Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2025 07:43 Bæjarstjórn Árborgar segir innanbæjarvegi á Selfossi ekki hannaða fyrir mikla umferð þungaflutninga. Vísir/Einar Bæjarstjórn Árborgar mótmælir því að þungaflutningar vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Búfellshólum austan Búrfells fari í gegnum þéttbýlið á Selfossi. Þetta kemur fram í umsögn sem bæjarstjórn skilaði inn í tengslum við aðalskipulagsbreytingu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, er varðar nýtt efnistökusvæði. Áætluð efnistaka á svæðinu er allt að 4,5 milljón m3 og þá er gert ráð fyrir að efnisnám nemi um 80.000 til 300.000 m3 á ári í tíu til fimmtán ár. Um er að ræða vikurnámu og verður vikurinn einkum unninn til útflutnings. Fram kemur í umsögninni að gert sé ráð fyrir að flutningabílar keyri frá námunni á Þjórsárdalsvegi (32) og Skeiða-og Hrunamannavegi (30) niður á Hringveg (1). Þaðan keyri þeir í gegnum Selfoss og niður til Þorlákshafnar á Eyrarbakkavegi (34) og Þorlákshafnarvegi (38), meðfram sjónum á Suðurstrandarvegi (427) og loks að námunni á Krýsuvíkurvegi (42). „Sveitarfélagið Árborg leggur ríka áherslu á að þungaflutningar frá efnissvæðinu fari ekki í gegnum þéttbýlið á Selfossi. Austurvegur, Eyravegur og aðrir innanbæjarvegir á Selfossi eru ekki hannaðir né ætlaðir fyrir slíka umferð og myndi slíkt hafa veruleg neikvæð áhrif á umferðaröryggi, loftgæði, hávaða og lífsgæði íbúa, þar sem um er að ræða vegi sem fara þvert í gegnum þéttbýlið á Selfossi,“ segir í umsögn bæjarstjórnar. Óskar hún eftir því að málið verði tekið upp í samráði sveitarfélagsins, Vegagerðarinnar, og sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps með það að markmiði að finna viðunandi flutningsleið utan þéttbýlis. „Þá beinir sveitarfélagið því til Skeiða- og Gnúpverjahrepps að við meðferð umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á grundvelli framangreindrar aðalskipulagsbreytingar verði sérstaklega leitað umsagnar Sveitarfélagsins Árborgar vegna flutningsleiða.“ Árborg Umferð Námuvinnsla Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn sem bæjarstjórn skilaði inn í tengslum við aðalskipulagsbreytingu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, er varðar nýtt efnistökusvæði. Áætluð efnistaka á svæðinu er allt að 4,5 milljón m3 og þá er gert ráð fyrir að efnisnám nemi um 80.000 til 300.000 m3 á ári í tíu til fimmtán ár. Um er að ræða vikurnámu og verður vikurinn einkum unninn til útflutnings. Fram kemur í umsögninni að gert sé ráð fyrir að flutningabílar keyri frá námunni á Þjórsárdalsvegi (32) og Skeiða-og Hrunamannavegi (30) niður á Hringveg (1). Þaðan keyri þeir í gegnum Selfoss og niður til Þorlákshafnar á Eyrarbakkavegi (34) og Þorlákshafnarvegi (38), meðfram sjónum á Suðurstrandarvegi (427) og loks að námunni á Krýsuvíkurvegi (42). „Sveitarfélagið Árborg leggur ríka áherslu á að þungaflutningar frá efnissvæðinu fari ekki í gegnum þéttbýlið á Selfossi. Austurvegur, Eyravegur og aðrir innanbæjarvegir á Selfossi eru ekki hannaðir né ætlaðir fyrir slíka umferð og myndi slíkt hafa veruleg neikvæð áhrif á umferðaröryggi, loftgæði, hávaða og lífsgæði íbúa, þar sem um er að ræða vegi sem fara þvert í gegnum þéttbýlið á Selfossi,“ segir í umsögn bæjarstjórnar. Óskar hún eftir því að málið verði tekið upp í samráði sveitarfélagsins, Vegagerðarinnar, og sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps með það að markmiði að finna viðunandi flutningsleið utan þéttbýlis. „Þá beinir sveitarfélagið því til Skeiða- og Gnúpverjahrepps að við meðferð umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á grundvelli framangreindrar aðalskipulagsbreytingar verði sérstaklega leitað umsagnar Sveitarfélagsins Árborgar vegna flutningsleiða.“
Árborg Umferð Námuvinnsla Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira