Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Aron Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson er að gera frábæra hluti með írska landsliðið í fótbolta. Eftir erfiða byrjun og harða gagnrýni er Írland nú aðeins tveimur sigurleikjum frá sæti á HM Vísir Heimir Hallgrímsson hefur á skömmum tíma í starfi sem landsliðsþjálfari Írlands upplifað bæði strembna og sigursæla tíma. Þegar illa gekk flugu fúkyrði um hann í fjölmiðlum og kaldhæðin skot er beindust að menntun hans grasseruðu, væntanlega í þeim tilgangi að gera lítið úr honum sem landsliðsþjálfara. Dagarnir, eftir að Írar tryggðu sér sæti í umspili fyrir HM með frábærum sigrum á Portúgal og Ungverjalandi, hafa verið ein gleðisprengja fyrir leikmenn írska landsliðsins og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á. Það hefur bara verið svo gaman að upplifa þetta með Írum. Það hefur ekki verið árangur í svolítinn tíma hjá írska landsliðinu. Að fá þetta þakklæti og þessa gleði sem hefur einhvern veginn sprungið út núna. Það er bara svo gaman að sjá það því þessir leikmenn eiga það bara skilið að fá jákvæða strauma frá umhverfinu. Írar kunna að skemmta sér, kunna að gleðjast. Þetta hefur bara verið ein gleðisprengja eftir þetta.“ Frábær árangur en Heimir, sem tók við írska landsliðinu fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan, var snemma í starfi sínu harðlega gagnrýndur og kallað eftir því að hann yrði rekinn. Spjótum beint að því að hann væri menntaður tannlæknir. Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum á dögunum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Eftir fyrstu leikina í undankeppni HM, sem fóru ekki vel fyrir Íra, fékk Heimir sem er í grunninn menntaður tannlæknir á sig mikla gagnrýni. Meðal annars höfðu fyrrverandi landsliðsmenn Íra hátt og kölluðu eftir því að hann yrði rekinn eftir slæm úrslit, kölluðu hann ítrekað tannlækninn Heimi en ekki landsliðsþjálfarann Heimi í niðrandi tilgangi. Ekki margir tannlæknar sem eru þjálfarar „Ég átti nú góðan mann í Lars Lagerback sem kenndi manni nú ýmislegt. Eitt af því sem ég lærði af honum var að vera ekki að velta mér upp úr því hvað aðrir eru að segja, sérstaklega ekki á samfélagsmiðlum eða öðru slíku, Ég hef aldrei velt mér upp úr því hvað aðrir eru að segja,“ segir Heimir í viðtali við íþróttadeild hvernig hann tekst á við gagnrýnina og hvort hún hafi á hann áhrif. „Ég reyni bara að standa með sjálfum mér og því sem við sem þjálfarateymi ákveðum. En auðvitað er það svolítið sérstakt og það eru auðvitað ekkert margir tannlæknar sem eru þjálfarar í fótbolta. Þetta er svolítið íslenskt kannski. Ég held það skaði engan að vera með háskólamenntun, eigi nú frekar í flestum tilfellum að bæta fólk að vera langskólagengið. Þetta er bara óvanalegt í þessu umhverfi. Yfirleitt eru flestir þjálfarar einhverjir frægir leikmenn sem hættu á sínum tíma að spila og fóru að þjálfa. Ég hef bara farið aðra leið, er með nákvæmlega sömu og ábyggilega ekki minni þjálfaramenntun en allir þeir. Ég er bara með aðra menntun líka og ég held að menntun geri aldrei neinn verri. Ef ég hlusta bara á þetta þá finnst mér þetta svolítið kjánalegt. Að vera nýta háskólamenntun sem eitthvað neikvætt. En af því að þetta er óvanalegt þá fyrirgefur maður það. En það er bara gaman að hafa snúið almenningsálitinu því álitið snýst á svo margan hátt út frá því hvað fjölmiðlar eru að segja eða sérfræðingar. Auðvitað er þetta sagt í kaldhæðni tannlæknirinn en ekki þjálfarinn. Þeir verða bara að eiga það við sig.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira
Dagarnir, eftir að Írar tryggðu sér sæti í umspili fyrir HM með frábærum sigrum á Portúgal og Ungverjalandi, hafa verið ein gleðisprengja fyrir leikmenn írska landsliðsins og landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. „Þetta hefur bara verið töfrum líkast. Einhvern veginn þegar allt gengur upp þá gleymir maður öllu því sem á áður hefur gengið á. Það hefur bara verið svo gaman að upplifa þetta með Írum. Það hefur ekki verið árangur í svolítinn tíma hjá írska landsliðinu. Að fá þetta þakklæti og þessa gleði sem hefur einhvern veginn sprungið út núna. Það er bara svo gaman að sjá það því þessir leikmenn eiga það bara skilið að fá jákvæða strauma frá umhverfinu. Írar kunna að skemmta sér, kunna að gleðjast. Þetta hefur bara verið ein gleðisprengja eftir þetta.“ Frábær árangur en Heimir, sem tók við írska landsliðinu fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan, var snemma í starfi sínu harðlega gagnrýndur og kallað eftir því að hann yrði rekinn. Spjótum beint að því að hann væri menntaður tannlæknir. Heimir ræðir við hetju Íra innan vallar í leiknum gegn Ungverjum á dögunum. Framherjinn Troy Parrott skoraði þrennu í leiknum og hafði nokkrum dögum áður skorað bæði mörk Íra í 2-0 sigri gegn PortúgalVísir/Getty Eftir fyrstu leikina í undankeppni HM, sem fóru ekki vel fyrir Íra, fékk Heimir sem er í grunninn menntaður tannlæknir á sig mikla gagnrýni. Meðal annars höfðu fyrrverandi landsliðsmenn Íra hátt og kölluðu eftir því að hann yrði rekinn eftir slæm úrslit, kölluðu hann ítrekað tannlækninn Heimi en ekki landsliðsþjálfarann Heimi í niðrandi tilgangi. Ekki margir tannlæknar sem eru þjálfarar „Ég átti nú góðan mann í Lars Lagerback sem kenndi manni nú ýmislegt. Eitt af því sem ég lærði af honum var að vera ekki að velta mér upp úr því hvað aðrir eru að segja, sérstaklega ekki á samfélagsmiðlum eða öðru slíku, Ég hef aldrei velt mér upp úr því hvað aðrir eru að segja,“ segir Heimir í viðtali við íþróttadeild hvernig hann tekst á við gagnrýnina og hvort hún hafi á hann áhrif. „Ég reyni bara að standa með sjálfum mér og því sem við sem þjálfarateymi ákveðum. En auðvitað er það svolítið sérstakt og það eru auðvitað ekkert margir tannlæknar sem eru þjálfarar í fótbolta. Þetta er svolítið íslenskt kannski. Ég held það skaði engan að vera með háskólamenntun, eigi nú frekar í flestum tilfellum að bæta fólk að vera langskólagengið. Þetta er bara óvanalegt í þessu umhverfi. Yfirleitt eru flestir þjálfarar einhverjir frægir leikmenn sem hættu á sínum tíma að spila og fóru að þjálfa. Ég hef bara farið aðra leið, er með nákvæmlega sömu og ábyggilega ekki minni þjálfaramenntun en allir þeir. Ég er bara með aðra menntun líka og ég held að menntun geri aldrei neinn verri. Ef ég hlusta bara á þetta þá finnst mér þetta svolítið kjánalegt. Að vera nýta háskólamenntun sem eitthvað neikvætt. En af því að þetta er óvanalegt þá fyrirgefur maður það. En það er bara gaman að hafa snúið almenningsálitinu því álitið snýst á svo margan hátt út frá því hvað fjölmiðlar eru að segja eða sérfræðingar. Auðvitað er þetta sagt í kaldhæðni tannlæknirinn en ekki þjálfarinn. Þeir verða bara að eiga það við sig.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Sjá meira