Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2025 14:13 HiRISE-myndavél MRO-geimfarsins á braut um Mars tók þessa nærmynd af halastjörnunni 3I/Atlas 2. október 2025. Hún var þá í um þrjátíu milljón kílómetra fjarlægð frá rauðu reikistjörnunni. NASA/JPL-Caltech/University of Arizona Nærmyndir sem geimför á og við Mars tóku af halastjörnu sem kemur frá öðru sólkerfi voru birtar í gær. Halastjarnan er aðeins þriðja fyrirbærið sem fundust hefur í sólkerfinu sem staðfest er að eigi sér uppruna utan þess. Stjörnufræðingar komu fyrst auga á halastjörnuna 3I/Atlas í sumar. Ferill hennar bendir til þess að hún komi úr öðru sólkerfi, líklega mun eldra en okkar. Halastjarnan þaut fram hjá Mars í síðasta mánuði. Bæði bandaríska geimvísindastofnunin NASA og evrópska geimstofnunin ESA notuðu tækifærið og beindu myndavélum könnunarfara sinna á yfirborð reikistjörnunnar og þeirra sem eru á braut um hana að halastjörnunni. NASA birti nokkrar slíkar myndir í gær, meðal annars frá Marskönnunarbrautarfarinu (MRO) sem náði sem náði einum bestu nærmyndunum af gestinum. Myndir MAVEN-brautarfarsins í útfjólubláu ljósi eiga að hjálpa til við að greina efnasamsetningu halastjörnunnar. Útfjólublá mynd MAVEN-geimfarsins af vetnisfrumeindum í hala 3I/Atlas. Halastjarnan sjálf er dökkleitari blái liturinn lengst til vinstri.NASA/Goddard/LASP/CU Boulder Halastjarnan er sýnileg frá jörðinni með hand- eða stjörnusjónauka fyrir dögun. Þegar hún fer næst jörðinni verður hún í um 269 milljón kílómetra fjarlægð um miðjan desember. Hún þýtur svo út úr sólkerfinu og snýr aldrei aftur þangað. 3I/Atlas er sérstaklega hraðskreið halastjarna og er hún talin eiga uppruna sinn í sólkerfi sem er mun eldra en sólkerfið okkar. Mögulega er hún hafa myndast áður en sólin og jörðin urðu til. Mynd af hala 3I/Atlas sem tekin var frá Ítalíu í gær.AP/Giaunluca Masi För halastjörnunnar í gegnum sólkerfið hefur ekki síst vakið athygli fyrir sakir ýmissa sérvitringa sem hafa fabúlerað um að hún gæti í raun verið geimskip utan úr geimnum. Fjarstæðukenndar tilgátur af því tagi hafa dregið athygli frá hversu merkileg halastjarnan er sem aðeins eitt örfárra fyrirbæra sem vitað er með vissu að komi utan sólkerfisins. Geimurinn Vísindi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Stjörnufræðingar komu fyrst auga á halastjörnuna 3I/Atlas í sumar. Ferill hennar bendir til þess að hún komi úr öðru sólkerfi, líklega mun eldra en okkar. Halastjarnan þaut fram hjá Mars í síðasta mánuði. Bæði bandaríska geimvísindastofnunin NASA og evrópska geimstofnunin ESA notuðu tækifærið og beindu myndavélum könnunarfara sinna á yfirborð reikistjörnunnar og þeirra sem eru á braut um hana að halastjörnunni. NASA birti nokkrar slíkar myndir í gær, meðal annars frá Marskönnunarbrautarfarinu (MRO) sem náði sem náði einum bestu nærmyndunum af gestinum. Myndir MAVEN-brautarfarsins í útfjólubláu ljósi eiga að hjálpa til við að greina efnasamsetningu halastjörnunnar. Útfjólublá mynd MAVEN-geimfarsins af vetnisfrumeindum í hala 3I/Atlas. Halastjarnan sjálf er dökkleitari blái liturinn lengst til vinstri.NASA/Goddard/LASP/CU Boulder Halastjarnan er sýnileg frá jörðinni með hand- eða stjörnusjónauka fyrir dögun. Þegar hún fer næst jörðinni verður hún í um 269 milljón kílómetra fjarlægð um miðjan desember. Hún þýtur svo út úr sólkerfinu og snýr aldrei aftur þangað. 3I/Atlas er sérstaklega hraðskreið halastjarna og er hún talin eiga uppruna sinn í sólkerfi sem er mun eldra en sólkerfið okkar. Mögulega er hún hafa myndast áður en sólin og jörðin urðu til. Mynd af hala 3I/Atlas sem tekin var frá Ítalíu í gær.AP/Giaunluca Masi För halastjörnunnar í gegnum sólkerfið hefur ekki síst vakið athygli fyrir sakir ýmissa sérvitringa sem hafa fabúlerað um að hún gæti í raun verið geimskip utan úr geimnum. Fjarstæðukenndar tilgátur af því tagi hafa dregið athygli frá hversu merkileg halastjarnan er sem aðeins eitt örfárra fyrirbæra sem vitað er með vissu að komi utan sólkerfisins.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira