Innlent

Fram­sókn vill svara ESB í sömu mynt en fjár­mála­ráð­herra tekur dræmt í slíkar hug­myndir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Þingmenn Framsóknarflokksins vilja svara Evrópusambandinu í sömu mynt og hækka tolla á innfluttar landbúnaðarvörur frá Evrópu sem viðbragð við verndartollum  sambandsins á kísilmálm.

Þetta kom fram hjá formanninum Sigurði Inga Jóhannssyni á þingi í morgun. Fjármálaráðherra var til andsvara og hann var afar andsnúinn slíkum hugmyndinum. 

Einnig heyrum við í þingmanni Sjálfstæðisflokksins Diljá Einarsdóttur sem stödd er í Brussel og situr fundi sem litast eins og gefur að skilja af kísilmálmsmálinu.

Að auki fjöllum við um offitu barna en læknir segir gríðarlega mikilvægt að grípa strax inn í glími börn við slíkt.

Í sportpakka dagsins fjöllum vð svo um magnaða endurkomu Blikastúlkna í Evrópukepninni í fótbolta.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 20. nóvember 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×