vignis Samúelssonar og Emils Helga Lárussonar. Í færslunni þakka þeir öllum fyrir komuna, og þá sérstaklega fastagestunum sem þeir munu sakna mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×