Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2025 12:31 Þegar þessi orð eru skrifuð er um það bil hálft ár í bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Mið og hægri flokkarnir eru önnum kafnir við að undirbúa sig fyrir kosningarnar en af vinstri vængnum er fátt að frétta. Það er þó margt í almennri þróun stjórnmála í nágrannalöndum okkar sem ætti að vera hvetjandi fyrir þá sem starfa á vinstri væng stjórnmálanna til að girða sig í brók og taka til hendinni. Popúlistabylgjan virðist hafa náð ákveðnum hámarki, í bili að minnsta kosti, og jafnvel vera í rénun, sókn krataflokkanna til hægri hefur nær allstaðar, nema hér á landi, endað með ósköpum eins og sjá má í Danmörku og Bretlandi og síðast en ekki síst virðist komin fram formúla sem dugar til að snúa hægri þróun undanfarinna ára við. Fyrirmyndirnar má sækja til Kaupmannahafnar og New York þar sem vinstri öfl hafa unnið stórsigra á undanförnum vikum. Í fyrrnefndu borginni voru það rauðgrænu flokkarnir yst til vinstri og í New York hinn baráttuglaði Zohran Mamdani og Demókrataflokkurinn sem þar á bæ er töluvert til vinstri og ekki bara miðað við Bandaríkin. Formúlan fyrir þessum glæsilegu sigrum er í raun sára einföld. Skýr vinstri stefna byggð á lágmarkskröfum sem flest venjulegt fólk getur tekið undir og taka á því sem heitast brennur á fólki með raunhæfum aðgerðum. Vandamálin virðast ævinlega vera þau sömu hvort sem er í New York, Kaupmannahöfn eða Reykjavík, ójöfnuður, húsnæðisvandi, versnandi lífskjör og heilbrigðiskerfi í ólestri. Sigurvegararnir í New York og Kaupmannahöfn settu fram skýra stefnu í þessum málum, einkum húsnæðismálunum, og það bar árangur. Það er hins vegar svo að ef ég þekki vinstri hreyfinguna á Íslandi rétt þá er takmarkaður áhugi á slíku. Þar á bæ kunna menn best við sig þegar þeir sitja í einangruðum, valdalitlum hópum, hver á sínum donti, hreyta fúkyrðum hver í annan og skilja ekkert í af hverju þeir njóta ekki fjöldafylgis. Sumt breytist aldrei. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð er um það bil hálft ár í bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Mið og hægri flokkarnir eru önnum kafnir við að undirbúa sig fyrir kosningarnar en af vinstri vængnum er fátt að frétta. Það er þó margt í almennri þróun stjórnmála í nágrannalöndum okkar sem ætti að vera hvetjandi fyrir þá sem starfa á vinstri væng stjórnmálanna til að girða sig í brók og taka til hendinni. Popúlistabylgjan virðist hafa náð ákveðnum hámarki, í bili að minnsta kosti, og jafnvel vera í rénun, sókn krataflokkanna til hægri hefur nær allstaðar, nema hér á landi, endað með ósköpum eins og sjá má í Danmörku og Bretlandi og síðast en ekki síst virðist komin fram formúla sem dugar til að snúa hægri þróun undanfarinna ára við. Fyrirmyndirnar má sækja til Kaupmannahafnar og New York þar sem vinstri öfl hafa unnið stórsigra á undanförnum vikum. Í fyrrnefndu borginni voru það rauðgrænu flokkarnir yst til vinstri og í New York hinn baráttuglaði Zohran Mamdani og Demókrataflokkurinn sem þar á bæ er töluvert til vinstri og ekki bara miðað við Bandaríkin. Formúlan fyrir þessum glæsilegu sigrum er í raun sára einföld. Skýr vinstri stefna byggð á lágmarkskröfum sem flest venjulegt fólk getur tekið undir og taka á því sem heitast brennur á fólki með raunhæfum aðgerðum. Vandamálin virðast ævinlega vera þau sömu hvort sem er í New York, Kaupmannahöfn eða Reykjavík, ójöfnuður, húsnæðisvandi, versnandi lífskjör og heilbrigðiskerfi í ólestri. Sigurvegararnir í New York og Kaupmannahöfn settu fram skýra stefnu í þessum málum, einkum húsnæðismálunum, og það bar árangur. Það er hins vegar svo að ef ég þekki vinstri hreyfinguna á Íslandi rétt þá er takmarkaður áhugi á slíku. Þar á bæ kunna menn best við sig þegar þeir sitja í einangruðum, valdalitlum hópum, hver á sínum donti, hreyta fúkyrðum hver í annan og skilja ekkert í af hverju þeir njóta ekki fjöldafylgis. Sumt breytist aldrei. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar