Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2025 07:03 Umrætt kynferðisbrot átti sér stað í júlí 2019 í bænum Macerata á austurhluta Ítalíu. Getty Áfrýjunardómstóll í Ancona á Ítalíu hefur snúið við umdeildum sýknudómi vegna kynferðisbrots sem átti sér stað árið 2019 í bænum Macerata. Í málinu kærði sautján ára gömul íslensk stúlka ítalskan karlmann fyrir nauðgun. Stúlkan var komin til Ítalíu til að sækja tungumálanámskeið og fór á stefnumót sem endaði með skelfilegum hætti. Karlmaðurinn hefur nú sex árum síðar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. Héraðsdómur í Macerata sýknaði manninn árið 2022, meðal annars á þeim forsendum að stúlkan var ekki hrein mey á þeim tíma þegar brotið átti sér stað. Dómurinn vakti hörð viðbrögð og hefur skilið eftir sig djúp spor í stjórnmála-, laga- og femínískri umræðu á Ítalíu, þar sem stjórnmálamenn, jafnréttisnefndir, samtök gegn ofbeldi og kvenréttindafrömuðir hafa fordæmt orðalag og röksemdafærslu dómstólsins. Sagðist hafa lamast af ótta Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá málinu eftir að dómur áfrýjunardómstólsins lá fyrir í seinasta mánuði. Veistu meira um málið? Sendu okkur fréttaskot hérna. Fram kemur að íslenska stúlkan, brotaþolinn í málinu, hafi komið til Ítalíu um sumarið 2019 til að fara á ítölskunámskeið. Að kvöldi 9. júlí hafi hún farið á bar ásamt vinkonu sinni og hitt þar gerandann, 25 ára ítalskan karlmann og vin hans, sem þær vinkonur höfðu áður komist í kynni við í gegnum samfélagsmiðla. Seinna um kvöldið fóru þær í bíltúr með mönnunum sem endaði á afskekktum stað. Stúlkan og gerandinn urðu síðan tvö ein eftir í bílnum þar sem þau kysstust og létu vel að hvort öðru. Samkvæmt framburði stúlkunnar hjá lögreglu reyndi hún þegar í stað, og ítrekað, að streitast á móti þegar maðurinn vildi hafa við hana samfarir. Stúlkan tjáði lögreglu að hún hefði margsinnis beðið manninn um að hætta, sagt honum að hún vildi ekki gera neitt og að hún vildi fara heim. Kvaðst hún hafa reynt að veita mótspyrnu og reynt að öskra en var að eigin sögn lömuð af ótta. Á endanum hafi maðurinn haldið henni niðri og náð fram vilja sínum. Stúlkan sagði vinkonu sinni og kennara sínum strax frá atvikinu og var í kjölfarið flutt á neyðarmóttöku þar sem hún lagði fram kæru á hendur manninum. Í kjölfar lögreglurannsóknar var maðurinn úrskurðaður í stofufangelsi á meðan beðið var þess að málið væri tekið fyrir dómi. Veitti ekki „fyllilegan mótþróa“ Í nóvember árið 2022 var maðurinn sýknaður fyrir héraðsdómi í Macerata. Fyrir dómi hélt saksóknari því fram að stúlkan hefði látið það uppi með skýrum hætti að hún vildi ekki halda áfram og að manninum hafi verið það fulljóst. Maðurinn neitaði sök fyrir dómnum og hélt því fram að samfarirnar hefðu átt sér stað með samþykki stúlkunnar. Íslenskt þjóðerni stúlkunnar var dregið upp í málflutningi verjenda mannsins, sem bentu á að það væri venja hjá „norrænum“ stúlkum að sofa hjá karlmönnum á fyrsta stefnumóti. Þá bentu þeir á að þar sem stúlkan hefði farið sjálfviljug með manninum á afvikinn stað og kysst hann þá hefði hún átt að gera sér grein fyrir „hvað myndi gerast.“ Niðurstaða dómsins var meðal annars byggð á þessum rökum; að stúlkan hefði samþykkt að fara með manninum á einangraðan stað, setið með honum í aftursætinu og kysst hann – og af leiðandi hefði hún mátt gera sér grein fyrir „hvert þær aðstæður gætu leitt“, ekki síst þar sem hún hefði áður stundað kynlíf, var þar af leiðandi ekki hrein mey og var á getnaðarvörn þegar atvikið átti sér stað. Greint hefur verið frá dómnum á fjölmörgum ítölskum fréttamiðlum undanfarin mánuð.Samsett Dómurinn tók heldur ekki tillit til þess að stúlkan var með marblett á öxlinni eftir árásina. Verjendur mannsins héldu því fram að marbletturinn gæti hafa myndast út af „sogi“ en ekki út frá því að stúlkunni hefði verið haldið niðri. Þá kom fram í niðurstöðu héraðsdóms að stúlkan hefði ekki veitt „fyllilegan móþróa“: hún hefði ekki veitt mótspyrnu eða kallað á hjálp, og hefði ekki flúið út úr bílnum, þó svo að hún hefði auðveldlega getað opnað bíldyrnar og komist út. Þá kom fram í niðurstöðu dómsins að ekki væri litið fram hjá því að atvikið hefði haft sálrænar afleiðingar fyrir stúlkuna en hins vegar var það mat dómsins að þessar sálrænu afleiðingar væru „vegna kynlífs sem fór öðruvísi en ætlað var.“ Saksóknaraembættið áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms en umræddur sýknudómur vakti hörð viðbrögð á sínum tíma, ekki síst á meðal aðgerðahópa og grasrótarsamtaka sem beita sér fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Segir dóminn vera skref fram á við Þann 21. október síðastliðinn ákvað áfrýjunardómstóll í Ancona að snúa við niðurstöðu héraðsdóms í Macerata. Fram kemur að íslenska stúlkan hafi ekki verið viðstödd á meðan málið var tekið fyrir áfrýjunardómstólnum en kvenréttindasamtök efndu til setumótmæla fyrir utan dómshúsið. Í málflutningi sínum fyrir áfrýjunardómstólnum ítrekaði saksóknari að stúlkan hefði samþykkt „forleik“ þetta kvöld en lýst því strax yfir að hún vildi ekki ganga lengra. Maðurinn hefði af ásettu ráði gengið gegn vilja hennar. Þá kom einnig fram í málflutningi saksóknarans að stúlkan hefði glímt við alvarlegar sálrænar afleiðingar vegna brotsins og hefði þurft að leita sér sálfræðiaðstoðar í tvö ár á eftir. Áfrýjunardómstóllinn féllst á rök saksóknara og komst að þeirri niðurstöðu að fyrri dómstóllinn hefði beitt úreltum og lagalega ótraustum rökum. Að lokum var það niðurstaða áfrýjunardómstólsins að dæma manninn til þriggja ára fangelsisvistar. „Réttlætið hefur náð fram að ganga. Dómurinn í gær færði okkur til baka frá miðöldum til ársins 2025“, sagði Fabio Maria Galiani, réttargæslumaður íslensku stúlkunnar, í samtali við ítalska fréttamiðilinn Sole24Ore þann 22. október síðastliðinn. Þessi dómur er skref fram á við, það veitir skjólstæðingi mínum að minnsta kosti létti og þá fullvissu að henni hafi verið trúað. Pólitískir og félagslegir eftirskjálftar Málið hefur ýtt undir kröfur þess efnis að Ítalía setji skýr lög um nauðgun sem byggjast á samþykki, svipað og löggjöf sem þegar hefur verið tekin upp í nokkrum Evrópulöndum. Fjölmargir stjórnmálamenn hafa tjáð sig opinberlega um málið við ítalska fjölmiðla eftir að dómur áfrýjunardómstólsins lá fyrir í seinasta mánuði. Ráðherra fjölskyldu- og jafnréttismála á Ítalíu hefur bent á að málið varpi ljósi á hvernig kynferðisofbeldi er ranglega meðhöndlað innan réttarkerfisins. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þingmönnum Demókrataflokksins er dómur héraðsdóms sagður „sjokkerandi“: Ung kona var talin ábyrg fyrir eigin nauðgun vegna þess að hún var ekki hrein mey. Ítalía þarf nauðsynlega á lögum að halda sem skilgreina samþykki á skýran og ótvíræðan hátt. Þá segir Dusy Marcolin, forseti jafnréttisnefndar Friuli Venezia Giulia (CRPO) í yfirlýsingu: „Þrátt fyrir sönnunargögnin var sakborningur sýknaður á þeim forsendum að „stúlkan vissi um áhættuna sem fylgdi því að vera ein í bílnum með honum“ og vegna þess að „hún hafði þegar haft kynmök.“ Réttlætir það nauðgun að hafa áður haft kynmök? Getur það að hafa þegar haft kynmök réttlætt nauðgun? Nei-ið hennar, sem hún sagði svo sannarlega, hafði augljóslega ekkert vægi. Við viljum ítreka að nei er alltaf nei, jafnvel þótt það komi á eftir jái. Þessi dómur veldur gífurlegum skaða og skapar skelfilegt fordæmi. Þetta er óásættanlegt. Við leggjum okkur fram á hverjum degi við að berjast gegn kynbundnu ofbeldi og í hvert sinn sem dómur sem þessi er kveðinn upp þá tökum við hundrað skref aftur á bak. Og það er ekki hægt, það er ekki sanngjarnt, það er ekki réttlætanlegt. Við munum ítreka þetta á landsráðstefnu forseta CRPO.“ Marta Ruggeri, þingmaður fyrir Femínísku stjörnuhreyfinguna í Marche-héraði, segir einnig í yfirlýsingu að flokkurinn fagni sakfellingunni og bætir við að fyrrum sýknudómur héraðsdóms í Macerata hafi verið „óásættanleg móðgun við reisn kvenna og hættulegt dæmi um nauðgunarmenningu sem hefur tilhneigingu til að kenna þolandanum um.“ „Meginreglan er skýr: samþykki er ekki gefið í skyn, það er veitt og það er hægt að afturkalla það hvenær sem er.“ Lögmenn gerandans í málinu hafa lýst yfir undrun sinni á dómi áfrýjunardómstólsins og halda því fram að dómurinn í Macerata hafi verið „skýr“ og „rökréttur“. Þeir hyggjast áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar Ítalíu (Corte Suprema di Cassazione). Ítalía Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Héraðsdómur í Macerata sýknaði manninn árið 2022, meðal annars á þeim forsendum að stúlkan var ekki hrein mey á þeim tíma þegar brotið átti sér stað. Dómurinn vakti hörð viðbrögð og hefur skilið eftir sig djúp spor í stjórnmála-, laga- og femínískri umræðu á Ítalíu, þar sem stjórnmálamenn, jafnréttisnefndir, samtök gegn ofbeldi og kvenréttindafrömuðir hafa fordæmt orðalag og röksemdafærslu dómstólsins. Sagðist hafa lamast af ótta Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar hafa greint frá málinu eftir að dómur áfrýjunardómstólsins lá fyrir í seinasta mánuði. Veistu meira um málið? Sendu okkur fréttaskot hérna. Fram kemur að íslenska stúlkan, brotaþolinn í málinu, hafi komið til Ítalíu um sumarið 2019 til að fara á ítölskunámskeið. Að kvöldi 9. júlí hafi hún farið á bar ásamt vinkonu sinni og hitt þar gerandann, 25 ára ítalskan karlmann og vin hans, sem þær vinkonur höfðu áður komist í kynni við í gegnum samfélagsmiðla. Seinna um kvöldið fóru þær í bíltúr með mönnunum sem endaði á afskekktum stað. Stúlkan og gerandinn urðu síðan tvö ein eftir í bílnum þar sem þau kysstust og létu vel að hvort öðru. Samkvæmt framburði stúlkunnar hjá lögreglu reyndi hún þegar í stað, og ítrekað, að streitast á móti þegar maðurinn vildi hafa við hana samfarir. Stúlkan tjáði lögreglu að hún hefði margsinnis beðið manninn um að hætta, sagt honum að hún vildi ekki gera neitt og að hún vildi fara heim. Kvaðst hún hafa reynt að veita mótspyrnu og reynt að öskra en var að eigin sögn lömuð af ótta. Á endanum hafi maðurinn haldið henni niðri og náð fram vilja sínum. Stúlkan sagði vinkonu sinni og kennara sínum strax frá atvikinu og var í kjölfarið flutt á neyðarmóttöku þar sem hún lagði fram kæru á hendur manninum. Í kjölfar lögreglurannsóknar var maðurinn úrskurðaður í stofufangelsi á meðan beðið var þess að málið væri tekið fyrir dómi. Veitti ekki „fyllilegan mótþróa“ Í nóvember árið 2022 var maðurinn sýknaður fyrir héraðsdómi í Macerata. Fyrir dómi hélt saksóknari því fram að stúlkan hefði látið það uppi með skýrum hætti að hún vildi ekki halda áfram og að manninum hafi verið það fulljóst. Maðurinn neitaði sök fyrir dómnum og hélt því fram að samfarirnar hefðu átt sér stað með samþykki stúlkunnar. Íslenskt þjóðerni stúlkunnar var dregið upp í málflutningi verjenda mannsins, sem bentu á að það væri venja hjá „norrænum“ stúlkum að sofa hjá karlmönnum á fyrsta stefnumóti. Þá bentu þeir á að þar sem stúlkan hefði farið sjálfviljug með manninum á afvikinn stað og kysst hann þá hefði hún átt að gera sér grein fyrir „hvað myndi gerast.“ Niðurstaða dómsins var meðal annars byggð á þessum rökum; að stúlkan hefði samþykkt að fara með manninum á einangraðan stað, setið með honum í aftursætinu og kysst hann – og af leiðandi hefði hún mátt gera sér grein fyrir „hvert þær aðstæður gætu leitt“, ekki síst þar sem hún hefði áður stundað kynlíf, var þar af leiðandi ekki hrein mey og var á getnaðarvörn þegar atvikið átti sér stað. Greint hefur verið frá dómnum á fjölmörgum ítölskum fréttamiðlum undanfarin mánuð.Samsett Dómurinn tók heldur ekki tillit til þess að stúlkan var með marblett á öxlinni eftir árásina. Verjendur mannsins héldu því fram að marbletturinn gæti hafa myndast út af „sogi“ en ekki út frá því að stúlkunni hefði verið haldið niðri. Þá kom fram í niðurstöðu héraðsdóms að stúlkan hefði ekki veitt „fyllilegan móþróa“: hún hefði ekki veitt mótspyrnu eða kallað á hjálp, og hefði ekki flúið út úr bílnum, þó svo að hún hefði auðveldlega getað opnað bíldyrnar og komist út. Þá kom fram í niðurstöðu dómsins að ekki væri litið fram hjá því að atvikið hefði haft sálrænar afleiðingar fyrir stúlkuna en hins vegar var það mat dómsins að þessar sálrænu afleiðingar væru „vegna kynlífs sem fór öðruvísi en ætlað var.“ Saksóknaraembættið áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms en umræddur sýknudómur vakti hörð viðbrögð á sínum tíma, ekki síst á meðal aðgerðahópa og grasrótarsamtaka sem beita sér fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Segir dóminn vera skref fram á við Þann 21. október síðastliðinn ákvað áfrýjunardómstóll í Ancona að snúa við niðurstöðu héraðsdóms í Macerata. Fram kemur að íslenska stúlkan hafi ekki verið viðstödd á meðan málið var tekið fyrir áfrýjunardómstólnum en kvenréttindasamtök efndu til setumótmæla fyrir utan dómshúsið. Í málflutningi sínum fyrir áfrýjunardómstólnum ítrekaði saksóknari að stúlkan hefði samþykkt „forleik“ þetta kvöld en lýst því strax yfir að hún vildi ekki ganga lengra. Maðurinn hefði af ásettu ráði gengið gegn vilja hennar. Þá kom einnig fram í málflutningi saksóknarans að stúlkan hefði glímt við alvarlegar sálrænar afleiðingar vegna brotsins og hefði þurft að leita sér sálfræðiaðstoðar í tvö ár á eftir. Áfrýjunardómstóllinn féllst á rök saksóknara og komst að þeirri niðurstöðu að fyrri dómstóllinn hefði beitt úreltum og lagalega ótraustum rökum. Að lokum var það niðurstaða áfrýjunardómstólsins að dæma manninn til þriggja ára fangelsisvistar. „Réttlætið hefur náð fram að ganga. Dómurinn í gær færði okkur til baka frá miðöldum til ársins 2025“, sagði Fabio Maria Galiani, réttargæslumaður íslensku stúlkunnar, í samtali við ítalska fréttamiðilinn Sole24Ore þann 22. október síðastliðinn. Þessi dómur er skref fram á við, það veitir skjólstæðingi mínum að minnsta kosti létti og þá fullvissu að henni hafi verið trúað. Pólitískir og félagslegir eftirskjálftar Málið hefur ýtt undir kröfur þess efnis að Ítalía setji skýr lög um nauðgun sem byggjast á samþykki, svipað og löggjöf sem þegar hefur verið tekin upp í nokkrum Evrópulöndum. Fjölmargir stjórnmálamenn hafa tjáð sig opinberlega um málið við ítalska fjölmiðla eftir að dómur áfrýjunardómstólsins lá fyrir í seinasta mánuði. Ráðherra fjölskyldu- og jafnréttismála á Ítalíu hefur bent á að málið varpi ljósi á hvernig kynferðisofbeldi er ranglega meðhöndlað innan réttarkerfisins. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þingmönnum Demókrataflokksins er dómur héraðsdóms sagður „sjokkerandi“: Ung kona var talin ábyrg fyrir eigin nauðgun vegna þess að hún var ekki hrein mey. Ítalía þarf nauðsynlega á lögum að halda sem skilgreina samþykki á skýran og ótvíræðan hátt. Þá segir Dusy Marcolin, forseti jafnréttisnefndar Friuli Venezia Giulia (CRPO) í yfirlýsingu: „Þrátt fyrir sönnunargögnin var sakborningur sýknaður á þeim forsendum að „stúlkan vissi um áhættuna sem fylgdi því að vera ein í bílnum með honum“ og vegna þess að „hún hafði þegar haft kynmök.“ Réttlætir það nauðgun að hafa áður haft kynmök? Getur það að hafa þegar haft kynmök réttlætt nauðgun? Nei-ið hennar, sem hún sagði svo sannarlega, hafði augljóslega ekkert vægi. Við viljum ítreka að nei er alltaf nei, jafnvel þótt það komi á eftir jái. Þessi dómur veldur gífurlegum skaða og skapar skelfilegt fordæmi. Þetta er óásættanlegt. Við leggjum okkur fram á hverjum degi við að berjast gegn kynbundnu ofbeldi og í hvert sinn sem dómur sem þessi er kveðinn upp þá tökum við hundrað skref aftur á bak. Og það er ekki hægt, það er ekki sanngjarnt, það er ekki réttlætanlegt. Við munum ítreka þetta á landsráðstefnu forseta CRPO.“ Marta Ruggeri, þingmaður fyrir Femínísku stjörnuhreyfinguna í Marche-héraði, segir einnig í yfirlýsingu að flokkurinn fagni sakfellingunni og bætir við að fyrrum sýknudómur héraðsdóms í Macerata hafi verið „óásættanleg móðgun við reisn kvenna og hættulegt dæmi um nauðgunarmenningu sem hefur tilhneigingu til að kenna þolandanum um.“ „Meginreglan er skýr: samþykki er ekki gefið í skyn, það er veitt og það er hægt að afturkalla það hvenær sem er.“ Lögmenn gerandans í málinu hafa lýst yfir undrun sinni á dómi áfrýjunardómstólsins og halda því fram að dómurinn í Macerata hafi verið „skýr“ og „rökréttur“. Þeir hyggjast áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar Ítalíu (Corte Suprema di Cassazione).
Ítalía Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira