Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 14:02 Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir nýjar niðurstöður um stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum dapurlegar. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnumn velferðarmála en stofnunin birti býlega sláandi úttekt á stöðu fatlaðra í sveitarfélögum á landinu. Vísir Formaður Þroskahjálpar segir óásættanlegt að meira en helmingur sveitarfélaga sé ekki með stefnu í málefnum fatlaðs fólks, fimmtán árum eftir að þau tóku við málaflokknum. Stór hluti sveitarfélaga fari því ekki að lögum. Nauðsynlegt sé að breyta viðhorfi samfélagsins til fatlaðra. Í nýrri úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélögum kemur fram að af 62 sveitarfélögum á landinu eru aðeins 22 þeirra með sérstaka stefnu í málaflokknum. Innan við þriðjungur er með viðmið um fjölda fagmenntaðra í búsetuúrræðum fatlaðra og aðeins helmingur er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Um og yfir helmingur sveitarfélaga á landinu fær falleinkunn í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála. (Úr skýrslu GEV)Vísir Gæða- og eftirlitsstofnun brýnir sveitarfélög til að setja sér fræðslu- og viðbragðsáætlanir. Starfsfólk þurfi að vera meðvitað um lögbundnar skyldur og kröfur til gæða í starfi með fötluðu fólki. Í úttektinni kemur fram að mörg sveitarfélög þurfi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk, reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og samkvæmt nýlega staðfestum Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að gera miklar úrbætur. Fullkomnlega óásættanlegt Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum. „Ég vildi óska þess að þetta kæmi okkur á óvart en þetta eru atriði sem við höfum bent á árum saman en lítið hefur gengið. Þetta er fullkomnlega óásættanlegt,“ segir Guðmundur. Þetta þýði að stór hluti sveitarfélaga hafi þar með brugðist hlutverki sínu samkvæmt lögum. „Sveitarfélögunum var falið fyrir 15 árum að veita fötluðu fólki þjónustu og þau tóku það að sér en síðan þá hefur málaflokkurinn fyrst og fremst snúist um sveitarfélögin en ekki fatlað fólk. Stór hluti sveitarfélaga er þar með að bregðast þessum hópi og fer ekki að lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur furðar sig á hvað skortir víða upp á í þjónustuna. „Það er ótrúlegt að sjá, samkvæmt þessari úttekt, að aðeins innan við helmingur sveitarfélaga er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Það er ekki boðlegt og t.d. á skjön við Samning Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að slík áætlun þurfi að vera til staðar,“ segir Guðmundur. Viðhorfin þurfi að breytast Stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú í nóvember. Guðmundur segir það afar jákvætt en viðhorf samfélagsins þurfi að breytast. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af eru viðhorf samfélagsins og sveitarfélaga gagnvart þjónustu við fatlað fólk því lögin hafa verið fyrir hendi í mörg ár og áratugi en eins og sést í þessari úttekt GEV eru alltof mörg sveitarfélög sem fara ekki eftir þeim,“ segir Guðmundur Ármann. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira
Í nýrri úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélögum kemur fram að af 62 sveitarfélögum á landinu eru aðeins 22 þeirra með sérstaka stefnu í málaflokknum. Innan við þriðjungur er með viðmið um fjölda fagmenntaðra í búsetuúrræðum fatlaðra og aðeins helmingur er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Um og yfir helmingur sveitarfélaga á landinu fær falleinkunn í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála. (Úr skýrslu GEV)Vísir Gæða- og eftirlitsstofnun brýnir sveitarfélög til að setja sér fræðslu- og viðbragðsáætlanir. Starfsfólk þurfi að vera meðvitað um lögbundnar skyldur og kröfur til gæða í starfi með fötluðu fólki. Í úttektinni kemur fram að mörg sveitarfélög þurfi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk, reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og samkvæmt nýlega staðfestum Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að gera miklar úrbætur. Fullkomnlega óásættanlegt Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum. „Ég vildi óska þess að þetta kæmi okkur á óvart en þetta eru atriði sem við höfum bent á árum saman en lítið hefur gengið. Þetta er fullkomnlega óásættanlegt,“ segir Guðmundur. Þetta þýði að stór hluti sveitarfélaga hafi þar með brugðist hlutverki sínu samkvæmt lögum. „Sveitarfélögunum var falið fyrir 15 árum að veita fötluðu fólki þjónustu og þau tóku það að sér en síðan þá hefur málaflokkurinn fyrst og fremst snúist um sveitarfélögin en ekki fatlað fólk. Stór hluti sveitarfélaga er þar með að bregðast þessum hópi og fer ekki að lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur furðar sig á hvað skortir víða upp á í þjónustuna. „Það er ótrúlegt að sjá, samkvæmt þessari úttekt, að aðeins innan við helmingur sveitarfélaga er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Það er ekki boðlegt og t.d. á skjön við Samning Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að slík áætlun þurfi að vera til staðar,“ segir Guðmundur. Viðhorfin þurfi að breytast Stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú í nóvember. Guðmundur segir það afar jákvætt en viðhorf samfélagsins þurfi að breytast. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af eru viðhorf samfélagsins og sveitarfélaga gagnvart þjónustu við fatlað fólk því lögin hafa verið fyrir hendi í mörg ár og áratugi en eins og sést í þessari úttekt GEV eru alltof mörg sveitarfélög sem fara ekki eftir þeim,“ segir Guðmundur Ármann.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Sjá meira