„Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. nóvember 2025 16:50 APTOPIX Climate COP30 André Corrêa do Lago, forseti ráðstefnunnar fyrir miðju, Simon Stiell forseti Loftslagsstofnun SÞ til hægri ræðir við embættismenn. AP Samþykkt náðist um lokaályktun loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu eftir mikla málamiðlun. Orðalag ályktunarinnar er umdeild enda er þar hvergi kveðið á um að draga þurfi úr notkun jarðefnaeldsneytis. COP30-loftslagsráðstefnunni í Belém í Brasilíu lauk í gær eftir samningaviðræður sem drógust inn í helgina. Til stóð að ráðstefnunni lyki á föstudag en tafir eru alsíða á ráðstefnum sem þessum. Segja má að ráðstefnan hafi farið illa af stað enda neituðu Bandaríkjamenn að senda sendinefnd á ráðstefnuna. Miðlar um allan heim hafa sagt ályktunina útvatnaða og þaðan af verra en ljóst er að hart var tekist á til að ná þjóðum heimsins saman. Þrefaldar fjárveitingar til þróunarríkja Í ályktuninni er kveðið á um að ríkar þjóðir þrefaldi fjárveitingar sinnar til þróunarlanda sem eru háðari jarðefnaeldsneytum og sömuleiðis berskjaldaðri fyrir áhrifum hlýnandi heims. Samkvæmt umfjöllun Reuters var orðalag ákvæðis um útfösun jarðefnaeldsneyta helsta bitbein ráðstefnunnar og tókust þar aðildarríki Evrópusambandsins og Arabalönd á. Reynt var að ná sáttum um orðalagið fram á rauða nótt aðfaranótt laugardags en án árangurs. Líkt og greint hefur verið frá skrifuðu að minnsta kosti 29 ríki undir harðort bréf til Brasilíumanna þar sem krafist var að ályktunin tæki til orkuskipta frá jarðefnaeldsneyti. Ísland var á meðal þessara ríkja. Brasilíska nefndin er sögð hafa fjarlægt tilvísanir í jarðefnaeldsneyti undir þrýstingi frá olíuríkjum eins og Sádi-Arabíu og Rússlandi ásamt Indlandi sem brennir miklu magni jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar þeirra hafi hótað að ganga út fengju þau ekki vilja sínum fram í gær. Jarðefnaeldsneytisákvæði í „hliðartexta“ Í gærmorgun tilkynnti Andre Corrêa do Lago, forseti ráðstefnunnar, að hliðartexti líkt og hann kallaði hann yrði gefinn út samhliða lokaályktun ráðstefnunnar þar sem ákvæði væri að finna um útfösun jarðefnaeldsneyta og skógarvernd. Ekki var unnt að hafa þau ákvæði í aðaltextanum vegna þess að ekki náðist sammæli um þau. Forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna kvaðst átta sig á því að orðalag ályktunarinnar ylli mörgum vonbrigðum. „Ég er ekki að segja að við séum að sigrast á loftslagsvánni. En við erum óneitanlega enn í baráttunni og við erum að spyrna við,“ sagði Simon Stiell, forseti Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að ráðstefnunni lokinni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Loftslagsmál Utanríkismál Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
COP30-loftslagsráðstefnunni í Belém í Brasilíu lauk í gær eftir samningaviðræður sem drógust inn í helgina. Til stóð að ráðstefnunni lyki á föstudag en tafir eru alsíða á ráðstefnum sem þessum. Segja má að ráðstefnan hafi farið illa af stað enda neituðu Bandaríkjamenn að senda sendinefnd á ráðstefnuna. Miðlar um allan heim hafa sagt ályktunina útvatnaða og þaðan af verra en ljóst er að hart var tekist á til að ná þjóðum heimsins saman. Þrefaldar fjárveitingar til þróunarríkja Í ályktuninni er kveðið á um að ríkar þjóðir þrefaldi fjárveitingar sinnar til þróunarlanda sem eru háðari jarðefnaeldsneytum og sömuleiðis berskjaldaðri fyrir áhrifum hlýnandi heims. Samkvæmt umfjöllun Reuters var orðalag ákvæðis um útfösun jarðefnaeldsneyta helsta bitbein ráðstefnunnar og tókust þar aðildarríki Evrópusambandsins og Arabalönd á. Reynt var að ná sáttum um orðalagið fram á rauða nótt aðfaranótt laugardags en án árangurs. Líkt og greint hefur verið frá skrifuðu að minnsta kosti 29 ríki undir harðort bréf til Brasilíumanna þar sem krafist var að ályktunin tæki til orkuskipta frá jarðefnaeldsneyti. Ísland var á meðal þessara ríkja. Brasilíska nefndin er sögð hafa fjarlægt tilvísanir í jarðefnaeldsneyti undir þrýstingi frá olíuríkjum eins og Sádi-Arabíu og Rússlandi ásamt Indlandi sem brennir miklu magni jarðefnaeldsneytis. Fulltrúar þeirra hafi hótað að ganga út fengju þau ekki vilja sínum fram í gær. Jarðefnaeldsneytisákvæði í „hliðartexta“ Í gærmorgun tilkynnti Andre Corrêa do Lago, forseti ráðstefnunnar, að hliðartexti líkt og hann kallaði hann yrði gefinn út samhliða lokaályktun ráðstefnunnar þar sem ákvæði væri að finna um útfösun jarðefnaeldsneyta og skógarvernd. Ekki var unnt að hafa þau ákvæði í aðaltextanum vegna þess að ekki náðist sammæli um þau. Forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna kvaðst átta sig á því að orðalag ályktunarinnar ylli mörgum vonbrigðum. „Ég er ekki að segja að við séum að sigrast á loftslagsvánni. En við erum óneitanlega enn í baráttunni og við erum að spyrna við,“ sagði Simon Stiell, forseti Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu að ráðstefnunni lokinni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Brasilía Loftslagsmál Utanríkismál Jarðefnaeldsneyti Orkuskipti Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira